laugardagur, 23. janúar 2010

Samningsstaðan

Stjórnarandstaðan hefur valdið íslensku þjóðinni gríðarlegum skaða. Ekki bara með þeirri efnahagstjórn sem beitt var þegar þeir voru í ríkisstjórn, heldur ekki síður með þeim málflutning sem þeir hafa ástundað síðasta ár.

Í skjóli þeirra komst siðblinda í viðskiptalífinu til valda. Þá voru útrásarvíkingarnir strákarnir okkar og allt sem þeir sögðu var kokgleypt. Þáverandi ráðherrar klappstýrur útrásarinnar fóru um heiminn og boðuðu fagnaðarerindi hins íslenska efnahagsundurs. Hið fullkomna frelsi, sem var beitt til þess að fáir hrifsuðu til sín allt sem hönd á festi og skattar á hinum lægst launuðu voru hækkaðir, svo hægt væri að standa undir kostnaði af skattlækkunum þeirra sem mest höfðu.

Ef takast á að draga Breta og Hollendinga að samningaborðinu á ný, verður að vera tryggt að slíkir samningar haldi og þingmenn skelli sér ekki í annan sirkus eins og í sumar og setji inn í samninginn einhliða forsendur teknar úr óskalistum. Ríkisstjórn Geirs Haarde gekk frá samkomulagi og núverandi ríkistjórn gekk frá öðru og betra samkomulagi og það samkomulag var svo endurbætt. Allt staðfest af meirihluta Alþingis á hverjum tíma.

Þetta blasir við öllum sem þekkja eitthvað til samningagerðar. T.d. er klárt að samningamenn Breta og Hollendinga hefðu tekið með allt öðrum hætti á málinu ef íslendingar hefðu hafnað allri ábyrgð á innistæðum og þá hefðu þeir líklega dregið upp á borðið alla upphæðina, ekki bara 20 þús. evrumarkið.

Til allra þessara samþykkta og skjala og fleiri atriða, hafa Bretar og Hollendingar og reyndar norðurlandaþjóðirnar vísað til í umræðum um þessi mál. Er nema von að álit íslendinga út á við hafi hrunið?

Í yfirlýsingu Geirs Haarde forsætisráðherra 8. október 2008 í kjölfar þess að Bretar tryggðu innistæður kom m.a. fram : "Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár." Í samkomulagi milli Íslands og Hollands um Icesave 11. október 2008 stendur m.a. : "Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigenda."

Ríkisstjórn Geirs Haarde sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kom m.a. fram að lánið muni bera 6,7 prósenta vexti, reiknað frá útgáfudegi lánsins, og verða endurgreitt á 10 árum. Falli skuldin í gjalddaga munu vextirnir aukast um 0,3 prósentustig í 7 prósent. Ekkert þarf að greiða af láninu fyrstu 3 árin og þar er vísað til Memory of Understanding, undirritað af Baldri Guðlaugssyni einum helsta efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar Geirs.

Í þingsályktun um samninga um ábyrgð ríkissjóðs sem Bjarni Ben form. Sjálfstæðisflokksins kynnti og sjálfstæðismenn ásamt öðrum samþykktu á Alþingi 5. desember 2008 stendur m.a. "Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.“

Sjálfstæðismenn stóðu einnig fyrir þingsályktun gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem var samþykkt á Alþingi 5. desember. Viljayfirlýsing um áform íslenskra stjórnvalda: "Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."

Að auki má nefna samþykktir Alþingis um Icesave 28. ágúst og 31. desember. Í báðum er samþykkt að greiða lágmarksinnstæðu. Fyrri lögin voru staðfest af forseta Íslands en þau síðari, breytingalögin, verða borin undir þjóðaratkvæði 6. mars.

Hefur stjórnarandstaðan velt fyrir sér hver samningsstaða íslendinga er í raun? Niðurstaðan er sú að stjórnmálamenn eru búnir að koma Íslandi í ömurlega stöðu. Sjálfstæðismenn þegar þeir voru í ríkisstjórn heimiluðu Landsbankamönnum að setja upp Icesave. Þeir sinntu ekki aðvörunum um hvert stefndi og gripu ekki til neinna aðgerða. Þeir undirrita viljayfirlýsingu þar sem fram kemur viðurkenning á ábyrgð Íslands. Þeir ganga frá samningsdrögum.

Næsta ríkisstjórn Samfylkingar og VG geri annan betri en sá fyrri og hann er samþykktur. Þeir gera endurbætur á samningnum og sá samningur er samþykktur.

Forseti ákveður að setja þann samning í þjóðaratkvæðagreiðslu og sé litið stöðunnar þá eigum við úr tveim tvo mjög slæmum kostum að velja samþykkja samninginn, eða fella hann og vonast til þess að nýr samningur verði gerður, en samningstaða okkar er mjög slök, afspyrnu slök.

Afleiðingar alls þessa er að allann tímann hefur atvinnulífið verið að verzlast upp og lánakjör þjóðarinnar hafa snarversnað og álit hennar komið í svaðið.

Engin vill standa skil á Icesave, en við almenningur verður að horfast í augu við þá staðreynd að stjórnmálamenn hafa verið staðnir af gríðarlegum afglöpun og afleikjum Þar standa langfremstir í flokki Sjálfstæðismenn , þeir hafa komið okkur í þá ömurlegu stöðu að hafa einungis um þessa tvo vondu kosti að velja.

