laugardagur, 26. febrúar 2011

Staðan í kjaraviðræðunum

Umfangsmikil vinna stendur yfir í vinnuhópum við gerð kjarasamninga. Samkomulag er um aðferðarfræðina, að láta ekki tímapressu ráða för og reyna frekar að vanda allan undirbúning. Umsamin launahækkun verður greidd frá 1. mars í eingreiðslu fyrir fyrstu 3 mánuðina. Það fer svo eftir því hvenær og hvort samningar takist hvenær hún verði greidd. Viðræður um launaliðinn eru ekki hafnar þannig að það liggur ekki fyrir hversu há þessi eingreiðsla verður. Einnig er órætt hvernig útfærsla væntanlegrar launahækkunar verði, það hversu mikill hluti hennar verði í prósentum og hækkun lægstu taxta í krónum.

Í þessari viku hafa starfshópar verið að störfum við sameiginlegar kröfur sambandanna. Þar bera hæst viðræður um kennitöluflakk og ábyrgð aðalverka á undirverktökum. Aðalverktaki beri ábyrgð á því að kjarasamningar standi í undirútboðum. Einnig er vísað til nýrrar tilskipunar á EES svæðinu um ábyrgð starfsmannaleiga á því að kjarasamninga séu virtir í því umhverfi sem starfað er hverju sinni.

Haldnir hafa verið fundir með SA og svo með bönkunum og ríkisskattstjóra um hvernig hægt sé að koma böndum á villta vesturs 2007 háttalaginu, þar sem allt var gert sem ekki var bannað til þess að víkja sér undan launatengdum gjöldum til samfélagsins. Einnig er unnið við endurskoðun á orðalagi texta slys og veikindi.

Næst kröfu um launahækkanir er krafa jöfnun lífeyrisréttinda. Í viðræðum við stjórnvöld verður lögð mikil áhersla á þann lið. Krafa er að sett markmiðið um að lífeyrir allra nái 70% af meðalævilaunum standi. Samræma þarf iðgjöld og lífeyrisaldur þannig að allir lífeyrissjóðir séu sjálfbærir og koma í veg fyrir að verið sé að framvísa skuldbindingum á komandi kynslóðir eins og gert er í opinberu sjóðunum og gert yrði ef hugmyndir alþingismanna um að taka fyrirfram út skattatekjur framtíðarinnar í lífeyriskerfinu.

Mikil áherslu er lögð á atvinnumál og aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi og endurskoðum á fyrirhuguðum breytingum á vaxtabótakerfinu. Stefnt er að því að hefja viðræður um launamál í lok næstu viku. Samfara stóru málunum eru í gangi viðræður vegna margra sérsamninga.

Engin ummæli: