Ég hef nokkrum sinnu m komið að því hversu löskuð umræðan er hér á landi. Íslensk stjórnmál einkennast af valdabaráttu og stjórnmálaflokkarnir gæta sérhagsmuna þeirra valdahópa sem að baki hverjum flokki stendur. Stjórnmálamenn leggja umfram allt áherslu á að viðhalda völdum eða komast til valda.
Ummæli varaformanns Sjálfstæðisflokksins í vikunni um að það væri óvenjulegt að þingmaður, hvað þá formaður stjórnarandstöðuflokks tæki afstöðu til mála með hagsmuni þjóðarinnar að markmiði. Þessi sami varaformaður sagði fyrir nokkur að Rannsóknarskýrslan um hvernig efnahagstefna þessa flokks hefði leitt þjóðina í gjaldþrot þvældist fyrir flokknum, en því myndi linna fyrr en síðar. Það eru þessi viðhorf sem eyðileggja pólitíska umræðu, veldur siðrofi og er orðið þröskuldur í vegi framfara.
Erfiðleikatímar er heimavöllur lýðskrumarans. Þjóðfélagsumræðan hefur fallið niður á lægri stig eftir Hurn. Allir kostir í stöðunni sama hvert litið er, eru slæmir. Við erum dæmd til þess að leita upp besta slæma kostinn, annars blasir við lakari staða. Yfirboð eru þekkt við undirbúning kjarasamninga, einstaklingar sem telja sig hafa fundið sársaukalausar töfralausnir. Vitanlega vill fólk trúa því að hægt sé að vinna sig út úr vandanum á þægilegan hátt, í stöðunni séu möguleiki mikilla launahækkana.
Á þessum forsendum vinnur lýðskrumarinn í sinni fullvissu, að hann þurfi ekki að standa við sín yfirboð. Hann veit að fyrir valinu verður leið raunsæis, eftir að skoðaðir hafa verið allir kostir og gallar stöðunnar. Lýðskrumarinn verður þar af leiðandi endurtekið sigurvegari, en raunsæismaðurinn tapari, hann dæmist til þess að benda á galla yfirboðsins og þá erfiðu kosti sem eru í stöðu efnahagsvandans, annars föllum við enn neðar og vandamálin vaxi.
Hér spilar fjölmiðlamaðurinn stórt hlutverk og við líðum fyrir það hversu slök íslensk fjölmiðlun er í sumum tilfellum, þekkingarleysi fjölmiðlamanna. Lýðskrumaranum er hampað í viðtölum og spjallþáttum. Það sem er vinsælt er valið til umfjöllunar, töfralausnirnar. Raunsæir menn eiga erfitt með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og þeir tapa atkvæðum.
Ef við ætlum að ná samskonar efnahagslegum stöðugleiki og er í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, verðum við að gera það sama og þau hafa gert. Til þess þarf hugarfarsbreytingu, agaða stjórnarhætti og traustan og stöðugan gjaldmiðill. Það er forgangsverkefni að launamenn endurheimti fyrri lífskjör, það verður ekki gert án aukinnar verðmætasköpunar. Við erum er í fararbroddi í vistvænni orkunýtingu og hér er mikill mannauður. Við eigum að styðja nýsköpun og auðvelda erlenda fjárfestingu.
7 ummæli:
Smá info frá þér.
Núna eftir fall krónunar, verðbólgu, hækkað matvöruverðs, hækkun verðbóta á lánum.
Hvað á að krefjast miklar hækkunar handa félagsmönnum.
30%-50% er bara rétt til að leiðrétta launin, miðað við 2007.
mbk
Þetta er harla einkennileg athugasemd við þennan pistil svo ekki sé nú meira sagt. En eins og stendur á forsíðu þessa bloggs eru menn vinsamlega beðnir um að halda sér við efni viðkomandi pistils.
Það hefur verið fjallað ítarlega í mörgum pistlum hér á þessari síðu að örgjaldmiðill okkar kallar á reglulegar gengisfellingar og um leið kaupmáttarhrap.
