mánudagur, 9. febrúar 2009

Skyldulesning

Skýrsla Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega er algjör skyldulesning og ætti að vera á skrifborði (náttborði) hvers einasta íslendings, sem vill sjá og skilja hvað gerðist.

Það er með hreinum ólíkindum að hlusta á Geir og þingmenn hans ásamt frjálshyggjuvoffunum þessa daga og verður reyndar pínlegt eftir að hafa lesið skýrsluna.

Það er þessir menn skuli bjóða þjóðinni upp á það sem þeir hafa verið að röfla síðasta ár. Svo maður tali nú ekki um hrokafullan spuna Seðlabankastjórans og fylgifiska hans.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gallinn er að það er erfitt að sofna, eftir lestur þeirrar skýrslu.Þarna er klippt út í pappa hve illa var haldið á málum, og dapurlegt að sjá að áengum tímapunkti datt mönnum í hug að grípa inn í atburðarrásina. Maður fer stórlega að efast um að Davíð kunni að lesa, þótt hann geti skrifað.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála Guðmundi að þessi skýrsla er skyldulesning, enn eins má segja með spegillinn í gærkvöldi eða skyldu hlustun, þar sem rætt var við Skúla Thoroddsen framkvæmdarstjóra Starfsgreinasambandsins. Sem hann hafði enga lausn aðra fyrir fyrir fólk með húsnæðislán með verðtryggingu aðra enn þá að lengja í lánum uppí 60-80 ár: þettað minnir mig á leiguliðana sem voru hér til sveita og fengu landskika hjá stórbónda og áttu aldrei möguleika að eignast eitt eða neitt. Það er ekkert að finna í samanburðarlöndum okkar um verðtyggingu annað að hún er bönnuð þar.Það verður að fara finna aðra leið enn verðtrygginu til að tryggja lánveitendur og lántakaendur. Ekki koma með sama og Skúli sagði í gær. Ganga í ESB. Ef við förum þangað þá mun engin sjá um okkur, sjáið bara hvað er að gerast á Spáni og Portugal, þar hafa þeir beðið um aðstoð enn fengið því sem næst fingur til baka frá ESB. Okkar fólk í verkalýðshreyfinguni verður að fara að gera eitthvað , þá meina ég að koma með tillögur. Það kom hagfræðingur í Silfur egils í daginn og sagði að það sem þjóðin þyrfti að borga í verðtrygginu þettað árið væri fast að landsframleiðslu, það hljóta allir að sjá að svona kerfi gengur ekki.Með kveðju Sigmundur

Nafnlaus sagði...

Það kemur greinilega fram í skýrslunni að okkar eina von til framtíðar er að ganga í ESB, en það sem mér finnst slæmt við skýrsluna er að þeir segja það ekki beinum orðum. Þeir segja að okkur myndi farnast best í myntsamstarfi við aðrar þjóðir en ekki taka upp gjaldmiðil einhliða, hvers vegna segja þeir þá ekki að það sé bara ein leið? Er það kannski af því þeir eru Sjálfstæðismenn og vilja ekki styggja flokkinn eða guðinn í Seðlabankanum.