mánudagur, 8. mars 2010

Kveinstaðaorðræðan

Ég var einn þeirra 40% kjósenda sem ekki mættu á kjörstað. Ástæða þess var byggð á tveim þáttum, ég áttaði mig ekki á því um hvað væri verið að kjósa. Já kom ekki til greina, þar sem fyrir lá að gerður yrði nýr og hagkvæmari samningur. Og reyndar á sömu ástæðum ekki var raunsætt að segja nei við samning sem fyrir lá að yrði ekki brúkaður.

Hún ástæðan og sú sem viktaði þyngra, var að ég óttaðist að hinir óprúttnu spunameistarar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben myndu túlka hina fyrirsjáanlegu niðurstöðu á þann veg að þar sem ekki væri hægt að segja Nei við samning sem ekki væri til, þá lægi það í augum uppi að nei þýddi samstaða við þá og málflutning þeirra.

Við þessi 40% vorum óspart hædd að tvíburabræðrunum og skoðanabræðrum þeirra. Nú er komið svo glögglega komið fram að ótti okkar var réttur, og margir þeirra sem fóru á kjörstað og krossuðu við stóra feita Neiið dauðsjá eftir að hafa látið hafa sig að ginningarfílfum.

Sú umræða sem stjórnandstaðan hefur rekið með góðum stuðning Ögmundar og félaga hefur réttilega verið nefnd kveinstafaorðræðan. Þar er ýtt til hliðar heilbrigðum spurningum og umræðum snúið upp í þjóðernisrembing.

Þeir sem ekki fallist á þá túlkun að Íslendingar beri ekki ábyrgð á Icesave, séu föðurlandssvikarar. Fréttaflutningur hefur einkennst að því að Ísland neiti að borga skuldina og athygli beint að meintri ósanngjarnari meðferð sem við höfum fengið.

40% hópurinn benti á að niðurstaða fyrirsjáanlega um að þeir sem myndu mæta myndu segja nei breytti engu um hvað næst gerðist, og myndi einfaldlega setja málið í enn erfiðari stöðu, og það er staðan í dag. Deilurnar eru komnar á enn harðara plan og við búin að koma okkur í þá stöðu að vera að semja um það sem að okkur er rétt, bara til þess að komast upp á yfirborðið og þá er eftir að synda í land.

29 ummæli:

TH sagði...

Hefur það ekki hvarflað að þér að fólk geti myndað sér skoðun án atbeina stjórnmálamanna?
Getur þú bent mér á einhverja sameiginlega ályktun þessa 40% hóps?
Ég get bent þér á niðurstöðu 63% kosningabærra manna.

Guðmundur sagði...

Heyrðu, pistillinn fjallar um kvartanir almennings undan því að stjórnmálamenn séu að nýta sér ákvörðun fólks sem einmitt taldi sig vera að kjósa án afskipta stjórnmálamanna

Nafnlaus sagði...

Þú mælir manna réttast.
Ég sat líka heima og einmitt nákvæmlega af þeim ástæðum sem þú nefnir í pistli þínum. Ég var fyrir löngu búinn að átta mig á því að fyrir stjórnarandstöðunni vakti einungis það eitt að klekkja á ríkisstjórninni, sama hversu gott samningstilboð lægi fyrir í síðustu viku.
Nú reynir á að sækja fast fram um að þjóðin fái að kjósa um kvótann.
Ég hlakka til að sjá upplit Sjalla þá og hvernig þeir ætla að bregðast við því.

Nafnlaus sagði...

TH.
Það sem kjósa átti um var eingöngu einn valkostur að mínu mati án þess að nokkur stjórnmálamaður kæmi þar að og segði hvað mér bæri að gera. Þetta er val hvers og eins í lýðræðislegu þjóðfélagi.

Guðmundur sagði...

Hér koma einmitt fram viðbrögð Bjarna

http://blog.eyjan.is/lillo/2010/03/07/um-hvad-aetti-ad-kjosa-spurdi-bjarni-forvida/#comments

Guðmundur sagði...

