laugardagur, 6. mars 2010

Af hverju ekki alvöru þjóðaratkvæðagreiðslu?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd, mest allan lýðveldistímann og framsókn með þeim stóran hluta af þeim tíma. Oft hafa komið upp kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál, en þessir flokkar sáu aldrei þörf á a verða við þeirri kröfu.

Þegar forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum töldu þeir sig ekki þurfa að fara eftir stjórnarskránni heldur afnumdu löginn, þeir vildu ekki að þjóðinni opnaðast sú sýn að þessi leið væri í raun greið, þeir vildu koma í veg fyrir að valdið væri fært til almennings.

Í fyrravor lagði stjórnin fram frumvarp til breytinga á stjórnarskránni þar sem m.a.voru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðismenn stöðvuðu það mál með málþófi. Skömmu eftir kosningar lögðu Sjálfstæðismenn til að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn um aðild af ESB.

Nú er verið að kjósa um mál þar sem annar hluti spurningarinnar sem kjósa á um er úreltur og því ekkert að kjósa um. Þá eru sjálfstæðis- og framsóknarmenn allt í einu orðnir hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslum. Jóhanna hefur bent á að með þessum farsa og vitleysu sé vísvitandi verið að ófrægja ímynd þjóðaratkvæðagreiðslu og með því stuðlað að því að krafan um stjórnlagaþing og aukið lýðræði verði undir í umræðunni.

Á kaffistofu þar sem ég var nýverið hrópaði ein konan að hún ætlaði ekki að greiða skuldir óreiðumanna og ætlaði því að segja nei. Henni var bent á að þessar kosningar snerust ekki um það, það væri viðurkennt að Ísland myndi borga, heldur væri nú verið að kjósa um nokkrar orðalagsbreytingar á Icesave-lögunum frá því í ágúst og stjórnandstaðan hefði hafnað frestun þar sem kosið yrði um nýjan hagkvæmari samning.

Þrátt fyrir þessa staðreynd liggur það fyrir að allmargir virðast telja að kosningin snúist um að við ætlum ekki að borga Icesave skuldina. Reyndar hefur það komið fram sumstaðar þar sem ég hef komið að sumir telja sig vera að kjósa gegn ESB og aðrir segjast vera fella þessa fokking ríkisstjórn.

Það má færa fyrir því allnokkur rök að höfnun stjórnarandstöðunnar á frestun, sé einmitt sú að þá væri öllu fólki orðið ljóst að verið væri að kjósa um samning, sem núverandi samninganefnd væri búinn að samþykkja og í henni eru fulltrúar stjórnarandstöðunnar. Þá færi fram alvöru þjóðaratkvæðagreiðsla, það er einmitt það sem þeir vilja alls ekki.

Hver verða viðbrögð fólks þegar það uppgötvar að stjórnarandstaðan hafði það að ginningarfíflum með stærstu smjörklípu sem hrærð hefur verið saman?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er auðvitað allt hárrétt athugað. Það sem gerir mann nánast þunglyndan er að á þetta hefur nú verið bent lengi; að kosningarnar snúist ekki um að borga ekki skuldir óreiðumanna, en alveg sama hvað sagt er: Fólk situr við sinn keip hvað þetta varðar. Hvað veldur þessari þrákelkni og heimsku?

Kveðja,
Jakob

Nafnlaus sagði...

Sverrir

"Segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert".

Framvarðasveitin sem blæs í herlúðrana vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar samanstendur af Sigmundi Davíð, Bjarna Ben, Ólafi Ragnari, Davíð Oddssyni, Hannesi Hólmsteini og Arnþrúði Karlsdóttur og Ögmundi "stuðningsmanni ríkisstjórnarinar!".

Þetta er samsafn af auðkýfingum og klappstýrum þeirra og einum undirhyggjumanni sem hyggst nota málið sér til pólitísks framdráttar.

Þetta lið notar InDefence fyrir sitt skálkaskjól og tefur fyrir uppbyggingu atvinnuvega eftir því sem það hefur getu til.Felli mig ekki við þennan söfnuð og fæ hroll hvert sinn sem mér dettur hann í hug.

Þetta heiðursmannalið hvetur til kosninganna. Megi það eiga þær fyrir sjálfa sig.

Nafnlaus sagði...

hárrétt greining
Guðmundur Rúnar

Nafnlaus sagði...

Góður pistill eins og flest sem þú skrifar Guðmundur. Þessar kosningar eru einhver hrikalegasta smjörklípa sem maður hefur orðið vitni að.

Bestu kveðjur

Magnús

Nafnlaus sagði...

Einn munur er á þessu að fjölmiðlalögin voru afturkölluð(því miður)en ekki þessi ólög sem vinstra liðið samþykkti á síðasta ári,ef þú hefðu nú séð sóma sinn að afturkalla þessi lög um Icesave og væru með einhvern samning í höndum þá liti þetta betur út.En það er engin betri samningur á leiðinni.

Nafnlaus sagði...

Hvar er sjálfsvirðing þessarar þjóðar. Þeir lána okkur pening svo við getum gert gott úr skaðanum.
Hvað gerum við? Við prúttum og þrösum og til að kóróna skömmina mætum við með amerískan stjörnulögfræðing til að reyna að sleppa billega. Ekki vottur af auðmýkt eða þakklæti.