Síðasta sumar var atvinnuleysi hverfandi, nú 6 mánuðum síðar eru um 13.000 skráðir atvinnulausir. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að um 7.000 erlendir launamenn hafi horfið að vinnumarkaðnum og um 3.000 íslendingar hafi farið af vinnumarkaði annað hvort erlendis eða í nám hér á landi. Talið er að fjöldi atvinnulausra getið aukist þegar líður á árið. Flest störf hafa tapast í verzlun og þjónustu og mannvirkjagerð.
Það er gert ráð fyrir að á næstu þrem árum fækki störfum umfram ný störf sem verða til. Miðað við eðlilega fólksfjölgun er þörf á 7.000 nýjum störfum árlega. Hagstofa ASÍ gerir ráð fyrir að atvinnuleysi nái hámarki í vor og gætu þá um 18.000 manns verið atvinnulausir. Atvinnuástandið mun batna í sumar, en það gæti síðan snúist aftur til verri vegar næsta vetur. Ekki er gert ráð fyrir að ástand á vinnumarkaði fari að lagast fyrr en fyrri hluta 2011.
Staða fyrirtækja er mjög brothætt og mörg á barmi gjaldþrots, ef þau eru ekki þegar kominn í þá stöðu. Fyrirtækin berjast við að lágmarka uppsagnir með því að stytta vinnutíma, eða taka upp hlutastörf. Nokkur fyrirtæki hafa tekið upp 4 daga vinnuviku. Fjölmargir launamenn eru að missa allt að helming heildarlauna, þó svo þeir haldi vinnu. Töluvert hefur verið um að fyrirtækin hafi auk framantalins orðið að lækka laun.
Við þetta ástand er verið að undirbúa viðræður um endurskoðunarákvæði kjarasamninga. Í þessu ákvæði er gert ráð fyrir að lægstu launataxtar hækki um 13.500 kr. En aðrir fái um 3.5% hækkun launa. Í þessu ákvæði þess einnig getið að ef forsendur séu brostnar geti hvor aðili um sig sagt upp kjarasamningnum. Samtök atvinnulífs hafa tilkynnt samtökum launamanna að launahækkanir standi ekki tilboða og þau verði að segja upp kjarasamningum sé þess krafist að laun hækki núna.
En forsvarsmenn SA hafa jafnframt lýst því yfir að samtökin séu tilbúinn að framlengja samningnum náist sátt um að fresta launahækkunum fram eftir árinu, auk umsamdra launahækkana á næsta ári og orlofslengingar í sumar, með því móti skapist möguleikar að halda inni kjarabótum samningsins.
Fundað var um þetta í dag innan ASÍ og forsvarsmenn stéttarfélaga með um 85% af félagsmönnum ASÍ lýstu því yfir að þeir vildu frekar en að segja upp kjarasamningum ganga til viðræðna um hvernig megi halda inni umsömdum launahækkunum ásamt öðrum heildarsamtökum launamanna við SA, sveitarfélögin og ríkið um þessi mál.
Það voru margir á fundinum sem lýstu því yfir að það væri harla einkennileg og ómálefnanleg nálgun að gefa sér að þessi hækkun sé í hendi launamanna og síðan farið í fjölmiðla og málum stillt þannig upp af nokkrum formönnum að þeir skilji ekki hvernig aðrir í verkalýðsforystunni geti fengið sig til þess að fresta þessari hækkun.
Allir sem tóku til máls á fundinum sögðust vilja tryggja að þessu hækkun næði til launamanna, en það væri mat flestra að einungis ein tryggði að hækkuninn næði fram að ganga, það væri að gefa fyrirtækjunum tækifæri á því að greiða hana út. Annars væri hún endanlega glötuð hjá flestum auk annara ákvæða sem í kjarasamningnum væru.
Á það var lögð sérstök áhersla að samfara þessu ætti að ganga til viðræðna við nýja ríkisstjórn í vor eftir kosningar um sameiginlega áætlun um endurreisn atvinnulífsins.
3 ummæli:
Ég skil ekki Guðmundur. Þurfa ekki Samtök atvinnulífsins SA eða hvað þetta heitir að segja upp samningnum ef þeir ætla ekki að standa við hann. ASÍ þarf ekkert að gera.
Þau fyrirtæki sem ekki ráða við þessa smánarlegu hækkun eiga að fara á hausinn og nýjir aðilar að taka við verefnunum. ASÍ á ekki að lengja í snörunni hjá vonlausm rekstaraðilum.
Get ekki orða bundist yfir linkind verkalýðsforustunnar gagnvart því að ætla sér að hætta við kauphækkun 1.Mars,ef svo fer hver er það þá sem riftir samningi eða hvernig fer þetta fram? - Ég hélt að fólki veitti ekki af þessum aurum,og nún er kominn fram áróður um það hversu launin hafa hækkað undanfarin ár,en alltaf gleymist að tala um það að hér hefur geisað óðaverðbólga lengi.Kristján Blöndal húsasmiður.
Þessar aths. eru harla einkennilegar, því eins og glögglega kemur fram í textanum stendur launafólki þessi launahækkun ekki til boða, en það er verið að reyna ná henni.
Skrifa ummæli