mánudagur, 4. október 2010

Séreignakreppan og fleira

Starfsaðferðir íslenskra stjórnmálamanna einkennast að hafna beri öllum hugmyndum sem koma annarstaðar frá. Átakastjórn mál sem engu skila. Það sé sigur ef það tekst að koma í veg fyrir að hugmyndir annarra nái fram að ganga, jafnvel þó það blasi við að þær séu góðar. Ég lýsti því í pistlum haustið 2007 og svo vorið 2008 hvernig Geir H. Haarde og ráðuneyti tóku á móti sendinefndum atvinnulífsins og gerði gys af þeim, þar sem verkalýðshreyfingin varaði við því hvert stefndi og til hvaða aðgerða þyrftu að grípa.

Sjá í mörgum pistlum frá þessum tíma. hér og hér og hér og hér


Ríkisstjórn Geir H. Haarde var þvinguð til þess í kjarasamningum í febrúar 2008 að undirbúa aðgerðir gagnvart heimilunum. Skerðingarmörk barnabóta og vaxtabóta voru hækkuð. Hækka átti persónuafslátt á næstu 3 árum. Einnig var hún fengin til þess að grípa til aðgerða við uppbyggingu félagslegra íbúða og stuðning við leigumarkaðinn.

Húsaleigurbætur átti að hækka, rýma átti veðheimilidir á lánum til byggingar leiguhúsnæðis og fjölga þeim um amk 750 á ári í fjögur ár frá og með árinu 2009. allt þetta skrifaði ríkisstjórnin undir 17. feb. 2008, eftir mikla eftirgangsmuni verkalýðshreyfingarinnar. Stöðugleikasáttmálinn var reistur á þessum grunni með viðbót um uppbyggingu atvinnulífs og breytta gjaldmiðils- og efnahagsstefnu til framtíðar. En allt þetta hefur verið svikið.

Það liggur fyrir í dag að ríkisstjórn Geirs vissi mun betur en við hvert stefndi, og hún hefði átt sjálfviljug að grípa til ennfrekari aðgerða, en ekkert var gert. Þar aðgerðir hefðu mildað hinar svakalegu afleiðingar kerfishrunsins, en hún gerði ekkert og afleiðingarnar blasa við.

Það sem gerist á næstu vikum mun hafa gríðarleg áhrif. Hvert viljum við stefna? Hvers konar atvinnulíf viljum við byggja upp? Ríkistjórnin verður að skapa stöðu til þess að kaupa upp íbúðir áður en þær fara á nauðungaruppboð og búa til leigumarkað. Séreignastefnan er að keyra allt í kaf hjá mörgum, en hún hefur reyndar verið talinn eina leiðin til þess að eiga sparifé sem stjórnmálamenn geti ekki slátrað með gengisfellingum. En þessi stefna er í dag hengingaról margra fjölskyldna. Á Íslandi eru það um 85% fjölskyldna sem eiga sitt húsnæði á meðan það er um 60% annarstaðar á Norðurlöndum. Í hinu stöðuga Þýskalandi er það um 50%.

Íslendingar hafa lagt mikla fjármuni í að mennta upp fólk. Sú menntun mun ekki nýtast í fiskvinnslu, landbúnaðarstörfum eða í álverum. Það þarf að skapa umhverfi þar sem menn vilja fjárfesta í nýjum atvinnutækifærum. Það er ekki gert með því að hækka skatta og vera með gjaldeyrishöft.

Við þurfum fleiri störf þar sem menntun fólksins nýtist og kemur í veg fyrir að það flytjist annað. Undirstaða hagkerfisins er að finna í atvinnulífinu, þar fer fram hin raunverulega verðmætasköpun og framleiðsla til útflutnings. En núverandi ríkisstjórn stefnir í allt aðra átt.

Krónan er spilapeningur LÍÚ, við getum hvergi notað hana annarsstaðar en hér á landi. Þetta er eins og staðan var fyrir rúmri öld þegar útgerðarfyrirtækin voru hvert fyrir sig með sína eigin peninga og menn gátu einungis nýtt þá í tilteknum verzlunum. Við erum í sömu stöðu í dag, getum ekki selt húsið okkar og farið á eftir börnum okkar til Norðurlandanna eða til Spánar þar sem ódýrt er að lifa.

Sú spá að sífellt verði erfiðara að losna við gjaldeyrishöftin er að rætast. Lágt gengi krónunnar eykur skuldir allra. Núverandi ríkisstjórn virðist halda að hægt sé að skapa tekjur með því að ráða sem flesta ríkisstarfsmenn og skattleggja þá. Þannig væri hægt að standa undir norrænu velferðarkerfi.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er öllum öðrum að kenna, greinilega, en núverandi stjórn.

Geir Haarde, Sjálfstæðisflokknum, LÍÚ...

Hvernig er það, eru ekki þínir menn, kommúnistar, við völd á Íslandi?

Ekki er það Sjálfstæðisflokkur sem leggur fram fjárlagafrumvarp þar sem lagt er til að beingreiðslur til bænda hækki um 3% á milli ára, eða að setja 1.2 milljarða í tónlistarhús og Sinfóníuna á næsta ári.

Það eru vinstrimenn sem ætla að skerða barnabætur og loka sjúkrastofnunum, en sjá ekkert að því að moka peningum í glerhöllina við höfnina.

Framlagið sem tónlistarhúsið og Sinfónían fær, ofan á það sem sett var í þetta í ár, er hið sama og öll skerðing barnabóta sem boðuð hefur verið.

