sunnudagur, 23. maí 2010

Burt með þetta lið

Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við góðu gengi Besta flokksins eru öll á einn veg. „Þetta eru skýr skilaboð frá kjósendum sem við í verðum að taka alvarlega.“ En hafa flokkarnir tekið þessi skilaboð alvarlega?

Það hefur allavega ekkert gerst eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom fram. Stjórnmálamennirnir ætla að fara sína venjubundnu leið. Öll munum við eftir ummælum Birgis Ármannss og Sigurðar Kára þingmanna sjálfstæðismanna í fjölmiðlum, þegar almenningur mótmælti eftirlaunalögum Davíðs. „Jú, jú þau mótmæla, en þetta gengur yfir, almenningur hefur ekkert úthald. Þetta eru bara skrílslæti.“

Ekkert hefur verið gert vegna styrkjamála Steinunnar Valdísar, Gísla Marteins og ofurstyrkja Guðlaugs Þórs. Sjálfstæðismenn hafa ekki enn birt nöfn þeirra sem styrktu þá. Almenningur krefst þess vitanlega þingmenn geri hreint fyrir sínum dyrum áður en gengið er til kosninga.

Mörgum eru vel í minni ummæli og blaðagreinar Ragnheiðar Elínar þingmanns sjálfstæðismanna á Suðurlandi og ókrýndrar þrætubókardrottningar Alþingis ásamt fleiri fyrrverandi stjórnarþingmanna þingmanna, þar sem þrætubókarlistinni er beitt til þess að víkja sér undan því að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þrætt hefur verið fyrir að það sé efnahagstefna og eftirlitsleysi fyrrv. ríkisstjórna sem sé helsta ástæða þess hvernig komið sé fyrir íslenskri þjóð.

Ragnheiður Elín þrástagast á því ásamt samþingmönnum sínum að það sé við „óvinveittar þjóðir að sakast.“ Allur málatilbúnaður hennar og fylgdarsveinum einkennist af barnlegri þrætubókarlist og getuleysi. Þau voru aðalleikendur í að skapa það svigrúm sem fjármálaglæpamennirnir þurftu. Hún og meðþingmenn hennar voru meðvirkir viðhlæjendur, en hafna því að eitthvert þeirra eigi að segja af sér. Siðblinda.

Öll munum við á hvaða forsendum síðustu tvennar kosningar þær fóru fram. Í ljós er komið að þessir þingmenn fóru þá vísvitandi með ósannyndi. Staða þjóðarbúsins var ekki eins góð og haldið var fram í kosningum 2007. Þáv. stjórnarþingmönnum átti að vera það ljóst, ef svo væri ekki, þá blasir við að þau eru fullkomlega ófær til þingmennsku vegna skilningsleysis á efnahagsmálum.

Aðilar vinnumarkaðs, lífeyrissjóðir og venjulegir heimilisrekendur hafa gefist upp á ríkisstjórninni og hinni aulalegu umræðu sem fram hefur farið á Alþingi undir forystu stjórnarandstöðu og hluta stjórnarþingmanna. Svo maður tali nú ekki um getuleysi ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við að koma í gegn grundvallarmálum og takast á við fjárlagagatið.

Enn eina ferðina að ráðast gegn fyrirtækjum og launamönnum á almennum markaði og víkja sér undan því að takast á við rekstrarvanda ofvaxins ríkisbákns. Hvað með þær hundruð milljóna kr. sem þingflokkarnir hafa með sjálftöku skenkt sér úr ríkissjóð eða sjálftöku í lífeyrissmálum fyrir útvalda opinbera starfsmenn?? Skuldir ríkissjóðs vegna þessa nema nú um 600 MIA

Skilaboðin eru skýr; Allir þingmenn eiga að segja af sér og boða á til kosninga seinni hluta sumars, ekki kemur til greina að mynda aðra ríkisstjórn úr þeim þingmönnum sem nú sitja á þingi. Þjóðin er búin að fá nóg, einungis tíundi hver Íslendingur ber traust til Alþingis.

Sjálfstæðismenn grípa til venjubundinna viðbragða; Hræðsluáróðurs og undirliggjandi rógs gegn andstæðingum. En hingað til hafa öll viðbrögð fjórflokksins orðið til þess að Besti flokkurinn fær sífellt meira fylgi. Þetta vita allir sem fara um á kaffistofum vinnustaðanna, en stjórnmálamenn neita að horfast í augu við þessa stöðu.

Þriðjungur borgarfulltrúa fjórflokksins frá 2006 hafa hætt í borgarstjórn. Fjórir meirihlutar hafa verið í borgarstjórn á kjörtímabilinu og fjórir borgarstjórar. Hanna Birna ásamt sínum borgarstjórnarmeirihluta voru virkir þátttakendur í þeim óhreinu leikfléttum, í hverju einasta bakherbergi Ráðhússins, sem eru að enda með Magma skelfingunni.

Væntanlegir borgarfulltrúar Besta flokksins eru klárlega ekki verri en núverandi borgarstjórn og hefði örugglega verið tekið fagnandi inn á lista fjárflokkanna. Einnig er víst að þeir hafa nóg af góðu fólki til þess að koma að nefndarstörfum, skipulagsmálum og stjórnarsetu t.d. í Orkuveitunni.

