laugardagur, 1. maí 2010

Fín spilling hjá xD

Sé litið umræðunnar undanfarið þá finnst manni bara eðlilegt að Sjálfstæðisflokkur sé spilltur og fái mikla styrki og hægt sé að kaupa þingmenn flokksins. Eins og kemur fram í Skýrslunni þá er ekki heil brú í málflutningi þingmanna flokksins í aðdraganda Hrunsins. Allur málflutningur einkennist af útúrsnúningum, aulabröndurum og þrætubókalist ættaðri úr Morfís keppnum.

Í dag blasir við öllum í dag hversu mikið þekkingarleysi var innan flokksins á efnahagsstjórn og peningastefnu og allt snýst um baráttu um völd og viðhalda óbreyttu umhverfi útgerðar og eignatilfærslum frá almenning til fárra í skjóli krónunnar.

Ef við lítum til umræðunnar nær okkur í dag t.d. um Icesave, þá blasir þetta einnig við, og það sem verra er þingmönnum Flokksins finnst bara í fínu lagi að 18.000 manns séu atvinnulausir og þeim sé að fjölga, þær halda áfram bullræðum sínum um Icesave í þinginu.

Flokkurinn hefur fengið sinn fasta stuðning ákveðins hóps kjósenda þó svo þetta hafa blasað við og hvers vegna ætti hann að breyta til. Allir hjá flokknum hafa það fínt í embættum og á styrkjum. Flokkurinn vill vera gjörspilltur áfram eins og kemur fram í ummælum þingmanna og starfsmanna Flokksins, þeir ætla ekki að breyta um stefnu og það er bara fínt. Þá vitum við hvar spillta fólkið er samankomið.

En maður gerir meiri kröfur til VG og Samfylkingarinnar og Samfylkingin er bara ekki í góðum málum. Hún verður að gera hreint fyrir sínum dyrum og það fljótt. Það þarf ekki einhverja nefnd til þess að skera út úr um þau mál.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skil ekki hvers vegna þú tekur Sjálfstæðismenn eingöngu út úr þessu. Erfitt að gera greinarmun á milli flokkana þegar kemur að spillingu. Held annars að þið RSÍ menn ættuð að líta í eigin barm. Átti leið um höfuðstöðvarnar fyrir nokkru síðan og það er ljóst að þar hefur verið ákveðið að spara ekki eina krónu í að gera skrifstofur starfsmanna sem glæsilegastar. Hver starfsmaður virðiset hafa um 30-40 m2 einkaskrifstofu til umráða. Ekki dugðu venjulegar hurðir heldur hefur verið ákveðið að taka stóra og mikla hleri fyrir líklega fimmfalt verð. Er þetta að mati formannsins eðlileg nýting á fé félagsins. En líklega var þetta gert í góðærinu og þá var annar þankagangur hjá fólki eða hvað?

Guðmundur sagði...

Árið 2000 var ákveðið að flytja skrifstofur RSÍ og lífeyrissjóðsins sakir þess að plássið var of lítið. Þá voru allir fara níður í Borgartún, fermetra verða þa var hátt en við sáum ekki ástæðu til þess að fara þangað félagsmenn ættu fæstur heima niður í bæ. Ákveðið var að fara upp í Stórhöðfa, fermetra verp skrifstofa okkar var lægra fullbúið en það var fokhelt niður í Borgartúni.

Þú ert sá fyrsti sem fettir fingur út í skrifstofur RSÍ, skil reyndar ekki hvers sumir vilja að eignir stéttarfélaga eigi að vera lakar, ég hef skynjað það hjá félagsmönnum okkar að þeir geri kröfur um gæði og vandaðar eignir. Þannig að fjármunum félagsins sé vel varið.

En þetta er líklega venjubundinn smjörklípa hjá þér til þess að komast hjá aþví að ræða innihald pistilsins það er hina ofsafengnu spillingu sem blasri við að hafi þrifist innan Sjálfstæðisflokksins. Ég yfirgaf það skip í lok síðustu aldar þá ofbauð mér máflutningur og stefna flokksins og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun

Nafnlaus sagði...