Og eins og Bjarni Ben og Sigmundur Davíð viðurkenndu loks í sjónvarpinu nýverið; sá kostur er ekki í stöðunni að við getum sagt okkur frá málinu. Og svo er fólk sem segist ætla að styðja þessa menn.

Nú á að setja inn nokkra stráka fyrir heiftúðug ólæti á þingpöllum. Af hverju er ekki einn einasti stjórnmálamaður eða embættismaður komin á bak við lás og slá?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Krafan núna ætti að vera um skýrleika - til allra íslenskra stjórnmálaafla og ábyrgs fólks, en flokkspólitíska potið heldur áfram með frétt Kolbeins Proppé borgarfulltrúa VG í Fréttablaðinu - beint úr spunavél Indriða og Svavars.

Komdu til skila Guðmundur að þau eigi að hætta að þyrla upp moldviðri!

Alþingi samþykkti 5. desember 2008 að fara pólitíska samningaleið í málinu á grundvelli Brussel viðmiða. Það var sú samningaleið sem lá einnig til grundvallar í samstarfsyfirlýsingunni til AGS. Þetta er óumdeilt og óumdeilanlegt.

Viljayfirlýsingu við Holland frá október hafði verið rift. Engin slík var nokkurn tíma gerð við Bretland.

Og hvers vegna er vandinn svona mikill í þessu máli? Vegna þess að pólitískur órói, upplausn og óstöðugleiki hefur þrúgað það. Ríkisstjórnin og fjármálaráðherrann fóru með það inn í þingið án þess að hafa tryggt sér meirihluta, að miklu leyti vafalaust vegna vinnubragða sinna, þingflokkur VG fékk ekki einu sinni að sjá samninginn áður en hann var undirritaður og frágenginn og þar og þá klofnaði flokkurinn.

Davíðsleiðin er ófær og hefur alltaf verið. Alþingi er búið að samþykkja að fara hana ekki.

En fréttin í Fréttablaðinu í dag er bara áróður úr fjármálaráðuneytinu gegnum áróðursblaðamann sem stýrt hefur lekum af skattalækkunum og allra handa málum VG á forsíðu blaðsins síðustu mánuði - þar á meðal spunanum um "glæsilega niðurstöðu", "besta mögulega samning" og allt hitt.

Afhverju gat Steingrímur ekki skipt heiðarlega um skoðun í Icesavemálinu og tekið þjóðina þannig með sér, Afhverju þurfti hann að gera Svavar og Indriða einráða og afhverju skar hann Sjálfstæðisflokkinn frá þingsálytuninni 5. desember?? Fingurbrjót kallar Hjörleifur Guttormsson þessi vinnubrögð.

Nafnlaus sagði...

Öllu skal fórnað og öllu skal til tjaldað til að komast aftur til valda. Það er ótrúlegt að fólk sjái ekki í gegnum þetta leikrit sem hefur verið sett á svið af sjálfstæðisflokknum, Arkitektum Icesave.

Hjörtur Hjartarson sagði...

Það mun vera þekkt aðferð að skuldbinda fólk meðan það er í sjokki. Í því ljósi verður að skoða yfirlýsingu Geirs H. Haarde 8. október 2008.

Nú eru samningaumleitanir hafnar að nýju. Þá ber íslenskum stjórnvöldum að halda til haga því sem gagnast hagsmunum almennings á Íslandi fremur en því sem kemur til góða pólitískum skammtímahagsmunum hollenskra og breskra stjórnvalda.

Það er lágmark að stjórnvöld á Íslandi sæti lagi og leggi sig fram um að bæta fyrir hroðalega framgöngu í icesave-hneykslinu. Ríkisstjórnin á reyndar líf sitt að leysa:
http://dagskammtur.wordpress.com/2010/01/23/icesave-samningar-a-nyjum-grunni/

Nafnlaus sagði...

"Í yfirlýsingu Geirs Haarde forsætisráðherra 8. október 2008 í kjölfar þess að Bretar tryggðu innistæður kom m.a. fram : "Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár."

„Hafa verður í huga þegar yfirlýsingar ráðamanna á þessum tíma eru metnar að þær voru gefnar áður en fyrir lá að allir stóru íslensku bankarnir lentu í greiðsluerfiðleikum. Þegar bankarnir féllu allir nokkurn veginn samtímis vöknuðu því spurningar um hvort og þá hvernig evrópskum tryggingakerfum innstæðna væri ætlað að taka á slíkri aðstöðu."

halldor sagði...

Rakst á ágætt yfirlit um Icesave-söguna í BA ritgerð frá því í fyrrasumar:

http://hdl.handle.net/1946/3657

Nafnlaus sagði...

Þú vilt láta Breta og Hollendinga
ríða okkur í rassgatið,
þar að auki ósmurt
Sei sei, skamm.

Guðmundur sagði...

Ég hef í allmörgum pistlum sagt að ég vilji ekki greiða Icesave. Landsbankinn átti að gera ráðstafnir fyrr.

Íslenska ríkistjórnin átti að taka á málinu fyrr.

En nú eru stjórnmálemm búnir að koma okkur í fullkomlega vonlausa stöðu þar sem valkostir eru fáir og allir mjög slæmir.