miðvikudagur, 2. júní 2010

Vaxnadi atvinnuleysi að óþörfu

Það er hreint út sagt ömurlegt að vera gert að horfa upp á að nú sé að dynja á okkur hrina uppsagna og það í byrjun sumars. Þegar atvinnulífið hefur ætíð tekið kipp upp á við. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja okkur að þeir séu búnir að leita í allar hugsanlegar matarholur eftir verkefnum til þess að geta haldið mannskapnum, en nú verði ekki lengra gengið i þeim efnum. Menn hafi gert allt til þess að lifa veturinn af án frekari uppsagna og viljað halda í sinn kjarnamannskap.

En ekkert hefur gerst, ríkisstjórnin sendir endurtekið frá sér lista um verkefni sem hún sé að vinna að, en í raun hefur ekkert breyst á þeim lista síðustu 12 mán. Fyrirhugaðar virkjanir eru í biðstöðu, sama má segja um álver og stækkun álvera og önnur verkefni.

Þessu veldur getuleysi Alþingis til þess að ganga frá Icesave og opna með því samband íslenskra fyrirtækja við erlendan lánamarkað á eðlilegum kjörum. Þegar bent er á þetta skella þingmenn sér í þrætustellingar með venjubundinni útúrsnúningum.

Það er t.d. ekki boðlegt að formenn Framsóknar og Sjálfstæðismanna ásamt stjórnandstöðunni í ríkisstjórninni haldi því blákalt fram að verið sé að vinna betri samningsstöðu fyrir Ísland. Allir aðilar sem þekkja til segja að nú fyrst stefni í verulega erfiða stöðu fyrir Ísland þegar mál eru kominn af stað fyrir dómstóla. Holland og England hafa ásamt öðrum vinaríkjum ítrekað bent á að dómstólaleiðin muni leiða Ísland í enn verri stöðu.

Öll þessi bið hefur kostað íslenskt atvinnulíf milljarða og í raun tryggt vaxandi atvinnuleysi og komið enn fleiri heimilum á vonarvöl. En þeir sem sitja á Alþingi hafa ekki áhyggjur af því, þeir eru í föstum djobbum hjá hinu opinbera og stjórnarandstaðan með sínum viðauka frá VG telur sig hafa verið að vinna lönd. En það gagnstæða blasir nú við að loknum kosningum. Rúmlega 40% þjóðarinnar sat heima, skilaði auðu eða kaus eitthvað annað en fjórflokkinn til þess að mótmæla þessum vinnubrögðum stjórnmálamanna.

Ég er þessa dagana á þingi rafiðnaðarmanna í Stokkhólmi og þingi norrænna byggingamanna. Ég hef áður lýst því hér á þessari síðu þær upplýsingar sem fram komu á þessum vettvangi, jafnvel fyrir Hrun, að Ísland yrði að taka til í efnahagsstjórninni ef ekki ætti illa að fara. Ísland myndi ekki fá aðstoð fyrr en það væri ljóst að íslendingar viðurkenndu sinn vanda og óstjórn.

Fyrst á eftir fann maður fyrir skilning hér niður í Skandínavíu og vilja til hjálpar, en í dag þá skynjar maður það viðhorf að íslendingum sé ekki viðbjargandi, þeir hafi ekki áttað sig á þessu sjálfskaparvíti sem þeir komu sér í og þeir verði bara að taka á sínum málum án þess að vera hjálpað.

Hér niður í Skandínavíu er löndunum að takast að komast af stað. Hér varð ekki Hrun og gjaldeyrir tvöfaldaðist í verði með hækkunum á öllum nauðsynjavörum. Hér vinna stjórnmálamenn sín störf, en heima eyða stjórnmálamenn tíma sínum í útúrsnúninga og þeir séu að vinna sigra og komnir í óstöðvandi sókn. Þrátt fyrir fullkomið hrun í kosningum, slakri þátttöku í kosningum og sigrum flokka utan fjórflokkanna.

8 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Það er nóg af störfum sem þarf að vinna.

Það eru nóg af fólki sem getur og vill vinna þau.

Það er til of mikið af húsnæði, við framleiðum meiri mat en við getum í okkur troðið og flytjum svo mikið út að hægt væri að troðfylla öll heimili af drasli uppí hanabjálka.

Er ekki eitthvað bogið við það að "skiptimyntin" sem við fundum upp á til að geta auðvelda vöruskipti skuli nú koma í veg fyrir að hægt sé að skiptast á nokkrum hlut?

Þessi "vandamál" eru meira absktakt en flestir gera sér grein fyrir.

Nafnlaus sagði...

