föstudagur, 28. maí 2010

Einkennileg staða

Það er óneitanlega einkennilegt ef það er rétt að Sjálfstæðismenn séu að vinna á og tapa minna fylgi en Samfylking. Steinunn Valdís hefur sagt af sér en eftir sitja þingmenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, með Guðlaug Þór fremstan í flokki. Allir efstu menn Flokksins neita að gera hreint fyrir fjármálum prófkjöra og stór hluti þingflokkusins er umvafinn fjármálamisferlum með formanninn fremstan í flokki.

Sjálfstæðisflokkurinn er hönnuður þeirra forsenda sem leiddu til Hrunsins og spillingin umlykur Flokkinn frá öllum hliðum. Núverandi borgarstjórnarflokkur Samfylkingar er ekki tengdur þessum málum og hefur einn flokka lagt fram trúverðuga og vel unna áætlun í atvinnumálum.

Sjálfstæðismenn hafa ásamt stjórnarandstöðunni með góðri hjálp Ögmundar tekist að koma í veg fyrir að hægt sé að hefja uppbyggingu hér. Nú virðist stefnt að því að víkja sér undan því að taka á hinu ofboðslega ríkisbákni sem Sjálfstæðismenn og Framsókn komu sér upp með aðför að séreignarsparnaði launamanna og framvísa vandanum yfir á börn okkar.

Framboð Besta flokksins virðist ætla að áorka mun meiru en björtustu vonir þeirra voru um að fá fjórflokkinn til þess að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og fara að vinna að málum af ábyrgð. En margir hljóta að velta því fyrir sér hvað eigi að gera á morgun, en það er einkennilegt ef Sjálfstæðisflokkurinn komi til með að tapa minna en aðrir.

Það liggur fyrir að það er atvinnulífið sem þarf hjálp til þess að komast af stað, við starfsmenn stéttarfélaganna erum þessa dagana að upplifa vaxandi fjölda uppsagna. Fyrirtæki sem eru búinn að reyna að þreyja þorrann í von um að þingmenn taki með ábyrgð á samskiptum við nágrannalönd okkar og uppgjörum á Icesave málum. Sjálfstæðismenn og Framsókn ætla ekki að gera það, þeim er það um megn vegna þess þá verða þeir að viðurkenna þau gríðarlegu skemmdarverk sem þeir eru búnir að vinna með því leikriti sem þeir eru búnir að viðhafa á Alþingi frá Hruni.

14 ummæli:

TómasHa sagði...

Sem betur fer horfir fólk til þess góða starfs sem Hanna Birna hefur staðið fyrir í borginni.

Mönnum finnst líka holur hljómur í afsögn Steinunnar. Það er virðingarvert af henni að segja af sér, en tímasetningin vekur spurningar. Af hverju sagði Steinunn af sér í gær? Hvað breyttist? Komu allt í einu nýjar upplýsingar?

Afsögnin kom eftir að Samfylkingin fékk útreið í skoðanakönnunum.

Það var því ekki vegna þess að hún skammaðist sín, heldur vegna þess að flokkurinn var að tapa í skoðanakönnunum.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta í sjálfu sér ekkert skrýtið. Eru ekki kjósendur (ýmist meðvitað eður ei) að refsa Samfylkingunni og VG fyrir hörmulega frammistöðu í ríkisstjórn síðasta árið?

Nú er ég alls ekki að mæla spillingu og ofurstyrkjum bót, en þegar hinn blóðmjólkaði launaþræll er að missa vinnuna og húsið og æfisparnaðinn á meðan spillingin og skattpíningin grasserar sem aldrei fyrr, þá held ég að honum svíði sárar aðgerðaleysi Jóhönnu og innantómt orðagjálfur Steingríms, frekar en hvort Guðlaugur Þór fékk milljón meira eða minna í styrk frá Landsbankanum heldur en Dagur Eggerts.

Það stefnir í sögulegan ósigur VG og Samfylkingar í borginni og það hlýtur að skrifast alfarið á kostnað ríkisstjórnarinnar og flokksformannanna.

Hilmar sagði...

Einkennilegt.
Að árið 2010 skuli enn fyrir finnast flokks-pólitískir verkalýðsleiðtogar.

Það ku vera erfitt að þjóna tveim herrum.

Líka einkennilegt, ég nenni ekki að spyrja pistlahöfund hvort Samfylking í Reykjavík sé annar flokkur en Samfylking í ríkisstjórn.

Og þó, það er ekkert einkennilegt. Nenni ekki að lesa flokkspólitísk svör.

Nafnlaus sagði...

„Ég merki þónokkuð daður við stjórnleysisstefnu (anarkism) í viðtali Grapewine við Jón Gnarr.“
Jón

Guðmundur sagði...

TómasHa :
Hanna Birna er viðriðin spillinguna við REI og ómerkileg klækjastjórnmál. Auk þess á hún stóran þátt í því hvernig komið er fyrir OR.

Nafnlaus sagði...

„En hefur þetta ágæta fólk aðra yfirlýsta stefnu en að komast í góð laun og bitlinga?“
Einar

Unknown sagði...

Það þyrfti einhver að stíga fram og brýna það fyrir kjósendum að þeir séu EINIR í kjörklefanum.
Feður þeirra, afar, vinir eða vinnuveituendur eru ekki að gægjast yfir öxlina.

Nafnlaus sagði...

Anarkismi er hreint form lýðræðis, þjóðveldið er hugsanlega dæmi um anarkisma. Kannski hið eina sanna íslenska stjórnarform.

Sjálfstæðismenn hafa gott kjarnafylgi, eins og lið í enska boltanum hefur. Þetta er fastur punktur í lífinu sem veitir mönnum sem er illa við óvissu skjól fyrir skoðanaleysi.

Félagshyggjuhliðin hefur lægri bull stuðul en hinn hliðin og því líklegri til þess að refsa sínu fólk. Þetta gleymir fólk á félagshyggjuhliðini stundum, þa

Virgile sagði...

„Að lokum viljum við flytja inn gyðinga til að rétta við efnahagskerfið, því þeir kunna jú að fara með peninga. Ég var að hugsa um að búa til gettó í Skeifunni því þar er svo mikið af búðum.“

DV 22 maí

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki betur séð en skv. skoðanakönnun fréttablaðsins að sjálfstæðisflokkur er að tapa 3 borgarfulltrúm en samfylkingin einungis einum.

Þannig að D er að tapa meiru en S

Nafnlaus sagði...

Sjá myndband hér að neðan.

Steinunn Valdís:
Ég hugsa nú að menn eins og Hannes Smárason og Bjarni Ármannsson muni græða og þessvegna erum við líka með...og svo láta þeir líka mig hafa svo mikið af kúlum............

http://www.youtube.com/watch?v=dblwJHiNW7A

Eyja sagði...

Hilmar minn, er eitthvað skrítið að verkalýðsleiðtogi árið 2010 hafi áhuga á atvinnumálum? Kynntu þér stefnu flokkanna á þeim vettvangi.

Nafnlaus sagði...

Kjósendur eru öðru fremur að senda skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar. Hún hefur einfaldlega staðið sig mjög illa og það brennur á baki almennings. Ísland er ennþá á leiðinni niður í kreppu með auknu atvinnuleysi og minnkandi kaupmætti á næstu mánuðum og líklega misserum. Fólk er einfaldlega fyllt vonleysi yfir ástandinu og stefnuleysinu.

Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að bíta úr nálinni fyrir að hreinsa ekki til í sínum ranni, bæði í þessum kosningum og síðar. En þessar kosningar snúast ekki síst um almennan stuðning við ríkisstjórnarflokkana.

Nafnlaus sagði...

Líklega er Reykjavík nánast eina sveitarfélagið, þar sem sveitarstjórn hefur eitthvert svigrúm eða val til að ráðstafa tekjum og gjöldum. Nánast öll önnur sveitarfélög (nema kannski Hvalfjarðarstrandar/Skilmannahreppur?) hafa eiginlega ekkert val. Lög og reglugerðir binda algjörlega hendur þeirra vegna þess að hlutdeild þeirra í skattheimtunni er búið að ráðstafa fyrirfram af löggjafarvaldinu.