Undanfarin misseri hefði ríkt kyrrstaða, sem er afleiðing af þrefi stjórnmálamanna um alla skapaða hluti. Hagkerfið er keyrt áfram að einkaneyslu en engin fjárfesting er í gangi. Það getur ekki leitt til annars en vaxandi erfiðleika. Skuldsetning samfélagsins er í lagi ef hún fer í fjárfestingar sem koma til með að skila arði.
Þegar menn setjast að því í nóvember að setja upp vinnuáætlanir fyrir endurnýjun kjarasamninga voru menn að vegna aðstæðna yrðu menn að líta heildstætt á hlutina. Hvaða hópar eru varðir í dag og hverjir standa berskjaldaðir? Ef ekki næðist samstaða er mestu líkur á að nokkrir hópar dragi til sín það sem til skiptana er og þeir sem minna mega sín sitji eftir. Það eru nokkrir hópar sem hafa skjól af ónýtri krónu, en það er á kostnað annarra hópa, nokkrir hópar nái kjarasamningum, en eftir munu sitja þeir hópar sem minnst mega sín og eru hvað verst settir hvað varðar atvinnuástand og þeir myndu sitja eftir samningslausir í marga mánuði.
Launamenn voru komnir vel af stað með svokallaða atvinnuleið og voru sammála um að það væri ábyrgðarleysi að kanna ekki til hlítar hvað launamönnum stæði til boða. Þessari leið var SA sammála á fundum í nóvember, desember og janúar. En þegar skriður var að komast af stað snéru þeir við blaðinu og settu fram kröfur um að ekki væri samið fyrr en að LÍÚ hefðu náð ásættanlegum samningi að þeirra mati um kvótamálin.
Þetta er ólöglegt, það er lagaleg skylda atvinnurekenda og samtaka launamanna að gera kjarasamninga um kaup og kjör fólks. Samkvæmt lögum má ekki blanda saman við þá baráttu utanaðkomandi atriði. Þetta var meðala annars það sem SA benti á þegar skuldavandi heimilanna var til umræðu að kröfur komu um að taka það upp á baráttuborðið. Einnig mætti líkja þessu saman við að launamenn krefðust þess að skipt yrði um gjaldmiðil til svo umsaminn kaupmáttur haldist. En eins og launamenn vita þá vilja útvegsmenn halda í krónuna til þess að greiða innlendan kostnað, en gera fyrirtæki sín upp í Evru.
Samtök launamanna hafa á því skoðanir hvernig ganga á frá samningum um kvótamálin, þar á að gæta hagsmuna almennings, ekki örfárra útvegsmanna, allt eins gæti sú staða að það væri vilji meðal launamanna að fara í aðgerðir ef niðurstaða í kvótamálum yrði með þeim hætti sem útvegsmenn krefjast. Launamenn hafna því alfarið að útvegsmenn ætli að nýta sér stöðu á vinnumarkaði til þess að ná fram sínum sérhagsmunum, sem í sumu eru algjörlega andstæðir hagsmunum íslensks almennings.
8 ummæli:
Ef SA er að stilla öllum upp við vegg vegna kvótans, þá á ríkisstjórnin ekkert annað val en að setja kvótamálið í þjóðaratkævðagreiðslu. Það ætti að setja þetta lið niður á jörðina.
Valur B
Góður í fréttunum í gær nafni. Bestu baráttukveðjur, GB.
Krafan í viðræðum við launamenn er skýr. Kvótinn til LÍÚ og FLokkurinn í ríkisstjórn.
D.H.
Ríkið er búið að skerða kjör hins almenna borgara á síðustu tveimur árum (síðan hin tæra vinstristjorn, hinna vinnandi stétta) um rúm 12% með auknum álögum í formi gjalda og skatta. Af hverju snýr Guðmundur Gunnarsson og co. sér ekki til þeirra sem hafa skert kjör umbjóðendanna mest þ.e. steingríms j. og jóhönnu? Þeim væri í lófa lagið að leiðrétta þetta?
Nafnlaus 15:10
Á hvaða plánetu býrð þú?
Það var arfavitlaus efnahagsstjórn hægri stjórna undanfarinna 18 ára sem leiddi hagkerfið fram af brúninni sem varð til þess að króna féll. Með féll kaupmáttur launamanna um 13%.
Taka allan kvótan strax og endurúthluta honum þá er ekkert til að deila um
Guðmundur stendur sig vel, alltaf með fókusinn á réttum stað.
Kveðja Viðar I.
Gott innlegg hjá þér í fréttunum hjá þér í gærkvöldi. Kv. G. Sauðárkróki
Skrifa ummæli