Íslensk stjórnvöld hafa margoft undirgengist IceSave-skuldbindingarnar. Þetta fyrirheit var hluti af skriflegri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Það var og er forsenda stuðnings AGS og Norðurlandanna. Það er kannski ástæða til þess að minna á að ekkert land vildi ræða við íslendinga í aðdraganda Hrunsins og fyrst á eftir því um fyrirgreiðslu.
Það var ekki fyrr en það lá fyrir að íslensk stjórn höfðu lýst því yfir að það yrði breytt um stefnu tekinn upp ábyrgari stjórn á efnahagsvandanum. Það gerðu einnig forsvarsmenn lífeyrissjóðanna þegar stjórnvöld fóru fram á að allar erlendar eignir lífeyrissjóðanna yrðu fluttar heim nokkru fyrir Hrun, en var hafnað á sömu forsendum.
Núverandi ríkisstjórnin féllst loks á þetta, en hún reyndist ekki hafa meirihluta Alþingis að baki sér fyrr en fimmtán mánuðum eftir hrun, og síðan grípur forseti Íslands inn í atburðarrásina. Nú er málið strand, og við blasir fullkomið hrun atvinnulífs.
Strandi IceSave-málið í þjóðaratkvæðagreiðslunni munu Norðurlöndin örugglega hætta fjárstuðningi sínum við Ísland, enda verða úrslitin túlkuð svo að Íslendingar ætli ekki að standa við skuldbindingar önnur lönd þó svo þær liggi fyrir. AGS mun draga sig út úr málinu.
Samkvæmt nýjustu fréttum þá er ekkert lát er á hækkunum á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs og mælist það núna 554 punktar. Álagið á ríkisjóð hefur hækkað um 143 punkta á síðustu fjórum vikum. Þar af hækkaði það um 18 punkta frá því í gær. Þetta er í sérstöku boði forsetans og stjórnarandstöðu.
Líkur á þjóðargjaldþroti hafa aukist og nema nú rúmlega 31%. Þegar þessar líkur voru lægstar á seinni hluta síðasta árs námu þær rúmum 20%. Eftir að forsetinn ákvað að senda Icesave málið í þjóðaratkvæði rauk skuldatryggingaálagið upp á við en það hafði stöðugt farið lækkandi á seinnihluta síðasta árs. Náði það á tímabili niður í rúma 340 punkta. Hækkunin á því síðan þá nemur því um 70%.
Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 554 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram rúmlega 5,5 % af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.
Þjóðin getur gripið í taumana, nema hún kjósi heldur að steypa sér fram af hengifluginu.
13 ummæli:
Hundrað þúsund prósent sammála.
Og ég ætla bara að vona að Íslendingar geti hamið stundarreiði sína og sýnt skynsemi. Framtíð okkar er í húfi
Það eru allir sammála því að ríkið eigi að standa við lagalegar skuldbindingar okkar.
Það virðist aftur á móti enginn geta bent á hverjar þær eru, heldur er einungis bent á að ríkissjóður "eigi" að borga.
Svoleiðis rök duga ekki ef um er að ræða kröfur upp á hundruðir milljarða.
Er ég að verða vitlaus?
Er það virkilega maður í ábyrgðarstöðu í verkalýðshreyfingunni sem heldur úti þessari bloggsíðu?
Guð blessi Ísland.
Við skulum líka muna, að þær litlu eignir, sem lífeyrissjóðirnir eiga eftir, eru erlendis. Fyrsta sem verður gert þegar búið er að fella IceSave ábyrgðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, verður að gera þær eignir upptækar. Fyrir því eru alþjóðleg lög og vinnureglur.
Bara minni á að á þingi er bara þverskurður þjóðarinar. Þannig að við sem þjóð erum vanstillt, algjörar óhemjur. Vonandi samþykkir þjóðinn þessi lög eða það verður búið að ná nýjum samningum sem verður almenn sátt um. Annars er það bara gaddurinn og GUÐ. Kv Simmi
Þú þarft að uppfæra þessa grein, skuldatryggingarálagið er komið 648 punkta....
Já.
Þar að auki - og í samhengi við detta eilífa "borgum ekki" tal, hafa íslensk stjórnvöld fyrir löngu samþykkt að Direktíf 94/19 gildir með sama hætti varðandi Ísland og önnur EES ríki. þ.e. lagalegur skilningur annarra EES ríkja er löngu viðurkenndur - meir að segja af sjálfu Alþingi Íslands !
"Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/ EBE. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins."
http://www.althingi.is/altext/136/s/0219.html
Þetta var samþykkt á Alþingi í desember 2008
Ómar Kristjánsson
Enn ein dómdagsspáin hjá þér, langar að benda á að þótt neitun forsetans hafi vakið athygli þá er það ekki bara það sem skiptir máli, Ísland er í svínaklubbnum og skuldir Grikklands hafa miklu meiri áhrif en gjörðir forsetans.
http://www.businessinsider.com/the-piigs-get-slaughtered-as-greek-bond-situation-deteriorates-2010-1
Guðmundur er ekki með neina dómsdagspá, hann er einungis að benda á staðreyndir sem hafa komið fram.
Þetta er skrifað á yfirvegaðan hátt eins og pistlar hafa verið á þessari síðu. Og af mikilli ábyrgð verkalýðsforingja sem greinilega bera hag sinna félagmanna fyrir brjósti og annarra launamanna.
Það mættu margir aðrir verkalýðsforingjar hafa sama þor og dug og Guðmundur hefur sýnt.
Jónas
Mér finnst það harla einkennilegur málfutningur sem kemur ítrekað fram þegar ég geri nú ekkert annað en að benda á staðreyndir um hvernig skuldatryggingaálag hefur breyst. Hvaða skuldbindingar ríkistjórnin hefur undirgengist fyrir hönd þjóðarinnar og meirihluti staðfest tvisvar. Hvað hafi komið fram í málfutning nágrannaþjóða okkar.
Þá er ég með talinn vera með dómsdagspár, svíkja málstaðinn, standi ekki í fæturna og svo framleiðis.
Ef það eru einhverjir sem eru með dómsdagsspár og standa ekki í fæturna, þá eru það þeir sem segja að Ísland verði gjaldþrota ef Íslandi verði gert að standa við skuldbindingar sínar og liggja vælandi í götunni hrópandi innistæðulausar fullyrðingar.
Viljandi þjóðaratkvæðagreiðslu og svo ekki atkvæðagreiðslu. Það er ekki heil brú í málflutning þessara manna, ekki heil brú.
Mikið óskaplega er gott að lesa að það er ennþá til skynsamt fólk á Íslandi.
Þakka kærlega fyrir yfirveguð og skynsamleg skrif. Nóg er að lýðskruminu annars staðar.
Íslendingum virðist vera fyrirmunað að taka kalt stöðumat.
Spurningin sem við þurfum að fá svarað er eftirfarandi: Hvort er verra fyrir Ísland að samþykkja Icesave-lögin eða synja þeim?
Mér sýnast allar vísbendingar vera í þá átt að hér fari allt á verri veg ef við synjum.
Ef við samþykkjum og erum að skæla útaf vaxtaprósentunni, þá má alltaf endurfjármagna eftir 2-3 ár á skárri vöxtum, innanlands eða utanlands.
Fellum Icesave 2. Í kjölfarið geta lífeyrissjóðirnir keypt skuldabréf ríkisins fyrir slikk.
Semjum svo um Icesave 1 eða 3.
Skrifa ummæli