Málið snýst ekki um það TH, það snýst um túlkun formanna stjórnarandstöðunnar í gær m.a. í Silfrinu þar sem þeir eigna sér öll Neiin. Segja að allir sem sögðu Nei séu andstæðingar ríkisstjórnarinnar. Þetta hefur komið mjög víða fram á umræðunni seinni partinn í gær og ekki síður í dag.

Nafnlaus sagði...

Ég sit í yfirkjörstjórn í einu kjördæmi landsins og datt ekki í hug taka þátt í þessari vitleysu. Ég veit að allir hafa einhvern tímann unnið við eitthvað sem þeim finnst fullkomlega tilgangslaust og eintóm tímasóun. Þannig leið mér við að vinna við þessa kosningu. Það er nánst sorglegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins Íslands skuli hafa fjallað um ekki neitt - lög sem á að viku liðinni hvort eð er að fella úr gildi

Nafnlaus sagði...

Í mínum huga er það skilda hvers íbúa lýðræðisríkis að mæta á kjörstað.

Það hefði verið miklu sterkari leikur fyrir 40 prósentin að mæta og skila auðu.

Guðmundur sagði...

Það sem ég er að tala um er að það eru allnokkir sem túlka það að allir sem sögðu Nei undantekningalaust í liði með Sjálfstæðismönnum og Framsókn og þessi rflokkar værui komnir með 60% fylgi.

Í dag eru mjög margir sem segja,

"Ég mætti á kjörstað til þess að mótmæla Icesave, en ég sé eftir því núna vegna þess að nú eru mér gerðar upp þær skoðanir að hlusta á að mitt Nei hafi ekki verið til þess að mótmæla Icesave heldur að ég sé í einhverjum stjórnarandstöðuflokki sem ég vill sko sannarlega ekki vera á nokkurn hátt tengdur við."

Nafnlaus sagði...

TH: Það er rétt að halda því til haga að sameiginleg ályktun 63% kosningabærra manna liggur ekki fyrir. Með 93% NEI ertu með sameiginlega niðurstöðu rúmlega 58% kosningabærra manna. Nógu há tala til að það þurfi ekki að ýkja hana.

Ég þurfti að hugsa mig um hvort ég vildi fara á kjörstað og skila auðu, eða sitja heima. Ég var mjög óánægður með kosninguna, taldi að henni ætti að fresta uns útséð væri hvort núverandi samningalota skilaði árangri. Fannst það skrípaleikur að kjósa um samning sem búið var að slá af borðinu.

Niðurstaða mín var loks sú að með því að mæta á kjörstað og skila auðu væri ég að styðja kosninguna, sem ég gerði ekki. Get ekki séð að slíkt sé borgaraleg skylda mín.

Halldór

Nafnlaus sagði...

Búið er að girða fyrir alla möguleika til að semja um IceSave.

Forseti Íslands stendur núna frammi fyrir því að þurfa að senda alla samninga um IceSave í þjóðaratkvæði vegna fyrri rökstuðnings.

MMR var að gera skoðanakönnun sem sýnir að um 60% Íslendinga vilja ekkert borga vegna IceSave.

Það þarf að gera forsetann skaðlausan sem fyrst vegna þess að hann er búinn að afnema þingræðið með fyrri ákvörðunum sínum.

Sverrir

Nafnlaus sagði...

Ég mætti og skilaði auðu, því ég vildi mótmæla þessari kosningu, sem kaf mér engan kost ( við sumum spurningum eru fleiri svör en bara já eða nei)og fannst þetta ein leiðin til þess. Hin leiðin, að mæta ekki, hefur verið úthrópuð sem svik við lýðræðið. Hvurslags bull er þetta, það ER AFSTAÐA að mæta ekki.

Guðmundur sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Ég var líka í þessum 40% hópi af nákvæmlega sömu ástæðum og Guðmundur Gunnarsson
Jenný

Hans Haraldsson sagði...

