Öll stéttarfélögin hafa undanfarna mánuði margsinnis fundað um þá tvo valkosti sem í boði eru, skammtímasamning, eða langtímasamninga. Skammtímasamningar munu leiða til ákaflega mismunandi samninga, áframhaldandi óvissu og kyrrstöðu, auknum líkum á hækkandi verðbólgu og vöxtum. Áframhaldi niðursveiflunnar og enn meiri kaupmáttarrýrnun. Sé sú leið valinn munu þeir hópar sem eru í bestu stöðunni hugsanlega náð til sín launahækkunum, á meðan stóru hóparnir sem eru í slakri stöðu á vinnumarkaði og búa við mesta atvinnuleysið, munu ná engum kjarabótum.
Tvö stéttarfélög innan Starfsgreinasambandsins hafa klofið sig frá hinum og hafa valið þessa leið með kröfum um tuga prósenta hækkun hjá þeim sem mest hafa og búa við minnsta atvinnuleysið, en skilja hina hópana eftir. Það myndi t.d. þýða að stórir hópar fái ekkert út úr komandi kjarasamningum og líklega ekki ná neinum kjarasamningum það sem eftir líður þessa árs, vegna þess að þeir eru í engir stöðu til þess að slá frá sér. Það er einmitt þetta sem hefur leitt til þess að öll hin stéttarfélögin hafa valið aðra leið.
Hin stéttarfélögin með um 95% félagsmanna ASÍ hafa ásamt BSRB, KÍ og BHM valið að snúa bökum saman og gera tilraun til þess að ná langtímasamning. Langtímakjarasamningur verður að vera verðtryggður með einhverjum hætti, (oft kallað rauð strik á samningamáli). Það er ekki framkvæmanlegt nema með þríhliða samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðs, vegna hins óstöðuga gjaldmiðils. Nú er verið að takast á um lagfæringar á skerðingum í bótakerfinu um leið og fá fram virkar kjarabætur til þeirra sem verst standa og muni halda.
Öll stéttarfélögin utan hinna tveggja eru ætla að láta á það reyna til hlítar hvort þessi leið sé fær. Ég er t.d. formaður yfir sambandi þar sem eru 10 af aðildarfélögum ASÍ og þar eru klárar samþykktir hvað ég eigi að gera. En sé litið til þeirra ummæla sem eru viðhöfð í fjölmiðlum um störf okkar er þess krafist þess að við forsvarsmenn þessara félaga gangi göngum þessum samþykktum. Maður skilur ekki hver sé hinn félagslegi þroski þeirra sem eru með svona kröfur.
Í fjölmiðlum er því blákalt haldið fram að það séu forystumenn hinna tveggja litlu félaga sem vinni fyrir félagsmenn mína, en ekki ég. Ekkert er fjarri sanni, á undanförnum vikum hef ég haldið fundi á Akranesi, Sauðárkrók, Akureyri, Egilsstöðum, Selfoss, Reykjanesbæ og Reykjavík. Allstaðar fullt úr úr dyrum og liðlega 500 félagsmenn hafa mætt.
Endurtekið er því haldið fram að ég sé í einhverjum einangruðum Koníaksklúbb sem sé með allt niðrum sig. Fréttatíma eftir fréttatíma og þar á milli í spjallþáttum er okkur starfsmönnum annarra stéttarfélaga gert sitja undir allskonar ávirðingum og lágkúru af hálfu forsvarsmanna hinna tveggja félaga, m.a. að verið sé að semja með það að markmiði að hækka sérstaklega laun formanna stéttarfélaga. Það er nánast alveg sama hvað kemur upp fjölmiðlamenn ræða ætíð við formenn hinna tveggja félaga og þar fáum við venjubundna skammta af órökstuddum ávirðingum, ekkert reynt til þess að fá botn í hvort þær alvarlegu ásakanir eigi við einhver rök að styðjast.
Það er ekki starfsfólk ASÍ og forseti sem taka ákvörðun um að fara þessa leið svo forsetinn fái sérstaka launahækkun, eins og haldið er fram í fjölmiðlum. Það er reyndar mesta lágkúra sem sést hefur í umfjöllun um kjaramál fyrr og síðar. Samningsrétturinn liggur ekki hjá ASÍ, hann er hjá hverju stéttarfélagi. Það voru félagsfundir í hinum 60 aðildarfélögum ASÍ með stjórnum og trúnaðarráðum sem ákváðu að fylgja þessari leið, en tvo stéttarfélög berjast gegn því.
Vitanlega er hverju stéttarfélagi heimilt að ákvarða hvaða kjarastefnu það fylgi og ekkert við það aðthuga að hin tvö umræddu stéttarfélög fari þessa leið, en það er aftur á móti ekkert sem gefur forsvarsmönnum þeirra einhvern rétt til þess að úthúða þeim sem eru annarrar skoðunar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli