föstudagur, 28. maí 2010

Óvönduð vinnubrögð samtaka bænda

Félag ungra bænda birtu stóra auglýsingu í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun um svokallaðan Evrópuher. Undanfarið hefur komið fram að samtök bænda beita öllum brögðum til þess að afvegaleiða umræðu um Evrópumál og ekkert málefnalegt hefur komið frá þeim um þau mál.

Staðreyndin er sú að það eru engar hugmyndir uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa. Komið hefur verið á laggirnar hraðsveitum skipaðar hermönnum úr herjum aðildarlandanna til að stilla til friðar á átakasvæðum, en hverju aðildarlandi er það sjálfvald sett hvort þeir senda sína hermenn í þessar sveitir.

Ummæli Merkl kanslara eru tekin úr samhengi og mistúlkuð í þessari auglýsingu. Samtökum bænda væri nær að birta auglýsingar um slaka stöðu íslenskra bænda og hvernig lífskjör bænda eru með þeim lélegustu á landinu og það án Evrópusambandsaðildar, þrátt fyrir að ekkert land í Evrópu sem niðurgreiðir landbúnað meira en Íslendingar.

Það er ekki hægt að sætta sig við að samtök bænda einskorði sig við sérhagsmuni og beiti öllum brögðum í bókinni til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að fá hlutlægar og réttar upplýsingar um efni máls í undirbúningi viðræðna og stefnumótunar vegna könnunar á hvort gagna eigi í ESB. Það starf á að vera grundvallað á forsendum upplýsinga og þekkingar um landbúnaðarmál ESB og um íslenskan landbúnað, en ekki á pólitískri stefnumörkun og hræðsluáróðurs byggðum á rakalausum fullyrðingum.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Takk. Orð í tíma töluð

Unknown sagði...

Ó hve sammála ég er þér. Eins og talað frá mínu hjarta.

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki betur en samtök bænda hafi unnið mjög vandlega í því að kanna hvað hugsanleg ESB aðild myndi þýða fyrir íslenskan landbúnað og líka íslenska bændur og neytendur.
Allar þessar athuganir hafa leitt til þess að íslenskir bændur eru alfarið á móti ESB aðild. Það er líka u.þ.b. 2/3 hlutar þjóðarinnar.

Það er líka staðreynd að margir af forystumönnum ESB hafa talað fyrir því að komið verði á fót sérstökum ESB hersveitum.
Það er því ekkert við það að athuga að bent sé á slíkt.