Það er rétt að halda því til haga að í þessum 40% hópi eru engin 40% því kjörsókn er aldrei 100%. Í síðustu þingkosningum var hún t.d ca. 85%.

Ef við miðum við það þá voru um 25% atkvæðisbærra manna heima í fýlusetu á meðan að 58% mættu á kjörstað og sögðu nei.

Hefðu þeir óánægðu mætt á kjörstað þá hefðu úrslitin semsagt orðið í kring um 70/30 sem er einmitt það sem kannanir bentu til á meðan að gamli samningurinn var á borðinu.

Nafnlaus sagði...

Það sem hefur skeð, að mínu mati, er að búið er að fóðra málið þannig með massífu própaganda og upphrópunarumræðu í langan tíma, að sór hluti fólks er með það innprentað í sig að verið sé "að fara voða illa með íslendinga" o.s.frv og leit á það sem skylduverkefni að segja "nei"

Sko, flestir hafa engann tíma né áhuga að setja sig inní þetta mál af viti.

Fjölmiðlar á ísl hafa alveg bruðgist - enda flestir undir eignarvaldi eða áhrifum sjalla og framara

Hér má sjá erlent blogg þar sem sá er skrifar hefur sett sig inní málið og er þetta blogg efnismeira en öll umjöllun íslenskra fjölmiðla samanlagt:
http://reservedplace.blogspot.com/

Ómar Kristjánsson

Nafnlaus sagði...

Svo einkennilegt sem það nú er þá neita sumir algjörlega að horfast í augu við það sem verið er að fjalla um í þessum pistli, af hverju sem það nú er.

Allir vita að öll þjóðin er á móti Icesave og myndi kjósa með Nei. Margir töldu að það væri ístöðunni að afsegja Icesave með öllu, en það hefur m.a. komið fram hjá formönnum sjálfstæðis- og framsóknarmanna að það væri ekki inn í myndinni. En samt er þeim kosti haldið á lofti.

Það sem verið er að gagnrýna er framkvæmd kosningarinnar, eða réttara sagt að ekki hafi verið borið undir þjóðina alvöru samningur.

Það sem verið er að gagnrýna er að formenn sjálfstæðis- og framsóknarmanna standa nú gleiðfætytir að túlka það sem svo að allir sem sögðu nei séu fylgismenn þeirra.

Það voru ekki fýlupokar sem voru heima eins og glundroðamenn halda fram og vilja fá að halda áfrma að rífast og valda þjóðinna áframhaldandi skaða

Heldur voru það menn sem vilja ekki með nokkru móti láta blanda sér við Bjarna Ben eða Sigmund Davíð eða allra síst InDefence, eins og farið er yfir í pistlinum.

En þessi hópur er laginn vuið að snúa hlutnum á haus.

Þjóðaratkbvæagreiðsla skilaði engu og við erum í mun verri stöðu, eins og svo glögglega hefur komið fram í viötölum við forsvarsmenn erlendra þjóða í dag.

Nafnlaus sagði...

Þessir útreikningar hjá Hans eru náttúrulega barnalegir. Allir vita eins og Guðmundur hefir svo oft bent á að kosingin var fáránleiki.

Ef allir hefir mætt á kjörstað þá hefðu allir sagt Nei, hverjum hefðu dottið í huga að segja já við samning sem ekki var í gildi. Hvaða bjálfalæti eru þetta.

En það voru svo margir sem hefur ofboðið þessi fáránleiki og ekki viljað láta blanda sér saman við hann. Það er ekki einhver fýla, það er einfalt raunsæi.

Ef við ætlum að komast áfram þurfum við að losna við svona málflutning eins og Hans er með, þá er kannski von til þess að komast upp úr þessu fari.
Úlfur

Nafnlaus sagði...

It is galling to see Iceland's right-wing opposition – which was responsible for presiding over that boom and bust when in office – now leading a populist revolt against the terms of repayment

www.independent.co.uk

Nafnlaus sagði...

