mánudagur, 11. janúar 2010

Svíar um stöðu Íslands

Almenningur á Íslandi verður að gera sér grein fyrir, að ef Icesavelögin verða felld í þjóðaratkvæði verður litið svo á víðast hvar að Ísland sem land svíkist undan skuldbindingum sínum og að íslendingum sé í engu treystandi. Þetta segja leiðarahöfundar Expressen og Dagens Nyheter.

Ef íslenska þjóðin ákveður að fella samninginn við Breta og Hollendinga. Af hverju eiga svíar þá að lána þjóð sem ekki stendur við alþjóðlegar skuldbindingar og borgar ekki skuldir sínar 120 milljarða króna. Segir Expressen í leiðaranum Island Krisland

Ef Ísland vill ekki standa við skuldbindingar sínar, er spurning hverjir vilji yfir höfuð eiga viðskipti við land sem hleypur frá skuldum sínum. Leiðari Dagens Nyheter

14 ummæli:

Unknown sagði...

Myndu þessir leiðarahöfundar taka þessa afstöðu ef þeirra eigið land ætti í hlut? Teldu þeir eðlilegt að Svíþjóð stæði við skuldbindingu sem næmi 12.000 evrum á hvert mannsbarn í Svíþjóð og væri byggt á siðferðislega röngum grunni og gölluðu regluverki? Það held ég ekki. Mér finnst afstaða norðurlandanna í þessu máli nánast óskiljanleg þar sem við fáum mun meiri samúð frá þeim þjóðum sem við eigum einmitt í deilum við.

Nafnlaus sagði...

Alveg hárrétt. Og ef Ísland borgar ekki Icesave, þá sæki ég um erlendan ríkisborgararétt, því að þá vil ég ekki tilheyra þjóð sem ekki er treystandi.

Nafnlaus sagði...

þú segir fréttir. Hvernig væri að útskýra fyrir svíum að við séum ekki að hlaupa frá skuldum okkar? það voru sett hér lög í september í fyrra með efnahagslegum fyrirvörum sem meirihluti á Alþingi samþykktu. Þau eru í gildi og það ætti ekki að vera mikið mál að sýna svíum sem og öðrum fram á það ásamt því að rökstyðja tilgang þessara fyrirvara. Hefði verið ágætt ef ASÍ hefði haldið þeim rökstuðning á lofti í staðin var gott tækifæri til að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri eyðilagt - formaður ASí þjáist af stockholm syndrome eins og meirihluti alþingis.

Nafnlaus sagði...

Þú velur enn og aftur að taka undir þennan söng. Skoðaðu frekar hvað Breska pressan hefur óvænt gert eftir að Forseti vor vísaði þessu´til þjóðarinnar. Þar eru ýmislegir hlutir að gerast sem eru okkur mjög til framdráttar !

Uppgjafar liðið vill samþykkja ICESAVE byrðarnar möglunarlaust til þess eins að koma okkur inní ESB APPARATIÐ eins og hverjum öðrum böglapósti!

Nafnlaus sagði...

"Guðmundur - þetta sjónarmið er ekki vinsælt núna. Þetta er kallað hræðsluáróður og er víst hættulegt þjóðernisvitnund þjóðarinnar."
SA

Nafnlaus sagði...

Já það segir okkur svo mikla sögu um stöðu okkar hver viðbrögðin eru ef bent er á eitthvað sem sumir vilja ekki heyra. Engin sem ég þekki vill standa skil á þeirri óværu sem fyrri ríkistjórnir í sinni öfgafullu hægri sveiflu hafa leitt yfir Ísland.

Og þeim sem studdu þá líður illa og þola ekki að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna.
Fyrrv. sjálfstæðismaður

Nafnlaus sagði...

Já fyrrv. sjálfstæðismaður
Þeir hamast við smjörklípuna sína xD því þeir þora ekki að fá upp umræðuna um sín eigin verk. Betra að hamast á Icesave
Nonni

Nafnlaus sagði...

Þó þessi hópur átti sig á því hvert hann leiddi þessa þjóð mun hann ekki taka ábyrgð á neinu. hvorki upprunalegu skuldbindingunum né afleiðingum gjörða sinna í kjörklefanum.

