mánudagur, 2. febrúar 2009

Eyðsluklær

Ég verð að viðurkenna að ég hélt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hefðu meðtekið þann boðskap sem almenningur hefur kyrjað á Austurvelli undanfarnar vikur í búsáhaldabúgítaktinum. Þeir hamra í síbylju á gömlu klisjunum.

Sjálfumgleðin er á sínum stað og fullvissan um að þeir einir þekki réttu leiðirnar, annað sé glundroði. Þeir sem beini sjónum sínum að heimilunum og fjölskyldunum séu eyðsluklær. Taki peninga frá þeim sem meira mega sín og sói þeim á fátækt fólk. Þetta er eina innihald útlegginga formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í hvert skipti sem þau fá tækifæri í fjölmiðlum.

Það vottar ekki fyrir afsökunum til almennings þó svo að landið sé rjúkandi rúst eftir 18 ára valdasetu þeirra. Flokkurinn var ófáanlegur til þess að taka til í efnahags- og peningastjórninni og studdi óbreytt ástand. Þess vegna gafst þjóðin upp á flokknum, en valdaapparatið er ekki búið að átta sig á því að þjóðin er búin að fá nóg.

En nú hefur þjóðin 80 daga til þess að taka til á listum flokkanna, eða móta nýja lista. Leggja grunn að nýjum áherslum í nýju þjóðfélagi

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var einmitt að hlusta á Bjarna Ben á Bylgjunni í morgun. Sýn hans er makalaust sjálfhverf.Hann einblínir á skort á málefnaágreiningi milli D og S í fallinni ríkisstjórn, en er allsendis ómeðvitaður um óskir þeirra þúsunda sem hafa mótmælt mánuðum saman. Þá kemur ekkert til greina í hans haus eftir næstu kosningar en tveggja flokka stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
Það er eins gott að flokkurinn stokki þá vel upp á listum, betur en t.d. Framsókn.

Nafnlaus sagði...

En gallinn er bara að fjórðungur þjóðarinnar er með varanlega heilaskemmd, og kýs þetta pakk aftur og aftur og aftur fram í rauðan dauðan.

Lýðræði virkar því aðeins að almenningur sé fær um að taka upplýstar (og þá væntanlega skynsamlegar) ákvarðanir.

Maður fer að örvænta um getu Íslendinga til þess.

Íslendingar eru - sorglegt nokk - að mörgu leyti eins og hundarnir í tilraunum Mengele, sem héldu áfram að reyna að svara kalli eigandans eftir að eigandinn hafði pyntað þá mánuðum saman og nánast murkað úr þeim lífið á hroðalegan hátt.

Nafnlaus sagði...

en nú verður líka að fylgjast með þvi,hvort þessir kappar taki bónusana með sér,biðlaun.
Eða var þetta bara svona froðusnakk um að við yrðum að standa saman.
Sjáum hvernig þeirra siðferði virkar

Nafnlaus sagði...

Það er auðvitað fáránlegt að setja málið þannig að landið sé í rjúkandi rúst VEGNA 18 ára valdasetu xD. Þú getur allt eins sagt að landið sé rjúkandi rúst vegna þess að það var frost í nótt.

Staðreyndin er sú að það gengur yfir heiminn heimskreppa og það eina sem hefði getað komið í veg fyrir þessa stöðu sem landið komst í er ef við hefðum haft gæfu til þess að ganga ekki í EES. Nú... sá fýr sem telur sig eiga allan heiðurinn af því heitir Jón Baldvin Hannibalsson.

Annars er ég orðinn verulega þreyttur á þessari þvælu um að það sé íslendingum að kenna að allar lánalínur hafi lokast á sama tíma og frjálst flæði fjármagns tryggði að menn gátu gert það sem þeir gerðu. það er einvaldlega ekki afleiðing af valdasetu xD. Málið er miklu stærra en slíkt og ef menn geta ómögulega séð þessa kreppu í stærra samhengi, þá getum við allt eins flutt úr landi... því við munum aldrei sigra kreppuna með þessu hugarfari.

Guðmundur sagði...

Flestum ber saman að landið sé rjúkandi rúst eftir efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins, eða líklega frekar afskiptaleysi og helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Hvað varðar EES er það áberandi hjá þeim hafa fjallað um efnahagsþróunina að ein stærstu mistökin hafi verið að halda ekki áfram og ganga í ESB.

Þegar það var orðið ljóst þá treysti Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki til þess að fara þá leið og hefru gert allt sem á hans valdi er til þess að koma í veg fyrir umræðu um þau mál.

Það fer ekki á milli mála að sök Sjálfstæðisflokksins er gríðarlega þung, en það má einnig velta fyrir sér hvað var þingheimur að gera. Hvað varðar pólitíkina almennt þá þarf ekki að fara lengra en út í Ráðhús og rifja upp atburðarrásina eitt ár eða svo til þess að sjá hvaða vinnubrögð Sjálfstæðismenn hafa tamið sér.

