mánudagur, 3. maí 2010

Gott Silfur

Var að hlusta á endurflutning Silfursins, fannst það áhugavert. Margt af því sem þar kom fram er einungis staðfesting á mörgu af því sem þegar er komið fram og búið að benda á í nokkurn tíma, eins og Þorvaldur benti réttilega á. Undir háði og spotti háttsetra embættis- og stjórnmálamanna.

Það er rétt sem Þorvaldur talar um að Rannsóknarnefndin á að starfa áfram. Það er ekkert nýtt að stjórnmála- og embættismenn hagi sér rangt og gegn hagsmunum íslensk almennings. Dæmin blasa við, t.d. aðdraganda kvótakerfisins. Eftirtektarverð ábending á pólsku aðferðina um endurskoðun á eftirlaunagreiðslum.

Það er einnig rétt það sem William K. Black benti á hversu barnaleg og reyndar fáránleg sú afsökun sem Sjálfstæðismenn hafa hangið á að Hrunið hér heima sé vegna misferlis í bandarískum bönkum. Enginn vafi leiki á að gríðarlegum bókhaldssvikum íslensku bönkunum undir fagnaðarlátum klappstýra úr embættis- og þingmannaliðinu.

Stjórnmálakerfið er að hrynja vegna aðgerðarleysis og getuleysis til þess að horfast í augu við eigin gjörðir. Nú er bara að vona að almenningur hafi úthald til þess að taka með festu á þessu. Stjórnmálamenn munu klárlega reyna einsog svo oft áður þegja þetta af sér.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, Silfrið var mjög gott og alltaf flott að heyra í Eiríki Bergmann, hvort sem það er í Silfrinu eða í Speglinum.
Greindur og skýr náungi, með þægilega rödd.
Rökvís og sanngjarn, að því er manni virðist.
Við eigum nóg af góðu, hæfu fólki.
Alþingi er ekki „microcosmos“ Íslands.

Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Já, Silfrið var mjög gott.
Og alltaf gott að heyra í Eiríki Bergmann, hvort sem það er í Silfrinu eða í Speglinum.
Greindur og skýr náungi, með þægilega rödd. Rökvís og sanngjarn, að því er manni virðist.
Við eigum nóg af góðu, hæfu fólki.
Alþingi er ekki „microcosmos“ þjóðarinnar.

borkur sagði...

Ég hnaut um að Black sagði eitthvað í þá áttina að við Íslendingar værum svo heppnir að hafa fellt Icesave samninginn, annars værum við í dag gjaldþrota þjóð. Gaman hefði verið ef þáttastjórnandinn hefði krafið hann um frekari skýringar á þessum ummælum, en hann var of upptekinn við að flissa eins og unglingsstúlka. Mig minnir að þú verið fylgjandi því að ganga frá Icesave sem fyrst Guðmundur, er þetta bara rugl í Black?