Það er hreint út sagt ömurlegt að fyrir launamenn hér á landi að vera gert að sitja endurtekið undir árásum þingmanna Framsóknarflokksins að réttindum þeirra. Þessar árásir eiga greiða leið inn í fjölmiðla og aldrei er leitað andsvara eða skýringum frá launamönnum eða samtökum þeirra.
Alþekkt er að þingmenn Framsóknarflokksins eru ekki í neinum samskiptum við samtök launamanna og fram kemur í málflutning þeirra fullkomið þekkingar- og skilningsleysi á samskiptum á vinnumarkaði. Það er fullkomlega ljóst að launamenn vilja ekki aðstoð þingmanna framsóknar, tillögur þeirra ganga flestar þvert á yfirlýstan vilja launamanna.
Hér er um að ræða tillögur þingmanna flokksins um lífeyriskerfi launamanna og einnig um að gera lífeyrissjóði opinberra starfsmanna upptæka og breyta þeim í gegnumstreymissjóði. Þeir sem til þekkja vita að þetta myndi leiða til gjaldþrots ríkissjóðs á árunum 2020 – 2028 þegar lífeyrisþegar verða orðnir nánast jafnmargir og skattgreiðendur og stjórnvöld yrðu þá að velja á milli að fella niður lífeyri eða loka barnaheimilum og barnaskólum. Þessu berst Framsókn fyrir.
Formaður flokksins réðist að launamönnum og réttindum þeirra enn eina ferðina hádegisfréttum RÚV í dag. Alþekkt er að nokkur mið-Evrópu ríki og hluti Norðurlandanna hafa tekið upp vinnustaðaskýrteini. Þetta gerðist í kjölfar þess þegar múrar milli Austur og Vestur Evrópu féllu og samið var um frjálsa för launamanna á EES svæðinu.
Þetta leiddi til þess, eins og alþekkt er, að fjölmörg fyrirtæki urðu til sem nýttu sér þetta ástand og fluttu launamenn af láglaunasvæðum til vesturlanda og ekki síst til norðurhluta Evrópu. Þar voru þessum launamönnum búinn ömurleg kjör og aðstaða. Neðanjarðarhagkerfið snarstækkaði og stjórnvöld urðu af gríðarlegum tekjum, auk þess að í vaxandi mæli voru að birtast inn á spítölum og heilsugæslustöðum fólk sem kerfið þekkti ekki og ekki hafði verið greiddar tryggingariðgjöld.
Forsvarsmenn þessara fyrirtækja stálu hluta réttmætum launum og kjörum þessa fólks og stakk í eigin vasa. Holland og Belgía voru fyrst landa til þess að skera upp herör gegn þessu með vinnustaðaskýrteinum og önnur lönd í norður Evrópu hafa fylgt á eftir. Þessu vill formaður framsóknar berjast gegn og verja með því réttindi óprúttinna manna til þess að fara illa með launamenn.
Þetta upplifðum við Íslendingar fyrst fyrir alvöru þegar uppbygging Kárahnjúka og álverksmiðju í Reyðarfirði hófust. Hingað voru fluttir launamenn í þúsundavís og þeim greidd laun sem voru oft um fimmtungur af umsömdum lágmarkslaunum. Aðbúnaður var allsendis óásættanlegur en þáverandi formaður Framsóknarflokksins fór samt upp til fjalla og lýsti því yfir í beinni útsendingu RÚV að þetta væru glæsilegustu vinnubúðir sem hefðu verið reistar á Íslandi og hann og eiginkona hefðu fullan hug a að flytja búsetu þangað.
Halldór Ásgrímss. tryggði þar með að þessum launamönnum var búinn ömurlegur vetur þar sem þeir reyndi að skýla sér m.a. með dagblöðum og fleira. Vinnu- Heilbrigðis- og Brunaeftirlit lokuðu búðunum, en ráðherrar Framsóknar opnuðu þær jafnharðan aftur. Fréttastofa RÚV var ekkert sérstaklega viljugt að flytja þær fréttir.
Hér á Suðvesturhorninu risu upp starfsmannaleigur og fyrirtæki sem seldu þjónustu erlendra manna á lágmarkskjörum. Starfsréttindi voru þverbrotin, menn voru seldir sem píparar einn daginn og rafvirkja hinn daginn og íbúðareigendur hafa undanfarinn misseri verið að kvarta undan lágum gæðum á þeim húsum sem þeir keyptu.
Þessa veröld svika og pretta, óvandaðra vinnubragða og verksvika auk illrar meðferðar á launamönnum vill Framsóknarflokkur verja. Líklega til þess eins að óprúttnir aðilar geta haldið áfram að svína á þessu aumingjans fólki.
Það er algjörlega óásættanlegt að einn stjórnmálaflokkur skuli ítrekað gegn vilja launamanna og nýta sér aðstöðu sína til þess að brjóta niður þau réttindi sem launamenn hafa löngum barist fyrir, með blóði, svita og tárum og vilji keyra kjör hérlendis enn neðar og framúr Framsóknar berst í raun með þessu fyrir því að auka atvinnuleysi meðal íslendinga.
