mánudagur, 21. febrúar 2011

Réttri stefnu fylgt

Í könnun sem ASÍ lét Félagsmálastofnun Háskólans gera fyrir sig í síðustu viku var m.a. spurt um eftirfarandi atriði :

Nú standa yfir viðræður um nýja kjarasamninga. Hvort ertu hlynntari því að verkalýðshreyfingin leggi áherslu á sambærilegar launahækkanir fyrir alla, eða meiri launahækkanir til þeirra sem starfa í útflutningsgeiranum, sem njóta góðs af gengi krónunnar?

Sambærilegar hækkanir fyrir alla : 94%
Meiri launhækkanir til þeirra sem starfa í útflutningsgreinum : 6%

Hvað viltu að verkalýðshreyfingin leggi mesta áherslu á í yfirstandandi kjaraviðræðum?

Beinar launahækkanir : 19%
Að tryggja kaupmátt launa : 48%
Atvinnuöryggi : 24%
Aukin réttindi : 4%
Starfsumhverfi : 1%
Annað : 4%


Hversu mikilvægt telur þú að verkalýðshreyfingin leggi áherslu á að jafna lífeyrisréttindi launafólks á almennum og opinbera vinnumarkaðinum?

Mjög mikilvægt : 60%
Frekar mikilvægt : 30%
Ekki mikilvægt : 6%
Alls ekki mikilvægt : 3%

Þessar niðurstöður eru í fullu samræmi við þá stefnu sem fylgt hefur verið í vinnu við endurnýjuna kjarasamninga af öllum stéttarfélögum landsins utan tveggja.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð, málefnalegan styrk og raunsæi. Það sýnir að samtök launþega hafa lært af mistökum fortðíar.

Það eru einmitt þannig vinnubrögð sem geta skilað auknum kaupmætti og endurreisn Íslands til framtíðar.

Þá vegferð þarf að feta frekar frá ónýtum og stór-hættulegum gjaldmiðli, sem á mesta sök á hruni í kaupmætti almennings, bæði, með aukinni verðbólgu og hækkun matvæla.

Mikil hækkun skulda með hruni gjaldmiðilsins langt umfram allar efnahagslegar forsendur, hefur síðan gert þúsundir heimila gjaldþrota eða eignalausa um langa framtíð. Það er sennilega mesta eignaupptaka sem orðið hefur í nokkru vestrænu ríki á friðartímum - þökk sé ónýtum, hættulegum örgjaldmiðli

Engin slík kerfisbundin eignaupptaka varð innan landa með stóran gjaldmiðil eins og evrunnar.

Þess vegna er hækkun gengis og nýr gjaldmiðill svo mikilvægur sem allra fyrst.

Enn stafar mikil ógn af krónunni þrátt fyrir nýafstaðnar hörmungar. Þá ógn má m.a. sjá í að almenningur á Íslandi borgara 2-3 sinnum meira fyrir íbúð á Íslandi, en fólk innan evrunnar. Þetta gerir fólk að efnahagslegum þrælum gjaldmiðilsins - ævilangt.

Vonandi hafa launþegar nægjan kjark og visku til að sækja fram til mikillar kaupmáttaraukningar á því sviði, með varnalegum launsnum og nýjum gjaldmiðli.

Auknar upplýsingar og mikil fræðsla eru mikilvæg verkfæri á þeirri leið. Þar átt þú mikinn heiður skilinn Guðmundur,,,

Nafnlaus sagði...

Margar útflutningsgreinar hafa tvöfaldað tekjur sínar en kostnaðurinn staðið í stað. Maður hefði haldið að þar væri verulegt svigrúm til launahækkana á þeim bænum. Samræmist það raunveruleikanum að etja fólki svona saman? Mér finnst stefnan vera sú að það sé verið að jafna niður á við. vellit

Unknown sagði...

En hvað með þá staðreynd að fiskvinnslufólk sat eftir í bólunni? meðan flest allir aðrir hækkuðu töluvert?
Þarf ekki að leiðrétta það?

Nafnlaus sagði...

Þið fylgið láglaunastefnu, þetta er m.a. ástæðan fyrir því að íslenskir launþegar hafa dregist aftur úr öðrum launþegum í löndum hér í kring. Þið hafið staðið ykkur afspyrnu lélega sé litið til þessara þátta. Hér á landi hefur engin stétt tækifæri á að knýja fram launahækkun frá atvinnurekenda sem græðir á tá og fingri vegna verkalýðshreyfingarinnar. Hér skulu allir fá sama smá skítinn úr hnefa atvinnurekenda.

Þú þarft ekki að birta þetta frekar en annað sem ég hef skrifað, mér nægir að þú lesir þetta sjálfur.

Valur B

Guðmundur sagði...

Þeir sem fengu mesta launaskriðið hafa orðið fyrir mesta kaupmáttarhrapinu, eða um 30 - 50% og þar er mesta atvinnuleysið eða um 20 - 35%.

Með því að fylgja þessari stefnu er tryggt að allir ná samning og reyndar þetta er stefnan sem var samþykkt á félagsfundfum og eftir henni ber starfsmönnum að fara. Þetta er ekki einhver uppfinning örfárra í lokuðum Koníaksklubbi euins og haldið hefur verið fram í nánast hverjum einast fréttatíma undanfarnar vikur ásamt einhverju fúkyrðaflóði um starfsmenn stéttarfélaganna.

Guðmundur sagði...

Valur B er einn er föstum aths. mönnum hér og er ætíð með eihhverjar órökstuddar dylgjur og fúkyrði í garð starfsmanna stéttarfélaga.

Svona til þess að minna menn á, hefur reyndar komið fram hér á þessari síðu í allmörgum pistlum. Laun íslenskra launamanna hafa reglulega farið upp í svipað og það gerist í nágrannalöndum, en það hafa stjórnvöld fellt krónuna og hrifsað til sín þann kaupmáttarauka sem íslenskuir launamenn hafa áunnið sér. Þar er ekki við kjarasamninga að sakast þar er við örgjaldmiðilinn krónu og slaka efnahagsstjórn.

Þetta vita allir hugsandi menn.