laugardagur, 26. febrúar 2011

Æseifur óvinur atvinnulífsins

Ég hef í allnokkrum pistlum undanfarin ár reynt að draga fram hvernig Icesave óvissan hefur speglast yfir í vandræðagang varðandi ákvarðanatöku í efnahags- og atvinnumálum og hversu mikið ábyrgðarleysi felist í að draga málið. Stjórnmálamenn fjalli ávalt um Icesave sem einangrað mál, en vilja síðan að talað sé um uppbyggingu atvinnulífs án tengsla við skuldatryggingaálag og lokaðar lánaleiðir. Sama á við um afkomu heimilanna það vilja þeir ræða án tengsla við annað.

Dráttur á lausn Icesave setur efnahagsáætlun Íslands og AGS sem og afgreiðslu lána frá vinaþjóðum í uppnám. Afleiðingarnar eru að ómögulegt er að fjármagna þær stórframkvæmdir sem hefjast áttu í fyrra og við Landsvirkjun og OR blasa gríðarlegir efnahagslegir erfiðleikar.

Þetta vinnulag stjórnmálamanna að ráða ekki við heildræna yfirsýn, hefur valdið töfum við undirbúning nauðsynlegra framkvæmda. Landsframleiðsla hefur dregist dragast saman um 12% og atvinnuleysi hefur verið að meðaltali yfir 10%.

Þjóðfélagið hefur orðið af hundruðum milljarða í verðmætum og á fimmta þúsund manns hafa verið án vinnu að óþörfu undanfarið ár. Uppbygging og baráttan gegn atvinnuleysi á ætíð að hafa allan forgang. Það er meira og minna allt í frosti og samfélagið fallið í þunglyndi vegna hátternis stjórnmálamanna og sífellt fleiur flýja land.

Það er skylda stjórnmálamanna að ganga frá samningum um Icesave og að hafa forgang um að tryggja að friður ríki á vinnumarkaði. En hver vikan af annarri líður án þess að niðurstaða náist og þjóðin er orðin meðvirk í andlegum doða stjórnmálamannanna og pólitíkin er að draga okkur niður í þunglyndi og kyrrstöðu. Almenningur og heimilin líða mest fyrir þetta.

Um hvaða stærðir er ég að tala?
• Sjálfstæðismenn fóru ekki fram á þjóðaratkvæði til þess að samþykkja 800 MIA framlag ríkissjóðs vegna gjaldþrots Seðlabankans undir stjórn þess sem berst hvað harðast gegn umbótum í atvinnulífinu.
• Ekki var farið fram á þjóðaratkvæði vegna 400 MIA framlags í bankakerfið.
• Við blasir að Íbúðarlánasjóður er gjaldþrota og þarf um 300 MIA. Framsóknarmenn hafa ekki farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekki fást lán til orkufyrirtækja. Búðarháls hefur ekki komist af stað, auk annarra framkvæmda í orkufyrirtækjum og á Reykjanesi.Því var hafnað af þingmönnum að ganga frá Icesave í fyrra, þó þá lægi fyrir mun betri samningur með endurskoðunarákvæðum, en sá verri var nýttur til þess að keyra málið í þjóðaratkvæði í pólitískum loddaraskap.
Sem hefur leitt til þess að ekki hafa verið nýtt:
• 2.000 störf í Búðarháls
• 1.000 störf á Reykjanesi og í öðrum orkufyrirtækjum
• 1.000 afleidd störf

Þetta gerir 4.000 störf þar sem starfsmenn hefðu verið með um 450 þús. kr. í laun að jafnaði sem er um 1.8 MIA á mán. Það hefði skilað til ríkissjóðs í sköttum um 900 millj. á mánuði. Síðastliðið ár hefðu verið 4.000 færri á atvinnuleysisbótum eða sparast hefðu liðlega 700 millj. kr. í bætur á mánuði.

Ríkissjóður hefur semsagt tapað bara vegna þessa um 1.6 MIA á mánuði vegna Icesave. Þessu til viðbótar má benda á skuldatryggingarálagið og vexti vegna annarra lána og svo frestun á styrkingu krónunnar sem hafa kostað heimilin ómældar upphæðir.

Svo er talað um að þjóðin muni fara á hausinn vegna fyrirliggjandi samnings sem kostar okkur um 50 MIA og forsetinn spilar sitt einkennilega og mótsagnarkennda sóló um heimsbyggðina og setur kjarasamninga í upplausn ásamt áætlunum um að AGS fari.

Og NEI-kórinn segir að ekkert liggi á og allir séu ósanngjarnir við litla Ísland. Við getum lært meir af óvinum okkar en vinum, segir einhversstaðar.
Giv mí a breik.

P.s Ég vill ekki borga skuldir óreiðumanna, en við verðum sem þjóð að fara að þeim samningum sem við höfum gert. Þetta er svo sem það sem ég fæst daglega við í mínum störfum, stundum finnst manni að rétturinn liggji hjá manni, en þá eru það lög og reglur sem segja annað og maður verður að sætta sig við það.

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það að það hafi 800 milljarðar í endurfjármögnun og 400 milljarðar í endurfjármögnun bankakerfisins - samtals 1200 milljarðar - er fréttaefni.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur í fantaformi að venju, svo sárt að lesa þessar staðreyndir
Kv Kristinn

Nafnlaus sagði...

Þetta sjónarhorn verður að komast í umræðuna. Þvílíkt bull í forseta vorum og tengslaleysi við atvinnulífið, sama á við um þingmenn Sjálfstæðis og Framsóknar

Nafnlaus sagði...

Frábær grein og sönn.

Þetta verður að komast í umræðuna.

Óhæfir og spilltir stjórnmálamenn eru hinir raunverulegu óvinir fólksins.

Þessa skaðvalda þarf þjóðin að hrista af sér.

Nafnlaus sagði...

Í alvöru Guðmundur trúir þessu virkilega ? Er ekki líklegra en ekki að ástæða þess að árangurinn við endurreisnina og viðsnúning atvinnulífsins sé ekki betri en hann er í dag standi ekki nær okkur en við höldum.

Nokkur dæmi sem hafa jafnmikil ef ekki meiri áhrif en Icesave:

1) Pólitískur óstöðugleiki. Þetta grefur undan tiltrú á íslenska hagkerfið sem og að auka áhættuna við fjárfestingar einfaldlega vegna þess að fagfjárfestar vita ekki hvar þeir hafa stjórnvöld.

2) Skortur á framtíðarsýn í uppbyggingu í atvinnumálum. Hér er bæði horft til nýtingu auðlinda, afrasktur þeirra, dreifbýli vs þéttbýli.

Okkur hefur ekki borið gæfa til að tengja saman framtíðarsýn í atvinnumálum og menntamálum þannig að við getum byggt markvisst upp atvinnulífið með þeim einstaklingum sem hafa bæði menntun, þekkingu og reynslu sem þarf til að bera.

3) Endurreisn á bankakerfi sem er að sýna sig að hafi verið eftir rangri "formúlu".

Við fórum ekki eftir ráðleggingum bestu mögulegu ráðgjafa heldur fórum okkar eigin leiðir.

4) Allt of langur tími farið í skotgrafarhernað varðandi fjárhags endurskipulagningu heimila og fyrirtækja.


5) Róttækar breytingar í skattamálum. Þetta leiddi til þess að fyrirtækin drógu að sér höndum sem og heimilin. Þau vissu ekki hvað væri handan hornsins í skattamálum.

6) Skuldsetning íslenska ríkisins og fjármagnskostnaður. Langtímaskuldbindin ríkisins er um 100% af VLF og vaxtakostnaður þess um 20% af brúttó tekjum. Þetta er mjög alvarleg staða miklu alvarlegri en Icesave !

7) Orkufyrirtækin er yfirskuldsett. OR er þannig nánast gjaldþrota. Það sjá allir sem vilja ef þeir skoða ársreikninga félagsins. LV er ekki í neitt sérstaklega góðum málum. OR er í lægsta flokki fjárfestingakosta (rusl), LV rétt þar fyrir ofan.

Svona mætti halda áfram lengi Guðmundur og nefna mörg önnur atriði.

Við verðum stundum að horfa okkur nær og sjá hvað er undir fótum okkar !

Kveðja,
Björn Kristinsson

Jón Eiríksson sagði...

Þakka þér fyrir pistilinn, Guðmundur, hittir naglann á höfuðið, eins og oft áður. Það er illt hlutskipti að sitja uppi með hvert stjórnstigið af öðru, sem kann ekki fótum sínum (okkar)forráð.

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill, kjarni málsins.

Hvernig væri að fjölmiðlar færu að fjalla um - raunveruleg áhrif þess sem myndi gerast ef samningurinn er felldur, eins og Guðmundur bendir á.

Bein og óbein áhrif á fjármögnun, fyrirtækja bankakerfis, ríkissjóðs og hagvöxt og atvinnu, - eru sennilega upphæðir sem skipta þúsundum milljarða, verði Íslandi í málarekstir fyrir alþjóðlegum dómstólum í mörg ár.

Það væri uppskrift að því að gera Ísland að Kúbu norðursins um langa framtíð - og auka líkur á nýju hruni.

Það er hinn kaldi raunveruleiki, sem tímabært er að fara að fjalla um.

Guðmundur sagði...

Sæll Björn
Þessi atriði sem þú nefnir eiga öll rétt á sér, en breyta engu um þau atriði sem ég tel upp, sem öll eru sjálfstæður veruleiki hvert fyrir sig.