Þessi ríkisstjórn hefði vitaskuld getað komið meiru í verk ef sumir stjórnarþingmenn hefðu ekki misskilið hlutverk sitt og ranglega nýtt atkvæði kjósenda til samtaka sinna til þess að þykjast vera eigin flokkur.

Í kreppu eins og núna eru þau vinnubrögð vond. Eðlilegt er að fólk sé ósammála en það verður ekki sleppt og haldið; þeir sem þykjast styðja ríkisstjórn verða að gera það þegar á reynir, annars er ekki um raunverulegan stuðning að ræða.

Núna ættu þeir stjórnarþingmenn sem hafa fylgt ungu milljónamæringjasonunum í stjórnarandstöðunni að sjá svart á hvítu hvað vakti fyrir þessum bandamönnum þeirra.

Það hlýtur að gera þá glöggskyggnari á veruleikann og um leið hlýtur það að glæða vilja þeirra til þess að aðstoða þessa fyrstu vinstristjórn á Íslandi við að gera raunverulegar breytingar á samfélaginu.

Nafnlaus sagði...

Með því að stilla úrslitum kosninganna þannig upp að þau séu vantraust á ríkisstjórnina, er stjórnarandstaðan að reyna að nýta sér atkvæðagreiðsluna í pólitískum tilgangi til þess að rjúfa samstöðuna við samningaborðið um Icesave.

Þar með er ljóst vonlaust er að ná þverpólitískri samstöðu um að ljúka þessari milliríkjadeilu sem stjórnarandstaðan hefur viðhaldið með góðri hjálp hluta VG í nær heilt ár.

Það sem stendur upp úr þessu er að stjórnarandstaðan og fylgifiskar endurtekið vikið sér undan því að axla ábyrgð á nokkurri niðurstöðu og ætlaði sér það greinilega ekki.

Gera verður þá kröfu að stjórnarandstaðan tali núna skýrt, mjög skýrt og ekki síst fylgifiskar hennar.

Takk fyrir góða greiningar
Kristinn Þór

Nafnlaus sagði...

Það er ekkert nýtt af nálinni að hagsmunasamtök og stjórnmálaöfl nýti sér niðurstöður skoðanakannana og kosninga, á þennan hátt, sem BB og SD eru að gera núna; sem er vægast sagt pirrandi.
Ég fór á kjörstað og merkti við nei, af tveim ástæðum. Sú fyrri, það var ekki búið að nema þau lög úr gildi, sem alþingi samþykkti um áramótin, sem að mínu mati, voru okkur mjög óhagstæðir, svo ekki sé nú meira sagt. Seinni, taldi að nokkuð samhljóma skilaboð frá okkur kjósendum, gætu hjálpað stjórnmálaflokkunum að standa saman um samningsmarkmið.
Er enn þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt að mæta á kjörstað, og ennfremur finnst mér að allir flokkar á alþingi eigi nú að sjá sóma sinn í því að standa saman um að semja um þessa skuld og það sem fyrst. Þetta er ekki mál til að efna til nýrra alþingiskosninga útaf.

Nafnlaus sagði...

Forystan getur ekki einu sinni farið á kjörstað og merkt við einfalt "Nei" því þá verður það túlkað sem...???

Þetta stenst engin rök. Meiri forystu, minn rugl, takk fyrir.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur. Er ekki rétt að þú sýnir okkur samninginn sem þú byggir þá skoðun þína á að er betri en sá sem þjóðin hafnaði, og sást þess vegna ekki ástæðu til að kjósa?

Úr Reykjavíkurbréfi.

"Í fyrradag kom reyndar „stjórnmálaprófessor“ fram og sagði að úrtölur Jóhönnu um atkvæðagreiðsluna væru „rökréttar.“ Því Jóhanna hefði réttilega bent á að nú lægi fyrir nýr Icesave samningur, sem hlyti að breyta málinu. Taldi prófessorinn það hins vegar ekki breyta málinu að enginn viti til þess að slíkur samningur liggi fyrir."

http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/1027766/

Gunnar Jónsson

Nafnlaus sagði...

