miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Sjálftaka þingmanna og ráðherra

Þegar Davíð kynnti til leiks eftirlaunafrumvarpið sagði hann að kostnaður vegna þess yrði líklega, eða í mesta lagi 6 millj .kr. Hann þverbraut þingreglur og lagði ekki fram neitt kostnaðarmat. Nú kemur fram í þinginu að þetta séu nokkur hundruð milljónir á ári og ef eftirlaunafrumvarpið verði fellt niður sparist um 1,7 milljarðar á næstum árum. Við þessar upplýsingar sýpur engin þingmaður hveljur og engum þeirra dettur í hug að biðja almenning afsökunar á öllum þeim ósannyndum, sem þeir hafa borið á borð almennings þegar eftirlaunafrumvarpið hefur borið á góma undafarin ár.

Undirritaður hefur ásamt nokkrum skrifaði allmargar greinar um málið. Við bentum á að kostnaður væri umtalsverður og frumvarpið væri ekkert annað en ósvífin sjálftaka úr ríkissjóð. Því var svarað af þingmönnum eins og t.d. Sigurði Kára og Birgi Ármannssyni að við færum með fleipur.

Í greinum mínum kom fram að við útreikning þessarar ákvörðunar hafi hæstvirt Alþingi gert ráð fyrir að þingmenn og ráðherrar ættu ekki launalíf fyrir þingsetu og fengju auk þess ekki vinnu eftir þingstörf. Á þessum forsendum úthlutuðu þeir sjálfum sér umframlífeyriskjör sem samkvæmt útreikningum hagdeildar Samtaka atvinnulífsins má leggja að jöfnu við 23 - 35% mánaðarlega launauppbót.

Umframlífeyriskjör ráðherra sem gegndi embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi 85 -102 m.kr. starfslokagreiðslu og 66 - 79% mánaðarlegrar launauppbótar. Umframlífeyriskjör forsætisráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru samkvæmt eftirlaunafrumvarpinu ígildi 113 m.kr. starfslokagreiðslu eða 122% launauppbótar.

En Davíð keyrði málið í gegnum þingið á nokkrum dögum þrátt fyrir áköf mótmæli almennings, eða hávaðamaskínu ASÍ eins og þingmennirnir kalla almenning í dag. Hingað til hefur það verið óframkvæmanlegt að fá þingmenn og ráðherra til þess ræða niðurfellingu frumvarpsins og hefur þingflokkur Sjálfstæðismanna staðið þar helst í veginum Geir kallaði þá umræðu einelti og Sigurður Kári, Pétur Blöndal og Birgir Ármannsson hafa verið allan tímann þar fremst í flokki við að tína fram ábendingar um öll þau vandræði sem afnám laganna myndi valda.

En hvað er upp á teningunum núna í málflutningnum? Jú það er eðlilegt að gera þetta segja þeir, og vitanlega ættu öll kjaramál þingmanna að vera inn á borði Kjararáðs, segja þeir og við eigum rétt á 36% launahækkun!!

Bíddu aðeins það er Kjararáð sem á að ákvarða launakjör þingmanna og ráðherra, en þeir hafa stundað sjálftöku úr sjóðum almennings framhjá ákvörðunaraðilanum og þegar þeir loks fást til þess að hætta því, þá heimta þeir launahækkun í staðinn. Ef launamaður tæki sér ófrjálsri hendi kjör umfram umsaminn launakjör, væru þeir mjög líklega reknir á staðnum, en allavega fengju þeir ekki launauppbót fyrir það.

Það er sífellt að koma betur fram hversu ótrúlega langt frá almennum þankagangi þingmenn og ráðherra eru þegar málin snúa að þeirra eigin skinni. Siðblindir.

Engin ummæli: