fimmtudagur, 27. maí 2010

Veruleikafirring og siðblinda

Forsvarsmenn sjálfstæðismanna virðast láta koma sér á óvart hver afstaða kjósenda sé. Það er hægt að skilja þá afstöðu sé litið til fyrri kosninga, kjósendur flokksins skiluðu sér alltaf, nákvæmlega hversu bjálfaleg og ómálefnaleg framsetning þingmanna og sveitarstjórnamanna var.

Ólöf Norðdal varaformannsefni Flokksins lýsti þessu viðhorfi forsvarsmanna Flokksins afskaplega vel í spjallþætti nýlega þegar hún sagði „Við vitum það auðvitað, við höfum farið yfir það áður, að þessi Rannsóknarskýrsla og þetta allt saman er að þvælast eitthvað fyrir okkur tímabundið“. Í hennar huga skiptir það engu hver málefnastaða Flokksins er og hvernig þingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa hagað sér. Það er hinn almenni kjósandi sem er á villigötum að hennar mati.

Það skiptir Ólöfu engu þó svo forsvarsmenn Flokksins hafi með fagurgala tekist að með einstaklega ógeðfeldum hætti tekist að mynda meirihluta með því að selja borgarstjórastólinn í skiptum fyrir að fella þáverandi meirihluta. Manni sem þeir höfðu áður hrakið á brott með háði og spotti. Og Hanna Birna lét ekki staðar numið, hún og hennar fylgisveinar plottuðu aftur með Framsókn og sviku öll sín loforð gagnvart Ólafi og hentu honum á dyr. „Við skulum vinna saman,“ á hennar forsendum.

Hanna Birna og hennar fólk skuldar kjósendum skýringar á því hvers vegna það hafi tekið á móti milljóna styrkjum frá Baugsveldinu, en á sama tíma hefur þetta lið sakað aðra um að vera Baugspennar og taki við sinni skoðanamyndun í gegnum áborna fjármuni. En í ljós er komið að forsvarsmenn Flokksins voru þar fremstir í flokki.

Jón Gnarr og öðrum grínurum tókst að fá Gísla Martein til þess að gefa upp hverjir styrktu hann fyrir borgarstjórnarkosningar 2006. Gísli fór að venju Flokksins og tók ekki mark á beiðnum kjósenda sinna. Hann hafði reiknað með að þeir myndu gefast upp og láta kyrrt liggja.

En eftir stendur að fimm efstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Hanna Birna, Júlíus Vífill, Kjartan Magnússon, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. Steinunn Valdís er á sama bát og er að valda borgarstjórnarflokki Samfylkingar gríðarlegum skaða. Hún hlýtur að segja af sér innan skamms.

Sjálfstæðisflokkur og fulltrúar hans hafa þegið mest allra frá Baugsfyrirtækjunum, en Samfylking og Framsókn voru þar einnig. Þetta eru flokkarnir sem afhentu völdin í landinu til fjárglæframanna gegn háum fjárframlögum og glysferðum.

Það þurfti flokk grínara til þess að draga þetta fram, nú er reynt að koma höggi á þá. Ekki síður kjósendur, þeir séu óábyrgir fyrir að svíkja gömlu flokkana með því að láta völdin í hendur öðrum. Forystusveit Flokksins hefur nú ekki sýnt mikla snilli borgarstjórnarmálum, en hún er á heimavelli í útsmoginni klækjapólitík.

Þar má t.d. minna á ummæli Þorgerðar Helgu um laun kynsystra sinna. Henni finnst í lagi að þiggja styrki frá Baugsveldinu og mánaðarlaun leikskólaliða fyrir að sitja einn ákvarðanalausan fund eða um 130 þús. kall. Veruleikafirring og siðblinda. Stelpurnar í borgarstjórnarFlokknum telja að þær geti ekki komist af við rekstur sinna heimila með minna en 600 þús. til milljón á mánuði, að viðbættum styrkjum frá Baugsveldinu. En samþykktu að senda kynsystrum sínum, leikskólaliðunum, frímiða í sund og á málverkasýningar til þess að bæta upp á 130 þús. kallinn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gamallt orðatiltæki segir:" Öllu grini fylgir einhver alvara". Menn skyldu ekki vanmeta Jón Gnarr og hans spaugfélaga. Þar slær etv. heiðvirt hjarta, innanbúðar.
En hvað varðar kjósendur; það er mér um megn að skilja - likt og þér - hversvegna fólk kýs yfir sig sama hroðann, hvað eftir annað. Ef til vill er þar um að kenna lélegum valkostum, vöntun á nýju blóði, osfrv.
Sjálf er ég orðin leið á sjálfvala liði sjálfumglaðra og heimskra (í eiginlegri merkingu) flokksbundinna rykheila, hvors kyns sem þeir kunna að vera. Skyldu listamenn og heimsspekingar vera nokkru verri stjórnendur en þeir jálkar sem að öllu jöfnu gefa sig út í atvinnupólitík? Hvað veit ég svosem? ...sem er bara kjósandi og þar að auki ...kona...

Nafnlaus sagði...

Já það má segja að kjósendur þessa lands sé skrýtin flokkur. Enn fólkið sem er í þessum flokkum sem eru við völd núna er að mestu leiti spilt og vill hafa það svoleiðis áfram, enn við sem kjósendur samþykkjum það með því að greiða þessum flokkum atkvæði og er sama hvað flokkurinn heitir. Það er stórfurðulegt að hvað fólk er trútt sínum flokki. Liggur við að maður segi að það sé rannóknarefni eða það lýsi bara best þjóðini, það að við erum ekki á móti spillingu bara ef ég á von að fá eitthvað í staðinn. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Vel mælt Guðmundur. Furðulegt þetta með pólitískt minni kjósenda. Auðvitað er mikið fylgi Besta ákveðin skilaboð, en að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ná 5 mönnum inn, skv. könnunum, er með ólíkindum miðað við ruglið á flokknum á kjörtímabilinu.
Snorri Már