En það er örugglega LÍÚ að kenna.

Nafnlaus sagði...

Ósköp er hún bágborinn og á lágu plani þessi barátta ykkar LÍÚ manna. Guðmundur gagnrýnir íþessum pistli ekki síður núverandi stjórn. Það að kalla Guðmund kommúnista lýsir sjúkum hugsanagangi þess sem það skrifar. En hann er einnig ekki meiri maður en svo að skrifa nafnlaus, og hefur örugglega ekki dug og kjark til þess að gera það undir nafni
Kristinn Þór.

Nafnlaus sagði...

Já það er kostulegt að heyra einhvern forsvarsmann LÍÚ og varðhund sérhugsmuna á kostnað hins almenna launamanns kalla Guðmund kommúnista.

Guðmundur fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, harðasta fylgismanns opinna launakerfa og þess að rífa verkalýðshreyfinguna úr viðjum flokkspólitíkur
Halla

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill - að venju. Hárrétt greining á Matadorkrónu LÍÚ

Kv Raggi

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Ísland stefnir hratt í að verða Kúba norðursins, ef ekki er mörkuð skýr stefna um sterkara gengi og tegningu við Evru eins fljótt og kostur er.

Krónan hefur séð um það að gera heimilin einganlaus, en ekkert slíkt skuldatjón varð innan evrulanda, ekki einusinni á Grikklandi.

Fólk getur valið - áframhaldandi hörmungar með krónunni - eða bein upptaka evru eða tenging við evru innan 12 mán. Tíminn er búinn.

Nafnlaus sagði...

Góðir punktar,

Einungis eitt vegna séreignarmála. Vonandi er umræðan ekki að far yfir í það sem var í Sovét sýstem, þar sem einstaklingar voru eignalausir og leigðu af ríkinu.

Á það skal bent að þó að eignarhaldsfélög eða ríki hefðu átt mikið af íbúðunum, þá galdra slíkir aðilar ekki fram peninga.

Lán þessara aðila hefðu hakkað alveg eins og einstaklinga og að sjálfsögðu hefði því verið velt yfir á einstaklinga - eins og verið er að gera í mörgum slíkum tilfellum.

Eignarformið var ekki vandinn - ónýtur gjaldmiðill er vandinn.

Ef sjúkdómsgreiningin er röng magnast sjúkdómurinn.

Menn lækna ekki hjartaáfall - með verkjalyfjum.

Vandi Íslands er krónan. Á meðna ekki er tekið miklu fastar á því máli - mun vandinn halda áfram að magnast.

Tek undir fyrra komment. Krónunni þarf að skipta út innan 12 mán. eða tengja við evru.

Nafnlaus sagði...

Það er löngu orðið tímabært að koma á fót eðlilegum leigumarkaði á Íslandi. Þó að öllum óseldum íbúðum væru breytt í leiguíbúðir mætti byggja nokkur þúsund til viðbótar til að komast upp í sambærilegt hlutfall við norðurlöndin.

Það voru stór mistök að leggja niður verkamannabústaði. Nú er tækifæri til að fylla í það tómarúm. Nú er einnig hægt að byggja hagkvæmar íbúðir og leigja út á hóflegu verði. Bankarnir eru fullir af fé á negatívum vöxtum. þessu má umbreyta í atvinnu og íbúðir.
Lífeyrissjóðir verkalýðsfélög og sveitarfélög ættu að taka höndum saman um þetta.

Nafnlaus sagði...

Allt of mikið fall krónunnar er að þurrka út eignir heimilanna. Lítið eða ekkert hefur verið gert til að styrkja krónuna og koma í veg fyrir áframhaldandi eignaupptöku vegna allt of lágs gengis.

Þetta veldur allt of háum erl. lánum, sbr. Orkuveituna, sem síðan veltir vandanum út í verðlagið og verðtryggðar skuldr halda áfram að hækka á fullu og magna þar með skuldakreppuna enn frekar. Sem sagt peningamálastefnan - og of lágt gengi grefur markvisst undan heimilunum.

Það væri sennilegar stærsta björgun heimilanna ef látið væri af þessari stefnu, gengið styrkt og alvöru gjaldmiðill tekinn upp sem fyrst, og þá væri hægt að afnema verðtryggingu.

Alvöru gjaldmiðill evra, opnaði svo aðgegnið að erl. lánamörkuðum þannig að atvinnulífið kæmist í gang.

Það er ekki lengur tími fyrir sýndarlausnir.

Nú vantar alvörulausnir, sem ábyrgir aðilar ættu að koma í framkvæmd.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus 13:50 ;

Að kenna krónunni um allt er eins og að kenna sendiboðanum um slæmar fréttir og skjóta hann svo.

Batnar sjúklingi með hita þó við skiptum um hitamæli frá celcius yfir í Fahrenheit? Ástandið á gjaldmiðlinum er spegilmynd afleitrar stjórnunar í efnahagsmálum. Það eru líka blikur á lofti í Evrusamstarfinu, Hvað þolir Evran mörg Grikklönd ? Í sögulegu samhengi hafa efnahagsbandalög á borð við Evrusvæðið liðast í sundur sökum þess hvað efnahagurinn er á mismunandi róli innan meðlima bandalagsins.


Að þessu sögðu er síðan líklega bara tímaspursmál hvenær krónan deyr af sjálfsdáðum. Hún er nú þegar í öndunarvélinni.