Neiið sem ég meðal annara kaus hefur ekkert með labbakútana að gera sem nú reyna að komast að kjötkötlunum.
Það er lýsandi dæmi fyrir heimsku þeirra að ætla sér þennan stuðning, útúrsnúningar framapotara í pólitík hefur aldrei komið þjóðinni til góða og það á ekki eftir að breytast.

Það er hægt að túlka ýmislegt út úr niðurstöðunni eins og t.d. það að íslendingar vilji ekki borga fyrir einkafyrirtæki en það sem mér finnst standa uppúr sem niðurstaða er það að kosningin er áfellisdómur um kerfið sem komið var á af sjálfstæðismönnum og vill stöðugt láta almenning pumpa peningum til sérvaldra sama hversu vitleysislega þeir hafa hagað sér.

Nú sjáum við svart á hvítu hvernig það kerfi er byggt upp aftur innan úr bönkunum sem búið er að einkavæða aftur eftir búið er að moka í þá peningum almennings án þess að við fáum rönd við reist, auðvitað verða menn brjálaðir ef ekkert breytist og neita með öllu að borga nokkurn skapaðan hlut.

Nú vilja framsóknar og sjálfstæðismenn kosningar, er ekki réttast að leyfa þeim að fá þær bara ! ég held að það gæti hreinlega verið sterkur leikur að kjósa bara strax og hrunaskýrslan er komin út.
Ég efast um að íslendingar séu svo vitlausir að koma hrunabræðrunum að og núverandi stjórn kæmi sterkari fyrir vikið út úr kosningum, það er einfaldlega ekkert annað í boði.

Kv, Atli

Nafnlaus sagði...

Hvet alla til að drekkja Vafningsmanninum Bjarna og Sigmundi síkáta með tölvupóstum! bjarniben@althingi.is og sdg@althingi.is

"Að gefnu tilefni vil ég undirstrika að NEI atkvæði mitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni var ekki stuðningsyfirlýsing við Sjálfstæðisflokk né Framsókn"
Kolbrún

Nafnlaus sagði...

Skil ekki í þér Guðmundur að vera svara aftur og aftur sömu útúrsnúningunum, mig langar að benda Gunnari á að það kom fram í hverjum einasta fréttatíma alla síðustu viku að á borði samninganefndar tilboða sem væri með 70 milljarða lægri greiðslubyrði en sá samningur sem fór í þjóðaratkvæðagreiðsuna.

Allir íslendingar vita hversu "nákvæm!" umræða í Reykjavíkurbréfi er um Icesave

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus.

Hvar er þá samningurinn sem allar "fréttastofurnar" þínar fjölluðu um og átti að vera svona mikið betri?

Höfðu þær hann undir höndum?

Hefur þú séð hann?

Eina sem ég minnist að hafi komið fram frá Bretum og Hollendingum var einhver tillaga sem var afþökkuð strax af nýju samninganefndinni og stjórnvöldum. Varla vegna þess að hann var óhagstæðari Bretum og Hollendingum.

En auðvitað ætla stjórnarsinnar ekki að læra af reynslunni með að vilja samþykkja óséða samninga og sjá ekki ástæðu að mæta til kosninga. Samningnum sem var hafnað er jú mun betri að þeirra mati og þess vegna dæma þjóðaratkvæðagreiðsluna ónýta fyrir bragði. Óséður eins og Svavars glæsisamningurinn forðum.

Afar billeg smjörklípa samningsspuninn fullyrði ég.

Innlent | mbl.is | 22.2.2010 | 14:11

"Tilboðið ekki ásættanlegt"

"Forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar eru sammála um að tilboð Breta og Hollendinga frá því fyrir helgina sé ekki ásættanlegt eða gott. Sent verður svarbréf vegna tilboðsins sem barst fyrir helgina. Það er þó ekki svartilboð.

Þetta var upplýst var að loknum fundi stjórnar og stjórnarandstöðu sem var að ljúka í Fjármálaráðuneytinu. Í svarbréfinu kemur m.a. fram að allir íslensku stjórnmálaflokkarnir séu ósáttir við tilboðið."