Æskilegt væri að RÚV tæki upp vandaðri vinnubrögð þegar fjalla er um kjör og réttindi launamanna. Viðhorf launamanna í þessu eru vel þekkt en á því hefur RÚV ekki áhuga.
16 ummæli:
"Þeir sem til þekkja vita að þetta myndi leiða til gjaldþrots ríkissjóðs..."
"Alþekkt er að nokkur mið-Evrópu ríki og hluti Norðurlandanna hafa tekið upp vinnustaðaskýrteini."
"Þetta leiddir til þess eins og alþekkt er, að fjölmörg fyrirtæki"
"Holland og Belgía voru fyrst alanda til þess að skera upp herör gegn þessu með vinnustaða skýrteinum "
Um hvað er þessi grein?
Takk fyrir þetta Guðmundur. Þetta viðhorf framsóknarmanna kemur manni ekki á óvart, hafandi þurft að búa við þeirra "réttlæti" í fjölda ára.
Óvenjulega hreinskilningslega tekið til orða - en það er vani Guðmundar - sem betur fer
Takk fyrir mjög þarfan pistil
Kristján
Skil þetta ekki hjá þér Guðmundur að RÚV hafi ekki haft áhuga á málefnum erlendra verkamanna við Kárahnjúka. Við vorum nánast daglega að fjalla um lekar vinnubúðir, skólausa Portúgala og fleira þega ég var fréttamaður hjá RúV á Austurlandi meðan á byggingu Kárahnjúkavirkjunar stóð.
Takk fyrir góðan pistil Guðmundur
Ekki skrýtin afstaða framsóknarformannsinns, enda enn með silfursekiðina í kjaftinum sem framsókn stakk uppí fjöldkyldu hans. Merkt KÖGUN.
Haraldur
Það glumdi nú við endurtekið í RÚV að verkalýðshreyfingin gerði ekkert upp á Kárahnjúkasvæðinu. Tók aldrei viðtöl við okkur. Á meðan við stóðun blóðugir upp fyrir axlir í slagsmálum við fyritækin og ekki síður við stjórnvöld, sem tóku nánast allt eftirlitskerfið úr sambandi.
Sé litið til nærri tíma birtir RÚV nær eingöngu viðhorf minnihluta og þeirra sem gagnrýna ákvarðanir launamanna, en kannar aldrei hvers vegna meirihlutinn tók tilekna ákvörðun og hvaða forsendur lágu fyrir henni. Hér er t.d. um að ræða umræðun um Stöðugleikasáttmálann í fyrra eða umræðun um lífeyrissjóðina núna.
Af hverju var t.d. ekki spurst fyrir um það meðal launamanna hvers vegna þeir leggja svona mikinn kraft í að fá Vinnustaðaskýrteini.
RÚV stendur sig bara alls ekki í að kynna sér stöðu launamanna og réttindi þeirra. Heldur eru þuldar yfir okkur persónulega skoðanir tiltekinna fréttamanna.
Það er merkilegt að þegar verkalýðshreyfingin er orðin gersamlega vanmáttug þá er það eina sem þeim dettur í hug að skella á einhverjum skilríkjalögum. Undanfarin ár hefur verkalýðshreyfingin verið duglegri við að koma sínum mönnum fyrir í þægilegum stjórnum banka, lífeyrissjóða og stórfyrirtækja. Verkalýðshreyfingin var líka snögg til að samþykkja frystingu launa. Ef verkalýðshreyfingin tæki nú einu sinni almennilega til hjá sér, breytti reglum sínum svo almennir félagsmenn geti komið skoðunum sínum að, breyti lögum um lífeyrissjóði þannig að þeir sem greiða í sjóðina fái að stjórna þeim, þá gæti verið að maður fari að taka mark á því sem er sett fram sbr. þessi skírteini en þangað til ekki.
Þakkir fyrir þennan pistil. Formaður framsóknar eru úti að aka í þessum málum eins og reyndar flestum öðrum. Þekking hans á mannlífinu er fengin úr bókum um hagfræði borgarskipulags og því rugli sem hann hefur úr föðurhúsum.
Sæll Guðmundur.
Ég er launamaður og hef verið í næstum 30 ár núna en ég kannast ekki við það að vinnustaðaskírteini sé sérstök krafa launamanna ég aftur á móti kannast við að þeir sem eru í forsvari fyrir launamenn nenni ekki að kynna sér málstað þeirra heldur hafi jafnvel unnið gegn hagsmunum launamanna til þess að fá meiri peninga í sjóði verkalýðsfélaga t.d með endurmenntunarsjóð, sjúkarsjóð, orlofssjóð og sérstakan styrktarsjóð til ýmisa mála.
Eru verkalýðsfélögin ekki komin ansi langt frá stofnhlutverki sínu?
Það er augljóst að sumir sem eru að skrifa hér aths. eru ekki vel að sér í þeirri umræðu sem hefur farið fram í stéttarfélögunum eftir að hingað komu þúsundir erlendra launamanna og voru að vinna hér á launum langt undir töxtum og voru að þvinga niður launakjör íslendnga, auk þess að gera að engu starfsréttindi þeirra.
