Ég hef stundum fjallað um nálgun spyrla og þáttagerðarmanna og undrast hvernig þeir hafa nálgast þá sem þeir spjalla við.
Tökum t.d. Kastljósið og umfjöllun um Seðlabankann. Þetta á við fleiri þar á meðal nokkra þingmenn og fyrrverandi ráðherra.
Það liggja fyrir allmargar skýrslur um að stjórnendum Seðlabankans hafi orðið á alvarleg mistök. Þar má t.d. nefna verðbólgumarkmið og ákvarðanir um vaxtahækkanir, sem hafa brugðist í hvert einasta skipti.
Eða hvernig Seðlabankinn brást við að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn til þess að tryggja fjármálastöðugleika þegar aðstæður voru góðar og fyrir lá að það stefndi í óefni og stjórnendum bankans var vel kunnugt um, ef litið er til yfirlýsinga stjórnenda bankans.
Einnig má nefna nokkrar yfirlýsingar stjórnenda Seðlabankans, sem hafa vakið undrun og jafnvel leitt til enn meiri vandamála og trúverðugleiki bankans hefur beðið mikin hnekki. Seðlabankinn hefur ekki sinnt forystuhlutverki sínu. Þannig mætti áfram telja.
Sé litið framantalins auk stöðu íslensks efnhagslífs, þá hlýtur að telja eðlilegt að skipt sé um stjórn bankans. En það virðist vera aldeilis ómögulegt fyrir framangreinda að nálgast þetta umræðuefni án þess að telja að verið sé að persónugera vandann og telja þar með að ekkert eigi að gera. Sem verður síðan þess valdandi að ekki eigi að fjalla um þann vanda sem steðjar að Seðlabankanum og þeim vanda sem stjórn bankans hefur valdið.
Svo ég nálgist málið frá öðru sjónarhorni. Ef t.d. spyrill hjá Kastljósinu sem t.d. héti Helgi setti RÚV í mikinn vanda gagnvart almenning með því hvernig hann nálgaðist þau verkefni sem honum væru falinn, auk þess að valda röskun á hag annarra. Þá fengi Helgi örugglega uppsagnarbréf og væri auk þess vinsamlega bent á að það væri heppilegt að hann leitaði sér að einhverju öðru starfi. Er það skoðun framangreindra að það væri að persónugera vandann og þar með ekki hægt að segja Helga upp?
Getum við ekki farið fram á að menn haldi sér í raunveruleikanum og láti ekki pólitísk gleraugu blinda sig. Stjórnendum Seðlabankans hafa orðið á mistök, eigendur bankans (íslenskir skattgreiðendur) krefjast þess að skipt sé um stjórnendur. Það hefur ekkert með að gera pólitíska valdbeitingu eða hatur á einhverjum einstaklingum.
Ég á ekki síst við að þarna er meðal annars verið að tala um fjölmiðil í eigu almennings og á að vera þokkalega hlutlaus.
En allar kollsteypur stjórnmálamanna virðast ekki ætla að hafa nein áhrif, ekkert breytist og lítil hreyfing verður á stjórnmálamönnum og allt stefnir í óbreytt ástand, sem mun að öllum líkindum leiða til þess að það bresti á fjöldaflótti frá landinu.
4 ummæli:
Innilega sammála.
Íslendingar þurfa að þroskast í að líta á ein rök sem sitthvor við önnur rökin, og þurfa að læra að muna að flokksskírteini viðmælandans sé sé svo hið þriðja. Og allt ótengt hvert öðru.
Þetta er alltsaman gamalt heimspekingastöff sem við þurfum að læra, og það eru til þúsund ára gömul orð yfir margt af þessu.
Allt þetta dót: http://en.wikipedia.org/wiki/Category:Logical_fallacies
Ég skil eiginleg ekki sjálfstæðismenn sem eyða öllu sínu afli til að verja davíð. Þegar staðreyndir blasa við að það hafa verið gerð mistök í Seðlabankanum , traustið er ekket hvorki hér heima eða erlendis,fyrir utan þau fjölda atriða sem hægt er að persónugera við hann sjálfan. Af hverju þurfa þeir að eyða svo miklu púðri í að verja hann? Er hann ennþá stjórnandi flokksins? Eða eru eru þeir bara ennþá hræddir við hann, þora ekki að andmæla honum eða láta afskiptalausann af ótta við að fara í ónáð hjá honum eins og Þorgerður.
Getur það verið að ekki sé hægt að reka bankastjóra Seðalabankans. Hvað gerist ef bankastjóri er ráðinn til 7 ára og truflast á geði á fyrsta ári. Sitjum við þá uppi með hann í 6 ár í vibót, nema breyta allri stofnunni. Það hlýtur að þurfa að hafa einhverja aðferð til að reka bankastjóra ef þess gerist þörf.
Sammála.
Það skiptir engu máli hversu góðir seðlabankastjórarnir sem eru núna eru í sínu fagi - þeir gætu þess vegna verið bestir í alheiminum !
Staðreyndin er að álit umheimsins á seðló er fallið - og við þurfum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að endurheimta það traust. T.d. með því að skipta um stjórn...
þetta hér að ofan er rökhyggja að mínu mati.
Mér hefur sýnst það oftast vera hörðustu sjallarnir sem tengja Davíð þessum rökum. Þeim finnst kannski sárt að málið snýst ekki um hans persónu, heldur embætti.
Öddi
Menn eru ekkert hræddir við að persónugera ábyrgð stjórnmálamanna þegar vel gengur. Sjálfstæðismenn fá aldrei nóg af því að mæra Davíð og hvað hann gerði góða hluti fyrir land og þjóð.
Þegar hinsvegar kemur að því að taka ábyrgð á því sem miður fer þá má ekki persónugera vandann.
Seðlabankastjóri ætti að vera faglega skipaður. Davíð er sjálfskipaður.
Í ljósi þáttöku Davíðs í íslenskum stjórnmálum undanfarin 18 ár, eða hvað það er, ætti öllum að vera ljóst að hann er væntanlega sú persóna sem mest áhrif hefur haft á Ísland. Því er því sjálfsagt að persónugera vandann aðeins og krefjast þess að kallinn víki.
(Og fari hann ekki sjálfviljugur ætti bara að bera hann út.)
OJA
Skrifa ummæli