Við kjósendum í Reykjavík blasir hringavitleysan í skipulagsmálum og velferðarmálum. Svo maður tali ekki um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru búinn að nýta Orkuveituna sem einkaleikvöll. Hvaða heilvita manni dettur í hug að taka tæpan milljarð út úr fyrir tæki sem berst í bökkum? (Svarið er tvíburabræðurnir = íslenskur stjórnmálamaður og útrásavíkingur.) Hátterni þeirra getur ekki leitt til annars en að stórhækka verður orkuverð undir fagnaðarlátum erlendra eigenda íslenskrar orku.

Svör stjórnmálamanna eru hræðsluáróður, Morfísútúrsnúningar, skítatrykk og trúin á að minni kjósenda sé ekkert. Burt með þetta lið.

11 ummæli:

Viðar Ingvason sagði...

Hreinsa þarf úr ráðhúsi borgarinnar alla leiguliða mafíunnar. Síðan þarf að rifta öllum þeirra ránsgjörningum og ákæra þá fyrir mútuþægni og brot í opinberu starfi.
Eini gallinn við Jón Gnarr og hans fólk er að þau eru of lin til að refsa þeim er rændu sjóði borgarinnar.

Frú Sigurbjörg sagði...

Amen! Svo á að kjósa fólk á þing í stað flokkaveldis.

skúli Björnsson sagði...

Heyr, heyr!!!!!

Jónína Óskarsdóttir sagði...

Já, burt með þetta lið!

Nafnlaus sagði...

Gæti ekki verið meira sammála
Guðmundur

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega! Vel mælt.

Kveðja,
Jakob

Nafnlaus sagði...

Hey heyr
Hárrétt.

Kosningar strax.

Brjánn Guðjónsson sagði...

Litlu við þetta að bæta. Nema kannski þessu; http://brjann.blog.is/blog/fjas/entry/1058496/

Margrét Rósa Sigurðardóttir sagði...

"Skilaboðin eru skýr; Allir þingmenn eiga að segja af sér og boða á til kosninga seinni hluta sumars, ekki kemur til greina að mynda aðra ríkisstjórn úr þeim þingmönnum sem nú sitja á þingi. Þjóðin er búin að fá nóg, einungis tíundi hver Íslendingur ber traust til Alþingis."
Nákvæmlega!

Nafnlaus sagði...

æ, ég veit ekki, þessi orðræða virkar á mig mjög einkennilega, fólk gerir ráð fyrir því að liðsmenn bestaflokksins sé yfir alla gagnrýni hafnir og það sé vitað mál fyrirfram að þau séu miklu betri en allir aðrir og komi til með að geta séð við öllum vandamálum og sett upp Rétta stefnu. Í alvöru Guðmundur, er eitthvert jafnvægi í þessari umræðu. þetta virkar á mig eins og fjöldaæði þar sem hinn mikilvægi efi er brottrækur úr öllum þankagagni. Það vill til að það eru mörg önnur framboð fyrir utan fjórflokkinn en kjósendur virðast ekki vilja skoða ekki hver eru raunveruleg stefnumál, það kýs fólk bara út á andlitið og vinsældir í skemmtanaiðnaðinum. Það vantar bara að Jón Gnarr stofni trúflokk, þá yrði þessi performans fullkomnaður. ég vil taka fram að ég hef ekkert á móti framboði Bestaflokksins, ég er eingöngu að gagnrýna orðræðuna og múgsefjunina, minnug þess að eitt að því sem kom fram í skýrslunni er að landið er mjög veikt og opið fyrir svona gagnrýnislausum bylgjum þar sem hver tyggur eftir öðrum og yfirvegaðar umræður eru dæmdar úr leik. Fólkið í landinu þarf líka að taka sig í gegn hugarfarslega því þessi tilhneiging lifir góðu lífi enn. Guðmundur,í alvöru, mér finst fyrir neðan virðingu þína að taka þátt í svona gagnrýnislausri umræðu, þó þetta kunni að vera vinir þínir.
bestu kveðjur
Elsa

Nafnlaus sagði...

Finnst þetta fínn pistill að því leyti sem hann snýr að Sjálfstæðis- og framsóknarflokki. Sömuleiðis hvað varðar Steinunni Valdísi en mér finnst að hún hefði átt að rísa úr sæti þegar hún glataði trausti kjósenda og ég tek undir að það er magnað að Gísla Martein og Guðlaug Þór skuli enn ekki hafa verið neyddir til að gefa upp nöfn styrkveitenda sinna.

Það er hins vegar ósanngjarnt að borgarstjórnarflokkur Samfylkingar (og vinstri grænna ef út í það er farið) skuli skammaður jafnt.

Pólitíkin er eins og hópavinna í barnaskóla. Þeir sem voru samviskusamir unnu verkin á meðan slugsarnir brutu rúður. Þegar brotin komust upp sögðu þeir, já við þurfum öll að taka okkur á.

Sjálfstæðismenn hafa dregið pólitíkina á svo lágt að það eru orðnir fáir sem vilja koma nálægt þessu
Úlfur