Þarna eru greinilega að skrifa menn sem eru að starfa sem sjálfstæðir verktakar án réttinda og eru ekki að skila tryggingargöldum til samfélagisns og vilja geta haldið þeirri starfsemi áfram að níðurbjóða aðra og meðþví keyra niður laun annarra íslendinga. En það er nákvæmlega tilgangur þessara skýrteina að koma í veg fyrir slíkt.
Og svo koma þessar bjálfalegu órökstuddu klisjur um að verkalýðsfélögin seu einungis á eftir peningum og geri ekkert. Þessar fullyrðingar eru svo þreyttar og ómerkilegar að þeim er ekki svarandi.
Vinnustaðaskýrteini hafa nákvæmlega ekkert með slíkt að gera. Þau koma í veg fyrir að ófaglærðir geti verið að vinna störf þar sem krafist er réttindi og virka þeir nákvæmlega eins og ökuskýrteini, og þau koma í veg fyrir að hér geti verið að störfum menn sem ekki eru á réttum kjörum og fyritækin séu ekki að skila réttum tryggingargjöldum til samfélagsins.
Í þeim samtökum sem ég starfa og þar sem ég hef komið er það talið grundvallarréttindi að þessu verði komið á.
"Vinnustaðaskýrteini hafa nákvæmlega ekkert með slíkt að gera. Þau koma í veg fyrir að ófaglærðir geti verið að vinna störf þar sem krafist er réttindi og virka þeir nákvæmlega eins og ökuskýrteini, og þau koma í veg fyrir að hér geti verið að störfum menn sem ekki eru á réttum kjörum og fyritækin séu ekki að skila réttum tryggingargjöldum til samfélagsins."
Getur þú birt tæmandi lista yfir þær atvinnugreinar sem maður þarf að hafa menntað sig í til að mega vinna? Kemur þeim greinum til með að fjölga í framtíðinni?
Mega frumkvöðlar, þá á ég við fólk sem hefur ekki endilega lokið námi en kann þó sitt fag, þá ekki stofna fyrirtæki án þess að vera lærðir? T.d. hönnuðir eða skraddarar - kannski tónlistarmenn? Má Sinfónían þá ekki ráða nokkurn tónlistarmann sem ekki er útskrifaður og með einhverja gráðu?
Vonandi gefur þú þér tíma til að svara þessum spurningum mínum. Bestu kveðjur.
Nafnlaus @00:45 er greinilega með puttann á púlsinum. Hvaða sinfóníuhljómsveit myndi nokkurntíman ráða tónlistarmann sem ekki hefði lært á hljóðfærið sitt? Stendurðu kannski í þeirri meiningu að í sinfóníuhljómsveitum heimsins sé fullt af svona Rúnna Júl-týpum?
Stundum eru ómerkilegu skotin á Guðmund (til að verja annarlega hagsmuni eða almenna heimsku skjótenda) svo ómerkileg að það er hlægilegt.
Eitt sinn var Framsóknarflokkurinn hugsjónaflokkur. Þá stóð Samvinnuhreyfingin í blóma, en nú er öldin önnur. Nú virðist hlutverk þessa flokks vera það helst að koma í veg fyrir það að þjóðin geti staðið á eigin fótum.
Ég tel að u.þ.b. 80% íslendinga séu einhverskonar sósíal- demókratar. Hlyntir góðu menntakerfi, heilbrigðiskerfi, samgöngum og réttindum til þess að lifa af vinnu sinni. 20% eru öfgamenn til vinstri og hægri. Öfgamenn til vinstri gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda ríkisstjórninni óstarfhæfri en öfgamenn til hægri reyna allt sem þeir geta til þess að koma í veg fyrir það að íslendingar geti náð ásættanlegum samningum um öll þau ósköp sem þeir hafa steypt þjóðinni í.
Það virðast einnig vera hagsmunir þeirra að koma í veg fyrir það að fólk geti varið starfsstöðu sína.
Takk fyrir góðan pistil Ásgrímur
Ég skil samt ekki allveg afhverju þú þarft að seta þessae hugrenningar þínar á vef RSI? Er þetta skoðun RSI?
Nafnlaus 22:57
Rafiðnaðarsambandið stóð fremst í baráttunni við Kárahnjúka eins og þekkt er. Sama á við um baráttu við línufyritæki Bæði við Búrfellslínu og Hvalfjarðarlínu.
Auk þess hefur Rafiðnaðarsambandi verið áberandi í vinnustaðaeftirliti þar sem haft hefur verið upp á einstaklingum sem eru að vinna án réttinda og ekki síður og reyndar mun oftar einstaklingum sem eru undir hæl vinnuveitanda (starfsmananleigu) og eru ekki á réttum launum og eru einnig ótryggðir.
Þetta er mjög eindregin skoðun rafiðnaðarmanna. Ég hef fengið töluverð viðbrögð minna manna við þessum pistlum og allt mjög hvetjandi í að ganga rösklega fram í þessum málum.
En ef þú skoðar pistlana á rafis.is og gudmundur.eyjan þá sérðu reyndar nokkurn mun á framsetningu
Skrifa ummæli