Fínn pistill. Svo einkennilegt sem það nú er þá virðist það duga sem réttlæting hjá xD fólki að aðrir séu spilltir, það skuldajafnar þeirra fólk og skoðanir

Nafnlaus sagði...

Sú aðferð sem Flokkurinn notar til að verja sjálfan sig er sú að haga umræðunni þannig að allir séu í sama drullupyttinum og þar með sé ekki hægt að greina þá í drullunni. En flokkur þessi kemst ekki undan þeirri staðreind að hann er höfundur þessa ástands sem nú tröllríður húsum og ætla að frýja sig ábyrgð með því að benda á afleiðingar eigin gjörða, breytir engu þar um. Sá sjálfhverfi græðgisandi sem þessi flokkur þjónar og fellur fram og tilbiður er búin að valda nógu miklum usla. En á meðan þriðjungur kjósenda er tilbúin að veita þessum græðgisvædda flokki brautargengi, er lítil von að eitthvað breytist.

Einar Marel

Nafnlaus sagði...

Vá, frábært og málefnalegt innlegg í umræðuna. Þú ert svo sannarlega eitraður pistill!

Nafnlaus sagði...

Heill sé Davíð !!

The party is completely stripped

http://www.youtube.com/watch?v=5J2oIApVryc&feature=related

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Ég áttaði mig ekki á því þegar ég skrifaði þessa "smjörklípu" að ég yrði stimplaður Sjálfstæðismaður. Hið rétta er að ég hef ekki enn fundið mér stað í stjórnmálaflokki þrátt fyrir að vera komin á "miðjan" aldur, efast um að það gerist úr þessu. Ástæða er svipuð því afhverju ég finn mig ekki í trúfélögum. Efast um að Guð (ef til og allt það) hafi séð fyrir sér ríkisstyrkta hómófóbíska smákónga sem mannlega spámenn sína. Stjórnmálaflokkar hika ekki við að selja "hugsjónir" sínar fyrir völd. Þar er enginn greinarmunur gerður á milli flokka. VG gæti ekki myndað stjórn með neinum flokki ef þeir væru undanskildir.
Staðreyndin er sú að verkalýðsfélög og ekki síst lífeyrissjóðir tóku af fullum krafti þátt í þjóðfélaginu eins og það var hérna á fyrstu árum 20. aldarinnar. En samt er öllu snúið uppá einn flokk. Klárlega sá flokkur ásamt framsókn sem sat lengst í ríkisstjórn meðan vitleysan átti sér stað en það vita allir hans hlutverk. Þeir eru núna rétt svo í "skyldufylginu" það mun aldrei fara af þeim og því mikilvægara að einbeita sér að öðrum flokkum og stjórnum lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga.
Þegar ég kom inná skrifstofur Rafiðnaðarsambandsins þá einfaldlega sá ég byggingu þar sem ekkert var til sparað. Það skýtur líka klárlega skökku við að allir starfsmenn sitji í stórum skrifstofum bakvið Mahóný skrifborð í rándýrum leðurstólum. Það er munur á því að kaupa vandaða hluti og að bruðla. Vel má vera að fermetraverðið uppá höfða hafi verið lægra en í Borgartúni en það er varla réttlæting.

Þetta er samt smámál sem svo sem tekur varla að tala um.

Nafnlaus sagði...

Heill sé Davíð !!

The difference between an asylum and SjálfstæðisFLokkurinn is that the latter is run by the inmates !!

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Heill sé Davíð !!

„In unserer Partei gibt es zwei Strömungen. Die erste handelt aus Angst, die zweite aus Überzeugung“ , meint ein hoher Funktionär zu Honecker,

„welche sollen wir bevorzugen?“

„Die aus Angst. Die Überzeugung kann wechseln.“

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

The difference between an asylum and SjálfstæðisFLokkurinn is that the latter is run by the inmates !!