Úr því að ég byrjaður að svara, þá koma að venju einhverjir ógeðspistlar sem ekki verða birtir hér, menn geta átt svoleiðis fyrir sjálfa sig og nært sína lund.
Kv GG

Nafnlaus sagði...

Ef ég bara fengi meira lán...........

Stefán Benediktsson sagði...

Athugasemdir Björns eiga sumar rétt á sér en enginn þeirra breytir því að erlendir lánadrottnar og fjárfestar horfa á hvernig við stöndum við skuldbindingar okkar sama hvernig skuldin varð til. Ef við höfnum samkomulaginu tekur það okkur lengri tíma að vinna traust og eykur á óvissu og óstöðugleika.

Nafnlaus sagði...

Sæll aftur Guðmundur,

Jú rétt hjá þér varðandi athugasemd við fyrra svar mitt.

Mig langar hins vegar að spyrja þig um álit á eftirfarandi frétt sem birtist á Viðskiptablaðinu (http://www.vb.is/frett/61603/)

en þar er verið að fjalla um kísilverið í Helguvík. Þar stendur orðrétt:

"Það sem gerir verkefnið jafn hagkvæmt og raun ber vitni er þrennt: hagfelldir orkusamningar, lágt gengi krónunnar og hagstæðir fjárfestingarsamningar sem gerðir voru við íslenska ríkið og Reykjanesbæ. Í glærukynningu sem GSM hélt segir meðal annars að í fjárfestingarsamningunum hafi meðal annars falist stuðningur sveitarfélaga og ríkis í formi skattaívilnana og undanþágu frá hækkunum á gjöldum. Þar stendur einnig að „íslenskt rafmagn er með því samkeppnishæfasta í iðnaðarheiminum“. Það þýðir á mannamáli að íslensk orka er ódýr."

Í stuttu máli:

*skattaafsláttur
*ódýr orka
*lág króna

Höfum við ekki prófað þetta nokkrum sinnum Guðmundur án nokkurs eða mjög lítils árangurs þegar upp er staðið ? Heiðarlegt svar þegið.

Með kveðju,
Björn Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Af hverju segir þú að Landsvirkjun fái ekki lán fyrir Búðarhálsvirkjun?

Við í lífeyrissjóðnum mínum vildu lána þeim en þeir vildu ekki taka lán með 3,5% vöxtum eins og við buðum þeim.

Þeir sögðust vilja taka lánið erlendis á lægri vöxtum.

Á ég að samþykkja Icesave svo Landsvirkjun geti tekið lán erlendis á lægri vöxtum en lífeyrissjóðurinn minn getur boðið?

Nafnlaus sagði...

Æseifur er ekki bara óvinur atvinnulífsins heldu ógnar hann framtíð Íslands ef bráðabyrgðalögin halda ekki.

Stórar og voldugar fjármálastofnanir munu láta reyna á bráðabyrgðalögin fyrir dómi enda munu þær ekki láta ríkisstjórnir Íslands, Bretlands og Hollands taka af sér réttin til þrotabúsins mótþróalaust.

Með því að samþykkja Æseif núna þá gengst ríkið í ábyrgð fyrir öllum 500MIA kröfum B&H umfram lágmarkstrygginguna eða samtals 1.200MIA í erlendum gjaldeyri með lágmarkstryggingunni, þetta fellur alfarið á ríkið ef neyðarlögin halda ekki og ríkið samþykkir Æseif, bara vaxtagreiðslurnar yrðu 40-60MIA á ári ef þetta eina dómsmál tapast.

Óþægindin af því að hafa Æseif ófrágengin þangað til fyrir liggur niðurstaða um eignir þrotabúsins og niðurstöðu um dómsmál varðandi neyðarlögin er bara rétt smá kláði miða við þær hamfarir sem munu dynja á okkur ef við fáum allan 1.200MIA pakkann í hausinn.

Hörður sagði...

Maður fær að kjósa 9 apríl um hvort við eigum að borga Icesafe með samningum eða með bakreikningi. Hvort við viljum fá reikninginn um framdyrnar eða bakdyramegin.Skuldin hverfur ekkert ofan í jörðina með þrasi.

Nafnlaus sagði...

Er ansi hrættur um að sjálfstæðismönnum líki ekki við þennann pistil. Þetta mál hefur bjargað þeim algjörlega, það er ekki verið að ræða stóru málinn á meðan, Ef þeim tekkst að þvæla þetta mál nógu lengi þá vonast þeir til að fenni yfir stærstu afglöpin.
Kv. Georg

Nafnlaus sagði...

#23:49 Ertu viss um að það hafi verið 3,5% fastir vextir? Það held ég ekki. Það tekur engin lán af þessari stærðargráðu í krónum.