Nanna

Nafnlaus sagði...

Einnkennileg viðbrögðen svo fyrirsjáanleg. Guðmundur bendir á hvernig umræðan er í Svíþjóð og þá er hann orðinn landráðamaður. Hvert er þessi umræða kominn????
#12

Nafnlaus sagði...

Með aðild sinni að EES-samningnum gerðist Ísland hluti af innri markaði Evrópu. Samkvæmt tilskipunum ESB sem Ísland hefur tekið upp með lögum frá Alþingi gildir eftirfarandi:

Banki sem er með höfuðstöðvar í EES ríki stofnar útibú í öðru EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkisins, þar sem höfðustöðvar bankans eru.

Banki sem er með höfuðstöðvar í ríki utan EES stofnar útibú í EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs gistiríkisins, þar sem útibúið starfar.

Ljóst er af þessu að þar sem Ísland er EES ríki féllu skyldur vegna trygginga á innlánum í útibúum íslenskra banka í öðrum EES ríkjum á íslenska tryggingasjóðinn. Þótt meginreglan sé einnig sú að eftirlit með því að fjármálastofnun geti greitt út innlán hvíli á heimaríki hefur af hálfu Íslands samt sem áður verið bent á að eftirlitsstofnanir gistiríkis séu ekki undanþegnar eftirlitsskyldum," segir í tilkynningunni.

„Samkvæmt tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi sem Ísland hefur tekið upp er það skylda sérhvers aðildarríkis EES að tryggja að á yfirráðasvæði þess sé komið á fót innlánatryggingakerfi, sem nái til fjármálastofnana með höfuðstöðvar í því ríki sem og útibúa þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin kveður skýrt á um að útibú í öðrum aðildarríkjum EES falli undir innlánatryggingakerfi heimaríkisins," segir ennfremur.

Demetrius

Héðinn Björnsson sagði...

Ef við segjum nei verðum við að lifa við afleiðingarnar af því og ef við segjum já verðum við að lifa við þær afleiðingar. Hvor niðurstaðan sem verður mun hafa afleiðingar og þær verða ekki neitt smotterí.

Ef við gætum keypt okkur undan ríkisábyrgðinni á nokkur hundruð miljón Evrur væri alveg hægt að lifa við þetta en eftir gjaldþrot seðlabankans er óábyrgt að samþykkja galopinn samning. Sé það ekki hægt verðum við að lifa við að ná ekki samningi.

Nafnlaus sagði...

Það sem Guðmundur gleymir er að sænskir bankar eru lánardrottnar nokkurra ríkja við Eystrasaltið, sem eru mjög skuldugar. Svíar hafa því mikilla hagsmuna að gæta, að þjóðir byrji ekki á að endursemja um skuldir sínar. Reyndar er þessum skuldum ekki saman að jafna, því þær skuldir þar um ræðir voru notaðar til uppbyggingar í löndunum við Eystrasalt á meðan peningarnir, sem Landsbankinn tók eru að nær öllu leyti erlendis.

Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðmundur sagði...

Án þess að það skipti einhverju, þá eru þetta leiðarar úr tveim að mest lesnu sænsku blöðunum. Ég skrifaði þá ekki, mér fannst efni þeirra eiga erindi inn í umræðuna. Þeir lýsa ákaflega vel þeim viðhorfum sem ég hef mætt á norrænum fundum allt frá miðju árinu 2008, það er fyrir Hrun og hef margoft lýst í pistlum mínum.
Semsagt ég er ekki gleyma neinu og þetta eru ekki mínar skoðanir.
Kærar kv GG

Nafnlaus sagði...

En ég held líka að Svíar viti ekkert eða minna en það um Icesave. Okkar málstaður hefur nefnilega verið illa kynntur utanlands. Því miður. Ríkisstjórnin hefur hent frá sér öllum vopnum í þessu máli og hreinlega talað máli Breta og Hollendinga.
Hendum inn í sænska fjölmiðla nokkrum greinum, viðtölum, auglýsingum og einhverju sem útskýrir okkar stöðu, bæði lagalega og ekki síður siðferðilega, gott líka að minnast aðeins á EES regluverkið. Kíkjum svo á leiðarana.