Svo má velta fyrir sér hvers vegna svo margir eru nafnlausir sem verja þá rjúkandi rúst sem Ísland er í dag

Nafnlaus sagði...

En rosalega málefnalaust rugl í þér hér fyrir ofan. Hvernig færðu það út að það séu eins rök að kenna frosti og sjálfstæðisflokknum um? Ég veit ekki betur en að þessi flokkur hafi sagst taka ábyrgð á öllu sem vel gekk á þessum átján árum. En aldrei er neitt þeim að kenna. Þeir settu leikreglurnar, þeir vinavæddu bankana, skelltu skollaeyrum við óteljandi viðvörunum en þetta er enganvegin þeim að kenna?

Hvað þarf þessi flokkur að gera til þess að svona blindir stuðningsmenn eins og þú stoppir og hugsir; ,,ókey, þetta er kannski ekki eins gott og ég hélt"?

En það er líka eitt gaman við þessa nauðvörn ykkar og það er það að þið getið ekki bæði varið flokkinn ykkar og stefnuna, annað verður að fjúka. Þannig að þegar þið segið að þetta hafi ekki verið fólkinu í flokknum að kenna, þá hlítur það að vera kerfið ykkar sem er bilað. Ef þið segið að kerfið sé eins fullkomið og mögulegt er, ja þá hlítur fólkið að vera sundur spillt.

Það vita allir að það er heimskreppa, en þú ættir einnig að vita það að ekkert land hefur farið verr útúr henni. Hér er óþekkti x-þátturinn sem orsakar muninn x-d.

Nafnlaus sagði...

Bara fyrir forvitnissakir...

Hverjum ber saman um að Sjálfstæðisflokknum sé um að kenna hvernig komið er fyrir landinu?

Hvað gerði Sjálfstæðisflokkurinn til að steypa landinu í glötun?

Hvað hefði Sjálfstæðisflokkurinn getað gert til að afstýra efnahagshruninu?

Af hverju er aldrei talað um Samfylkinguna sem sökudólg, þrátt fyrir að hún hafi setið í ríkisstjórn og m.a. stýrt viðskiptaráðuneytinu í meira en ár áður en hrunið reið yfir?

Og hvernig er hægt að tala um íslensku þjóðina sem eina heild með einn vilja í pólitísku tilliti?

Getur verið að það sé einhverskonar blind vendetta sem beinist að Sjálfstæðisflokknum í gangi?

Þætti afar vænt um svör, en geri mér grein fyrir að ég bið ekki um lítið.

Nafnlaus sagði...

Ég held að um eða yfir 70% þjóðarinnar geti komið sér saman um þann sannleika að Sjálfstæðisflokkurinn, græðgisvæðing hans, brask og spilling hafi sett landið á hausinn.

Þeir sem væla um alþjóðlega fjármálakreppu hafa enn ekki vaknað eða hreinlega ljúga

Vonandi að þessi þjóð haldi sér pólitískt vakandi hér eftir. Ekki bara fram að kosningum, heldur alltaf, og að mótmæli og pólitísk þátttaka sé komin til að vera að eilífu!

Guðmundur sagði...

Svör við öllum þessum spurningum hafa komið fram í nánast hverjum einasta umræðuþætti undanfarið, þær hafa verið raktar lið fyrir lið í pistlum sem eru á þesari síðu og reyndar svo víð annarsstaðar.

Eini stjórnmálaflokkurinn sem ég hef verið skráður í heitir Sjáfstæðisflokkurinn og var m.a. fulltrúi fyrir hann í borgarstjórn. Ágætt væri að menn væri ekki að skrá mig í aðra flokka.

En ég sagði mig úr flokknum þegar hann breyttist í norrænum hægri krataflokk í öfgafullan frjálshyggjuflokk sem umfram aðra kallað yfir íslenska þjóð þá stöðu sem hún er í.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála Guðmundi að Sjálfstæðisflokkurin á mestan þá í þeirri stöðu sem við erum í. Og svo má ekki gleyma ýmsum félögum sem honum eru tengdir einsog Viðskiptaráði sem hefur leynt og ljóst unnið gegn öllu eftirlitsstofunum og reglum í viðskiptaumhverfinu hér á landi Samanber þettað "Viðskiptaráð leggur mikla áherslu á minni ríkisumsvif og berst gegn útþenslu hins opinbera. Umfang reksturs ríkisins getur haft mikil áhrif á starfsumhverfi og starfsmöguleika einkafyrirtækja í landinu. Sérstaklega er mikilvægt að standa vörð um hagsmuni þeirra fyrirtækja sem standa í samkeppni við ríkið. Viðskiptaráð hefur verið leiðandi í umræðu um einkaframkvæmd og m.a. bent á kosti aukins einkareksturs í heilbrigðis-, mennta- og orkumálum. Kv Simmi