Bendi þér á að lesa þá pistla. Þar er einnig fjallað um hvaða leið er fær til þess að endurvinna kaupmátt, það gerist ekki með kollsteypum.
Allir vita að ef laun eru hækkuð í einu skrefi um 30 - 505% mun verðbólga fara í sömu tölu og leiða til enn meira kaupmáttarhraps, vegna .þess að það fer beint út í verðlag og vextir munu einnig hækka um sömu tölu.
Kröfugerð Rafiðnaðarsambands Íslands og samþykktir félagsmanna sambandsins er vitanlega að finna á heimasíðu sambandsins.
Athugasemd merkt nafnlaus 14.44 er skrifuð af mér.
Kv GG
Gagnorð grein og þörf, Guðmundur. Takk fyrir.
Takk fyrir svarið.
Segir mér allt sem segja þarf.
Engin launahækkanir sem sagt því það kemur í bakið á okkur.
Biðst afsökunar á að halda mig ekki við efnið.
ps.
Hef lesið alla pistlana þína.
mbk
Sæll Guðmundur
Ég samdi síðast um mín kaup og kjör í lok árs 2005. Til að viðhalda sama kaupmætti og ég hafi þá þyrftu laun mín að hækka um 20% brúttó og 25% nettó (m.t.t. skattahækkana)
Ég held að viðmiðið sem kom frá Guðbjarti hafi komið við marga. Laun hérlendis, þ.e. hjá millistéttinni duga hreinlega ekki fyrir venjulegum heimilsrekstri. Meðað menn gátu bætt við sig auka vinnu þá gekk þetta upp. En núna blasir kaldur veruleikinn við okkur.
Kveðja. Þú afsakar nafnleysið
Þakka hinum fjölmörgu fyrir innlitið. Reyni hér að svara nokkrum af þeim spurningumsem fram hafa komið
Fyrir liggur spá um verðbólgu á bilinu 1,5 – 2,5% næstu misseri, gæti jafnvel farið yfir í verðhjöðnun, sem myndi leiða til enn meiri samdráttar í hagkerfinu.
Það sem við þurfum er að komast út úr þeirri kyrrstöðu sem við erum búin að vera í. Það myndi auka atvinnumagn, styrkja krónuna og leiða til þess að ný störf myndast.
Þar er helsti sökudólgurinn ófrágengið Icesave-mál, sem kemur í veg fyrir að íslensk fyrirtæki geti fengið viðráðanleg lán til þess að fjármagna framkvæmdir.
Þetta hefur oft komið fram hjá orkufyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum. Sum fyrirtækin hafa valið þann kost að flytja sig yfir á Evru svæðið, eins og t.d Össur og önnur tæknifyrirtæki og svo nokkur sjávarútvegsfyrirtæki.
Samþykktir innan Rafiðnaðarsambandsins eru að fara ekki svokallaða baksýnisspegil-leið, sem farin var síðast sem leiddi til þess að margir millitekjuhópar fengu engar launahækkanir.
Einnig eru samþykktir að fara kaupmáttaraukningar-leiðina, eða sömu leið og farin hefur verið á hinum norðurlandanna. Þar er ætíð samið um 1,5 – 2,5% launahækkanir umfram verðbólgu.
Það hefur skilað mestum stöðugleika og launamenn hafa þá haldið sínu, ekki misst það í verðbólguskotum, svimandi vöxtum og svo hinu endalausa íslenska gengishruni, sem veldur stökkbreyttum lánum og hrikalegri skuldastöðu heimilanna.
Á þessu er byggð sú krafa að það verði að verðtryggja komandi samninga og stefna til framtíðar að skipta um gjaldmiðil.
Þannig samninga er ekki hægt að gera nema með aðkomu stjórnvalda og geirnegla þeirra aðkomu.
Skammtímasamningar með miklum launahækkunum myndu skila heildinni engu, það yrði áfram kyrrstaða, kaupmáttur minnka enn frekar og stóru láglaunahóparnir yrðu í enn verri stöðu.
Skrifa ummæli