sunnudagur, 30. maí 2010

Veruleikafirrtir formenn

„Stóru tíðindin í þessum tölum eru þau að Sjálfstæðisflokkurinn er í stórsókn í Reykjavík“, sagði Hanna Birna borgarstjóri og var hyllt með langvinnu lófataki af flokksmönnum kosningavöku í kvöld. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um stórsókn flokksins. Flokkurinn er að fá 5 borgarfulltrúa í Reykjavík og tapið er enn meira á Akureyri. Formaður Framsóknar afgreiðir niðurstöðurnar með sama hætti, þrátt fyrir að flokkurinn þurrkist nánast út. Dagur segir niðurstöðuna ásættanlega. Steingrímur talar um góða stöðu VG.

Þetta er fullkomlega óásættanlegt fyrir okkar hreyfingu, í ljósi þess að við áttum ekki aðild að efnahagshruninu, Við þurfum að horfa til þess að það sé eitthvað í okkar áherslum og vinnubrögðum sem kjósendur gera kröfu um að við þurfum að breyta,“ segir Ögmundur þingmaður Vinstri grænna og segist ekki átta sig á gríðarlegu fylgistapi flokksins í sveitastjórnarkosningunum.

En það liggur augljóslega fyrir að það er samspil Ögmundar og hans hóps með stjórnarandstöðunni sem veldur þessari stöðu sem VG er í og atvinnulífið. Reikna má fastlega með að þessi hópur hafi ekki fengið eitt einasta atkvæði frá hinum 18 þús. atvinnulausu mönnum, sem þessi hópur heldur í gíslingu.

Sumir notast við orðalagið að viðbrögð þessara stjórnmálaforingja séu súrrealísk, það er hægt að taka undir það. Hvar í veruleikanum er þetta fólk statt?

Jóhanna formaður Samfylkingarinnar er að venju heiðarleg og sýnir auðmýkt og segir; ,,Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem muni hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina. Mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins." Hún ein virðist átta sig á því hvað er að gerast.

En það er klárt að Ögmundur, Sigmundur Davíð og Bjarni skilja ekki hvað er að gerast, eða eru enn í þeirri afneitun sem hefur einkennt þeirra vinnubrögð frá Hruni og valdið þjóðinni miklu tjóni. Þeir átta sig ekki á því að þeir hafi sömu völd og þeir höfðu. Taka niðurstöður kosninga og hefja spuna sem einkennist af þóttafullum hroka. Gefa almenning langt nef. Þeir hafna því að líta í eign barm og horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna.

Niðurstaðan er ótvíræð, fjórflokknum er refsað og fólk vill annarskonar vinnubrögð. En forsvarsmenn flokkanna sýna enga auðmýkt og ætla að böðlast áfram veruleikafirrtir á sömu braut. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég er fullkomlega gáttaður á því að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá 20 þús. atkvæði í Reykjavík, þrátt fyrir að að vera með efst á lista sínum REI fólkið, klækjapólitíkusana sem komu OR í þá að fyrir liggur að hækka verður orkuverð í Reykjavík umtalsvert á næstunni.

Þeir eru að kalla á enn harkalegri viðbrögðum almennings, aðra búsáhaldabyltingu.

9 ummæli:

Hilmar sagði...

Þeir hrunmeistarar Sigmundur og Bjarni skilja ósköp vel hvað er að gerast.
En þeir vita líka hvernig það gerðist og reyna á ógeðfeldan hátt að draga fjörður yfir það með því að djöflast á þeim sem þurfa að moka upp skítinn eftir þá.
Virkilega aumkunarverður málfluttningut hjá þeim.

Nafnlaus sagði...

Tek ofan fyrir Jóhönnu fyrir að viðurkenna það sem við blasir - það verður að endurskoða leikreglur lýðræðisins.
Líka fyrir Guðmundi Steingrímssyni sem viðurkennir að Framsókn á hbsv sé á kafi í gamaldags skotgrafapólitík og því ekki svar við kröfu nýrra (og erfiðra) tíma um sanngirni og pólitík sem hefur sig upp yfir klíkudeilur.
Kv. Dofri Hermannsson.

Nafnlaus sagði...

Sammála Guðmundur, það er í senn dapurlegt og lýðræðinu stórhættulegt hvað er að gerast og ábyrgðin er alfarið hjá svokölluðum ,,leiðtogum'' flokkanna.
Gylfi

Nafnlaus sagði...

Það er svo skemmtilegt hvað allir vinna í kosningum, alveg sama hver útkoman er úr kjörkössumunum. Ef maður horfir á úrslitin blá köld þá eru ákveðiim skilaboð send til stjórnmálamanna, það sem ég, persómulega er mest hissa á, er að framsókn nái mannni inn í Kópavogiog Gunnar Bi, kemst inn án vaddræði! það þarf að skipta um kjósendur!
Svava

Nafnlaus sagði...

akkúrat - helst að Samfylkingin sjái að sér.
Alma

Nafnlaus sagði...

ágæti Guðmundur
eftir að hafa lesið pistil þinn velti ég því alvarlega fyrir mér hvort þú ættir ekki að taka að þér að verða spunameistari Samfylkingarinnar. Þú ferð örugglega nær sannleikanum með því að spyrja nokkra af þeim sem t.d. áður kusu Samfylkinguna, VG eða Sjalla en styðja nú Besta flokkinn. Ögmundur talar fyrir stóran hóp af sínu fólki sem er óánægt með hlutskipti og hlutver VG í ríkisstjórn en athugaðu að enginn þeirra er í Samfylkingunni
mbk
Ólafur

Nafnlaus sagði...

Mikið fjandi er þetta beittur og góður pistill hjá þér!

Með góðri kveðju,

Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðmundur sagði...

Sæll Ólafur
samtök launamanna á almennum markaði búa við vaxandi atvinnuleysi og nú um þessi mánaðarmót er verið að segja upp enn fleira fólk í stað þess að verið sé að ráða fólk.

Ögmundur og fylgismenn hans hafa unnið markvisst gegn því að ríkisstjórnin geti náð vopnum sínum í sameiginlegir baráttu gegn þessu ástandi og þau hafa þar staðið dyggilega við hlið stjórnarandstöðunnar.

Þetta er staðreynd sem blasir við og er enginn spuni.

Þú hefur greinilega ekki nein rök gegn þessu önnur að veitast að mér persónulega.

Fara í manninn frekar en boltann eins og það heitir í daglegu máli
Kv GG

Nafnlaus sagði...

Psst. Ég er með smá fréttir handa þér: Ögmundur er ekki formaður VG. Sá mun víst vera Steingrímur J. Sigfússon, og því er óskiljanlegt að þú skulir nota pistil sem heitir "Veruleikafirrtir formenn" til að hnýta í Ögmund, en minnist ekki einu orði á Steingrím.

Ögmundur viðurkennir að niðurstaða kosninganna sé óásættanlegt fyrir flokkinn og kalli á endurskoðun á starfi hans og vinnubrögðum.

Steingrímur kom hinsvegar fram í sjónvarpi í nótt og lýsti því yfir sigri hrósandi að hann væri mjög sáttur við útkomu flokksins á landsvísu.

Spurning: hvor þessara tveggja er með jarðsamband og hvor þeirra er veruleikafirrtur?