miðvikudagur, 25. febrúar 2009

Vinur er sá sem til vamms segir

Hvar er sómatilfinning þeirra sem létu allar aðvaranir sem vind um eyri þjóta? Hlustuðu ekki á aðvörunarbjöllurnar glymja. Létu aðvaranir Seðlabankastjóra sem vind um eru þjóta. Hlustuðu ekki á aðvaranir erlendra banka. Það er ástæða fyrir lagasetningu breskra gegn íslendingum. Það er einnig ástæða fyrir því að enn hafa íslenskir stjórnmálamenn látið efnahagsbrotadeildir skoða hátterni stjórnenda og eigenda bankanna. Stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum voru boðin sérkjör.

En þessir hinir sömu ætla að sitja áfram eins og ekkert hafi gerst, þrátt fyrir að þjóðin krefjist að menn verði dregnir til ábyrgðar. En einn maður stóð upp og benti á að þetta væri ekki í lagi. Allar athugasemdir um störf hans standast ekki. Allt er það ættað frá Baugsmiðlunum og Sigmari. Fjölmargir hafa komu til Seðlabankastjóra og hrósuðu honum fyrir vel unnin störf, það er mark takandi á þeim, ekki hinum.

Þegar ríkisstjórnin bað um aðstoð var okkur hafnað og Geir og félagar þráuðust við vikum saman og hreyttu ónotum í vinarþjóðir okkar. Íslensk stjórnvöld voru virkir þátttakendur á hömlulausu eyðslufylleríi bankanna og ýttu undir skuldaaukningu almennings.

Allt þetta sagði Davíð. En hvers vegna kemur allt annað fram í ummælum Davíðs í upprifjun fréttastofa sjónvarpsstöðvanna í kvöld?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sedlabankastjorar geta talad kerfi upp og einnig nidur, t.d. matti Greenspan varla ropa an thess ad ahrifa thess gaetti a morkudum. Hvernig hefdi fyrirgreidsla til bankanna verid ef Sedlabankastjori hefdi talad opinberlega um ad hann teldi bankana vera a leidinni a hausinn ?

Nafnlaus sagði...

þegar Davíð segir að hvítt sé svart þá er það svart !!!

Bragi Jóhannsson sagði...

Það vantar ekki að Davíð varaði við. Það vantar ekki að Davíð lofaði hlutina.

Það virtist frekar snúast um hvernig lá á karli hvað kom frá honum. Þess vegna tók enginn mark á honum. Við hefðum verið í grjót hörðum aðgerðum, við hefðum verið dún mjúkum aðgerðum og allt þar á milli.

Stefnubreytingar hefðu þurft að eiga sér stað oft á ári. Davíð nálgaðist Seðlabankastjórnina eins og stjórnmál.

Og við tókum honum eins og stjórnmálamanni. Við áttum ekkert frekar von á að hlutirnir gengu eftir.

Nafnlaus sagði...

Það skiptir einfaldlega engu máli hvort Davíð varaði við eða ekki. Hann stjórnaði sjálfstæðu stjórnvaldi sem hafði allan tímann öll þau stjórntæki í höndunum sem hægt var að beita til að draga úr ofvexti bankanna, ekki síst í útlöndum. Engu þessara tækja var beitt PUNKTUR. Ummæli hans um þau vekja reyndar upp alvarlegar spurningar um það hvort hann hafi faglega þekkingu á þessum stjórntækjum.
Hann hefur heldur ekki getað grafið upp úr pússi sínu eina einustu tillögu að aðgerðum sem hann kom á framfæri við félaga sinn Geir H. Haarde (þann sama og telur engar "ásakanir" felast í ítrekuðum fullyrðingum að hann hafi setið aðgerðalaus þrátt fyrir fjölda viðvarana og brýninga).
Arnar