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Níels A. Ársælsson sagði...

Einar K. Guðfinnsson er einmitt gott dæmi um þingmann Sjálfstæðisflokksins sem hagar sér alltaf eins og hann sé í Morfís keppni sem fulltrúi LÍÚ.

Bullar og þvaðrar nær undantekningarlaust 100% gegn sinni eigin sannfæringu og það sem er stórkostlega furðulegt að hann virðist gera þetta meðvitaður um að fylgið hrynur af honum í hvert skipti sem hann lætur í sér heyra varðandi sjávarútvegsmál.

Nafnlaus sagði...

Heimilin í höndum spákaupmanna,,,,

Það er athyglisvert að enginn stjórnmálamaður, eða fjölmiðlar - sér sóma sinn í að tala um lausnir - hvaða lausnir ætla þeir að bjóða þjóðinni sem er á hálf sökkvandi krónufleka - sem er orsök vandans.

Það er ekki hægt að byggja upp traust erlendis með ónýtan gjaldmiðil - eina leiðin er að taka upp evru. Ef ekki er hægt að byggja upp traust - fæst ekki aðgangur að fjármagni - og þá versnar ástandið hér á landi.

Hægt væri að tengjast erm2 og tak upp evru innan 4 ára eins og Malta gerði - styrkja gengið verulega - vegna þess að stefnt er á evru, þar sem sú stefna byggir upp traust erlendis - og bjarga fjölda heimila og fyrirtækja frá gjaldþroti - m.a. í sjávarútvegi og landbúnaði.

Það væri hægt að henda lánskjaravísitölunni, styrkja krónuna og lækka matvælaverð - og tryggja það að svona kefisáföll kæmu fyrir aftur. Engin slík skuldaáföll voru í löndum evrunnar.

Af hverju er ekki talað um lausnir??

Vilja sjórnmálmenn ekki lausnir - vilja stjórnmálamenn halda þjóðinni í þrælabúðum krónunnar - enn lengur - með nýjum áföllum, eins og sl. áratugi.

Milli 1970 og 80 var sparifé fólks brennt upp - í óðaverðbólgu - um 1980 var tekinn upp verðtrygging og sem átti að verða töfralausn - en setti fólk skuldafangelsi til framtíðar - og lánin hækkuðu um 100% - og til varð Sigtúnshópur. Margir eru enn að borga það áfall - þegar nýtt áfall kemur.

Enn eru lán að hækka 100% í enn einu áfallinu - vegna KRÓNUNNAR.

Þetta áfall nú er ekki nýtt af nálinni - heldur sagan endalausa - af hættulegustu og kostnaðarmestu gjaldmiðlatilraun hagsögunnar - og afleiðingin er að fjöldi heimila er gjaldþrota,,,

Á Grikklandi eru mikil mótmæli við miklu minni vanda en er á Íslandi. Þar hefur almennigur ekki þurft að þola að lán stökkbreyttust - eða hækkuðu vegna verðtryggingar - þannig að fólk væri gert eignalaust.


Hvenær ætli Íslendingar verði búnir skilja að þeir eru tilraunadýr - í tilraunum með ónýtan gjaldmiðil - þar sem Ísland stefnir í að verða Kúba norðursins.

Krónan hefur verið í höndum spákaupmanna (innlendra og erlendra) og um leið heimilin í landinu. Viljum við halda því áfram að láta heimiln ver í höndum spákaupmanna, með endalausum áföllum - þar sem fyrirtækin fá afskriftir lána - en heimilin eru látin borga brúsann - í tugí ára fram í tímann, í þrælabúðum krónunnar,,,

Hermann sagði...

Af hverju þarf þessi Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur að koma inn á öll blog með athugasemdir sem tengjast umræðuefninu nánast ekki neitt? Mér er svo sléttsama um hvað hann hefur fram að færa, þetta er bara einstaklega truflandi. Er ekki mögulegt að eyða þessu?