Kannski hægt að minnka laun ofurlaunafólks eins og þín t.d. og skapa ráðrúm til að borga fleirum laun! Frekar en að níðast á landinu með fleiri virkjunum og arðræna landið með álvinnslu.

Sammála að Icesave málið verður að leysa með samningum en ekki dómstólum. Íslendingar hafa ekki efni á því að þeim verði dæmt í óhag eins og eflaust stefnir í. Icesave var sett á stofn með stuðningi yfirvalda og lágmarksupphæðirnar sagðar tryggðar. Allt annað er svik við nágrannaþjóðirnar en við skulum ekki gleyma því að þessar þjóðir samþykktu þessa bévítans reikninga líka og bera einnig ábyrgð. Alþjóðlegar lánastofnanir dældu líka lánum í sukkið hér heima og máttu vita að þetta gengi ekki til lengdar, þær bera einnig ábyrgð.

Nafnlaus sagði...

Mjög rétt.

Íslenskir stjórnmálamenn eru þeir verstu á Vesturlöndum.

Samsafn af liðleskjum.

Sannkölluð þjóðsrógæfa.

Þurfum kosningar til að fá fram ný framboð og til að geta skolað skítnum bur.

Nafnlaus sagði...

Góð grein Guðmundur,

Það er ekki nóg að leysa Icesafe til að fá aðgang að erlendum fjármálamörkuðum.

Slíkur aðgagnur verður ekki fyrr en íslenska krónan verður tengd evru eins og danska krónan. Því lengur sem það tekur því meira einangranst Ísland - í átt að Kúbu norðursins.

Um leið og ýmis lönd höfðu tekið afdráttarlausa stefnu á evruna og ESB, lækkuðu vextir mikið í viðkomandi löndum, traust erlenis jókst verulega og aðgagnur að erl. lánsfé varð á eðlilegum kjörum.

En þetta vilja Íslendingar ekki tala um. Þar er stefnan á einangrun - sem allir eru sammála um - á sama hátt og á Kúbu.

Af hverju eru ekki fengnir sérfræðingar frá Kúbu til að flýta þessu ferli....

Nafnlaus sagði...

Týpískur bölmóður hjá landsölusinnanum kl. 14.28 um það að ef við undirgöngumst ekki Icesave og ESB-aðild, þá erum við einangruð.

Halló, komdu út út pappakassanum!

Eru Noregur og Sviss eitthvað einangruð?
Þessi lönd eru ekki í ESB og eru með þeim ríkustu í heimi og lentu ekki í fjármálakreppu eins og mörg lönd ESB.
Og vextir í þessum löndum eru með þeim lægstu í heimi.
Hvernig passar þetta við kenningar ESB-sinna um efnahagslega alsælu ESB-aðildar?

Og það að ekki sé neinn að fjárfesta hér á landi hefur ekkert með Icesave að gera. Það er einfaldalega stjórnvöldum sjálfum að kenna og óstjórn þeirra.

T.d. er til sérstakt ráðuneyti hér á landi sem hefur það hlutverk að fæla frá alla erlenda fjárfestingu.
Þetta ráðuneyti ber vinnuheitið "Umhverfisráðuneyti" þar sem að ráðherra þess sér það sem heilaga skyldu sína að fæla frá alla erlenda fjárfestingu í orkuiðnaði í einskærum og heilögum pólitískum rátttrúnaði sínum.

Og Guðmundur, af hverju ert þú sem leiðtogi launfólks að mælast til þess að það taki á sig byrðarnar vegna Icesave?
Hverra erinda gengur þú? Launafólks eða Breta og Hollendinga?

ESB og Evra eru sýnd veiði en ekki gefin. Og þess vegna er grasið alltaf grænna hinum meginn.

Það lagast ekkert hér á landi fyrr en að við fáum nýja ríkisstjórn.

Guðmundur sagði...

Sæll nafnlaus 16.14
Þú ættir að kynna þér málin aðeins betur áður en þú ferð að hrópa. Það liggur fyrir að Ísland kemst ekki hjá því að greiða Icesave, meir að segja formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa fyrir löngu viðurkennt það.
Ástæða þess að ég vill koma atvinnulífinu af stað er einföld það eru 18 þús atvinnulausir í dag og þeim fer fjölgandi. Ég hef heyrt það frá nokkrum opinberum starfsmönnum í tryggum störfum að þeir eru annarssinnis. Ég hef margsinnis rætt þetta hér í pistlum og fært rök fyrir þessari skoðun

Guðmundur sagði...

http://gudmundur.eyjan.is/2010/03/excuse-islenskra-stjornmalamanna.html

Tryggvi L. Skjaldarson sagði...

"níðast á landinu með fleiri virkjunum og arðræna landið með álvinnslu". Dæmigerð innantóm slagorð.