þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Kasínó kapítalismi

Undanfarna tvo áratugi hefur fjármálakerfi heimsins verið drifið áfram af ófyrirleitinni gróðahugsjón. „Kasínó kapítalisma“ Þetta hefur þrifist í vaxandi afskiptaleysi eftirlitsstofnana hins opinbera, en hefur komið illilega niður á mannréttindum og réttindum verkafólks.

„Kasínó kapítalisma“ má kenna um þær ógöngur sem heimsbyggðin er komin í. Fjármálamarkaðir heimsins hafi farið illilega út af sporinu og um leið fjarlægst sitt megin hlutverk sem er að sjá um fjármögnun atvinnulífsins.

Ísland hefur fengið þá vafasömu viðurkenningu að vera kennslubókardæmi um „Kasínó kapítalisma“. Þann heiður eiga einir og sér út af fyrir sig forvarsmenn íslenskrar efna- og peningastefnu undanfarin 18 ár.

Nú eru ábyrgir aðilar komnir á þá skoðun að nauðsynlegt sé að sameinast um nýtt módel sem stuðli að efnahagslegri velsæld sem flestra.Módel þar sem gæðum er endurúthlutað, þar sem borin er virðing fyrir umhverfinu, þar sem regluverkið er skýrt og þar sem rík lönd og fátæk vinna saman í bróðerni og skapa með því ný tækifæri og ný störf.

Sé litið til ummæla forsvarsmanna íslenskra stjórnmálaflokka, þá ætlar einn stjórnmálflokkur ekki að vera þátttakandi í þessu, af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur ekki manndóm í sér að viðurkenna skelfileg mistök á undanförnum árum.

Það er t.d. með ólíkindum ef forsvarsmenn Seðlabankans ætla ekki að víkja, þegjandi og hljóðalaust og án krafna um uppsagnarbónusa. Nei þeir segjast sitja undir pólitísku einelti!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki hægt að segja að við segjum alltaf að veðja á framtíðina þegar við tökum lán?

Nafnlaus sagði...

Nýtt slagorð Sjálfgræðisflokksins: "Sláum skjaldborg um Arnarnesið"