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/22/tilbodid_ekki_asaettanlegt/


Steingrímur sagðist í viðtali eftir að meint "betra" tilboð lá fyrir að hann ætlaði samt að segja JÁ - við glæsisamningi Svavars. Og hverju skildi nú valda ef hann hafði betra tilboð eins og þið viljið meina. Hann hefur jú ítrekað fullyrt að sá glæsilegi er sá langbesti sem völ er á, gott ef ekki sem gerður hefur verið í allri veröldinni.

Held að fólk ætti að vera farið að læra af biturri reynslunni, að þegar stjórnmálamaður opnar munninn, sama hvers flokks er, eru mun meiri líkur á að það er gert til að ljúga en ekki.

Þið afsakið að ég komi inn sem partý spillir og taki ekki þátt á viðurkenndan hátt í grát og hallelújasamkomu Já - ara og stjórnarvina.

Gunnar Jónsson

Nafnlaus sagði...

Reuters birtir í dag ítarlega greiningu á þeim möguleikum sem eru til staðar í Icesavedeilunni.

Nefnir Reuters þrjá möguleika, nýr samningur á næstu dögum eða vikum, nýr samningur eftir nokkurra mánaða töf og enginn samningur.

Reuters segir að síðastnefndi möguleikinn væri sá langversti í stöðunni, einkum fyrir Íslendinga.

Hvað varðar nýjan samning á næstu dögum segir Reuters að tvennt komi til. Annaðhvort að Bretar og Hollendingar veiti frekari tilslakanir á lánakjörum sínum og hinsvegar að hægt sé að sannfæra íslensk stjórnvöld um að taka tilboðið sem þegar liggur fyrir og reyna að koma því í gegnum Alþingi.

Reuters nefnir að Seðlabanki Íslands spái því nú að landsframleiðslan á Íslandi muni dragast saman um 3,4% í ár og að þá sé ekki gert ráð fyrir að fjárhagsaðstoð í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) muni tefjast um lengri tíma. Því sé hagur Íslands af snöggum samningi augljós.

„Með nýjum samningi geti Ísland horft framm á að aðstoð berist og landið getið einbeitt sér að því að laga efnahagslíf sitt," segir á Reuters.

Hvað varðar nýjan samning eftir nokkurra mánaða töf segir Reuters að slíkt muni valda Íslandi meira tjóni en ella. Bent er á að kosningar eru framundan í bæði Bretlandi og Hollandi í vor og stjórnarmyndun í báðum löndum gæti dregist fram eftir sumri.

Reuters bendir á að lánshæfiseinkunn Íslands sé þegar í ruslflokki hjá einu matsfyrirtæki og á leið þangað hjá öðrum. „Ísland og fyrirtæki landsins munu lenda í erfiðleikum með að afla sér lánsfjár erlendis frá," segir Reuters sem nefnir að þar að auki myndu möguleikar Íslands á að ganga í ESB minnka. Hollendingar hafi þegar tengt Icesavemálið við aðildarviðræðurnar.

Þá kemur fram að töf á niðurstöðu í Icesave svo mánuðum skiptir myndi hafa mikil áhrif innanlands á Íslandi. Sá möguleiki að enginn samningur náist mun hafa nánast skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland að mati Reuters en þessi möguleiki er talinn sá ólíklegasti í stöðunni.

Landið muni lokast frá alþjóðamörkuðum hvað fjármagn varðar sem og aðstoðinni í gegnum AGS og engar líkur væru á að hægt yrði að endurreisa efnahagslíf landsins. Hætta yrði við allar stórframkvæmdir vegna skorts á fjármagni.

Ísland muni lendi í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar seinnihluta ársins 2011. Raunveruleg hætta yrði á þjóðargjaldþroti eða greiðslufalli hjá ríkissjóði. Þetta myndi gera efnahagsstöðu landsins veika á komandi árum.