föstudagur, 11. febrúar 2011

Fjötrar brotnir

Fjötrar brotnir
Undanfarna tvo daga hefur verið unnið að því að losa um þá fjötra sem SA/LÍÚ voru búin að setja á viðræður vegna endurnýjunar kjarasamninga. Fyrir liggur fyrir vinnuskjal fram samninganefndum SA og ASÍ þar sem reiknað er með menn vinna það sem af er þessa mánaðar að setja upp útlínur 3ja ára samnings sem rennur út 31. des. 2013.

Samningstímabilið hefst 1. marz 2011 með aðlögunartímabili sem rennur út 1. júní 2011. 1. jan. 2012 og 1. jan. 2013 komi launahækkanir. Inn í samningnum verði verðtryggingar og stefnumið í efnahags- og gengismálum. Samningstímabilið hefjist með launahækkun 1. marz.

Hafi aðilar, það er stjórnvöld, sveitarfélög, SA og samtök launamanna náð samkomulagi fyrir 1. júní, taka umsamdar launahækkanir að fullu gildi og breytingar þá framkvæmdar taxtakerfum. Ekki er búið að semja um hækkanir og ber nokkuð á milli aðila hvað varðar, en reiknað er með krónutöluhækkunum á lægstu taxta, en að öðru leiti prósentuhækkunum.

Ef ekki næst heildarsamkomulag fyrir júní er fellur samningurinn úr gildi og er uppsagnarfrestur samningsins verður er 3 mán. Búið er að ræða ýmis tækniatriði, en eins og vanir samningamenn þekkja, þá getur sambland krónutöluhækkana og prósentuhækkana í mörgum tilfellum orðið mjög flókið í taxtakerfum.

Miklu máli skiptir í þessu samhengi öllu hvernig umsamin atriði tengjast efnahagsstjórn og verðtryggingu samningsins og uppbyggingu atvinnulífs. Ná þarf sátt um hlutlæg markmið og viðmiðanir til þess að verja kaupmátt í svona löngum samning. Í marz verður lögð megin áhersla á að ná sáttum um launahækkanir og mál tengd þeim þætti. Í apríl og maí verður síðan lögð áhersla á sameiginleg mál hvað varðar stjórnvöld.

Með þessu er stefnt að því að tryggja öllum launahækkanir, ekki síst þeim sem minnst mega sín og eru í hvað verstri stöðu á vinnumarkaði. En eins og komið hefur fram þá hafa tvö stéttarfélög klofið sig frá þessari vinnu og vilja semja um launahækkanir hjá stéttum sem vinna í útflutningsfyrirtækjum, en láta að aðrar stéttir liggja óbættar hjá eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarna daga.

Þetta hefur þær afleiðingar að laun verða tengd afkomu fyrirtækja og sem hefði haft þær afleiðingar að laun hjá útflutningsfyrirtækjum hefðu lækkað um 30% á árunum 2005 – 2008.

4 ummæli:

Agnar Kr. Þorsteinsson sagði...

Kallarðu það að brjóta fjötra með því að leyfa SA samt að tengja óskir þeirra við kjarasamninga?

Mér finnst það ansi aumt og snautlegt af ASÍ að leyfa SA að fara að gera þá kröfu á ríkistjórnina að það eigi að ljúta þeirra vilja í kvótakerfismálum svo kjarasamningar verði gerðir til lengri tíma.

Það á ekki að taka það í mál að slíkt verði gert.

Stefán Benediktsson sagði...

Ef þessi tvö félög eru reiðubúin til að skuldbinda sig til þess að taka það vonda með því góða og vera samferða útgerð og vinnslu á þeirra rússíbanareið, ætti kannski að leyfa þeim það í þrjú ár.

Nafnlaus sagði...

Annað mál sem þarf að ræða eru beinar aðgerðir Seðlabankans til að halda gengi krónunnar lágu. Með þessu eru þeir að skaða hagsmuni launþega og hjálpa útflutningsatvinnugreinum.

Þetta er jafn ósiðlegt hjá okkur og Kínverjum, sem hafa haldið juaninu lágu um áratuga skeið til að klekkja á samkeppnisaðilum annarsstaðar.

Kveðja,

Guðbjörn

Guðmundur sagði...

Sæll Agnar
Við vorum að brjóta þá fjötra af okkur eins og kemur fram í pistlinum.
Takk fyrir innlitið kv GG