laugardagur, 28. nóvember 2009

Af hverju ekki ESB

Er nú í Berlín í helgarferð og þegar maður röltir hér um strætin í þessu stóra og sterka iðnríki kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sem hvers vegna íslendingar vilja ekki starfa meir með þessari öflugu þjóð sem hefur lagt langmesta fjármagn til Íslands.

Það er ekki hægt annað að velta fyrir sér hvernig innviðir Sjálfstæðisflokksins virka. Flokkurinn fékk mjög færa menn til þess að taka saman ákaflega vandaða skýrslu um ESB fyrir síðasta landsfund. En þegar að fundinum kom fékkst skýrslan ekki rædd og höfundar hennar voru ekki á mælendaskrá. Í því sambandi sem ég stjórna kæmist maður ekki upp með svona verklag. (vegna aths. um ég hafi ekki verið á fundinum og þetta sé ekki rétt, þá vill ég taka það fram að ég hef þetta eftir einum skýrsluhöfunda og eins allnokkrum sem voru á fundinum)

Áberandi eru andstæð sjónarmið gagnvart ESB og órökstuddar upphrópanir einkenna umfjöllun forsvarsmanna flokksins. Þetta er enn einkennilegra þegar litið er til þess að innan flokksins eru stærstu heilstæðu hóparnir sem eru fylgjandi ESB, þá sérstaklega úr röðum atvinnurekenda í iðnaði og nýtækni.

Þetta verður enn einkennilegra þegar litið er ESB þingsins og ráðherranefndarinnar. Þar eru hægri miðjumenn í meirihluta. Ákvarðanataka innan ESB er ekki tekinn á grundvelli þess að þingmenn tiltekinna þjóða taka sig saman, heldur eru það hægri þingmenn sem mynda stærsta hópurinn þvert á landamæri aðildarlanda, nærst stærsti hópurinn eru sósíaldemókratar og þá grænir hópar.

Maður finnur samsömum við andstöðu íslenskra stjórnmálamanna og valdafíkla við ESB í því að vilja ekki kalla samanstjórnlagaþing og breyta stjórnarskrá. Hér er ég að vísa til þess ráðherraræðis sem íslenskir stjórnmálamenn vilja verja og þá stjórnarhætti sem þeir viðhafa að virða samstarf við hagsmunasamtök einskis og líta á það sem óþægileg afskipti af störfum íslenskra stjórnvalda.

Því er haldið að okkur af íslenskum stjórnmálamönnum að ESB einkennist af óendanlegum fjölda embættismanna. Staðreyndin er sú að embættismenn hjá ESB eru færri en opinberir starfsmenn hjá hinu örlitla 300 þús. manna samfélagi sem býr á Íslandi.

Á Íslandi eru 37 þús. opinberir starfsmenn. Það eru 491 millj. manns innan ESB og hjá sambandinu eru það 35 þús. starfsmenn, þar af eru 7 þús. túlkar. 1% af fjárlögum aðildarlanda fer til ESB. Innan ESB eru 40% af auðlegð heimsins en þar búa 8% af heimsbyggðinni. (v. aths. þá er hér verið að að benda á hversu fjarstæð hún sú fullyrðing er um hinn óendanlega fjölda sem sé í Brussel)

Talað er um að stóru ríkin fari með öll völd. Malta hefur jafnmikil völd og önnur ríki og getur stoppað löggjöf innan ESB. Það getum við ekki þar sem við höfum enga aðkomu að setningu laga og reglugerða. Við myndum fá 20 starfsmenn það eru þingmenn og ráðherra í ráðherraráðið og aðstoðarmenn þeirra. (lagfært vegna v. aths.)

ESB er ekki með her eins og haldið er fram, það er Nato eins og við vitum sem er samhæfing herja í löndum Evrópu.

ESB á ekki neinar auðlindir og stefnir ekki að því að eignast þær, aðildarlöndin halda sínum auðlindum, t.d. Danir og Bretar eiga sínar olíulindir í Norðursjó.

Það er svo margt sem fullyrt er sem stenst ekki og er fullkomlega út í hött.

Það er svo margt í málflutning ESB andstæðinga sem eru rakalausar dylgjur.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Á Íslandi eru 37 þús. opinberir starfsmenn. Það eru 491 millj. manns innan ESB og hjá sambandinu eru það 35 þús. starfsmenn, þar af eru 7 þús. túlkar."
Og eru það allir opinberir starfsmenn í ESB? Engir opinberir starfmenn í einstökum ríkjum ESB?
7 þúsund túlkar! Hvað þurfa íslendingar marga túlka, ef gengið verður í ESB?

Nafnlaus sagði...

Eins og talað úr mínu hjarta og kaus ég þó Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum með beiskt bragð á tungunni!

Guðbjörn Guðbjörnsson

Hjörtur J. Guðmundssonp sagði...

Guðmundur, þú ert ágætur. Það væri hægt að segja svo margt um þennan pistil þinn en læt þetta nægja.

Varst þú á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sl. vor? Það get ég varla ímyndað mér en það var ég hins vegar. Umrædd Evrópuskýrsla var svo sannarlega til umræðu og var ennfremur dreift til allra fundarmanna. Nefndin lagði til ákveðna tillögu að ályktun í Evrópumálum, hún var tekin til umræðu bæði í málefnanefnd fundarins um Evrópumálin sem og síðan á landsfundinum sem slíkum. Gerðar voru breytingar á henni í meðförum landsfundarins unz meirihluti fulltrúa hans gátu samþykkt hana. Þetta heita lýðræðisleg vinnubrögð í minni orðabók en þú virðist telja að landsfundarfulltrúar hefðu bara átt að samþykkja tillögu Evrópunefndarinnar hráa? Gilda einhverjir einræðistilburðir í þínu sambandi?

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki alltaf verið gagnrýndur fyrir það, sérstaklega af vinstrimönnum í verksalýðshreyfingunni, að draga taum atvinnurekenda? Og nú er flokkurinn gagnrýndur af gjarnan sömu aðilum fyrir að gera það ekki í Evrópumálunum? Reyndar eru atvinnurekendur klofnir í afstöðu sinni til málsins eins og t.a.m. skoðanakannanir t.a.m. hjá SI og SA hafa sýnt.

Að lokum, þú segir margt í málflutningi okkar sjálfstæðissinna vera rakalausar dylgjur. Pistillinn þinn færir reyndar engin haldbær rök fyrir þeirri fullyrðingu eða rök yfir höfuð. En hvernig væri að líta í eigin barm og kannski kynna sér málin í leiðinni?

Opinber embættismannafjöldi Evrópusambandsins er aðeins toppurinn á ísjakanum. Stærstur hluti þeirra embættismanna sem raunverulega starfa að því að framkvæma stefnur sambandsins eru á launaskrá ríkja þess.

Vægi ríkja og þar með möguleikar þeirra á áhrifum innan Evrópusambandsins fer eftir því fyrst og fremst hversu fjölmenn þau eru. Malta er þannig t.a.m. með 5 þingmenn á Evrópusambandsþinginu á meðan Þjóðverjar hafa um 90. Jafnmikil völd? Neitunarvald er þess utan á hröðu undanhaldi innan Evrópusambandsins og þeim sviðum sem það gildir á hefur fækkað stórkostlega á undanförnum árum. Þetta kallast á fallegu máli að "straumlínulaga sambandið".

Og já, við fengjum enga 20 þingmenn á þingi Evrópusambandsins. Hvaðan hefur þú það? Malta hefur 5, fær 6 samkvæmt Stjórnarskrá sambandsins (Lissabon-sáttmálanum) með sína 400 þúsund íbúa. Hvers vegna ættum við þá að fá 20?? Við fengjum sennilega jafnmarga og Malta.

Kynna sér málin.

Nafnlaus sagði...

Ef fleiri hugsuðu eins og þú. Þá væri ég ekki eins áfjáður um að yfirgefa landið!!

Ef hagsagan er skoðuð þá hefur verðbólgubál og kreppur verið allt of tíðar, og munu vera það ef höldum okkur utan ESB og Evru, með tilheyrandi erfiðleikum fyrir neytendur í landinu...

Nafnlaus sagði...

Góð grein hjá þér Guðmundur.

Ég var einn þeirra sem gapti af undrun á landsþingi sjálfstæðisflokksins en þessi samkoma var ein allsherjar fordæming á esb. Í ljósi þess fyrir hvað esb stendur er það óskiljanlegt og meira í ætt við afstöðu þeirra flokka sem annað hvort teljast til öfga vinstri í evrópu eða lítilla hópa sem kenna sig við nasisma. Enn skrýtnara verður þetta þegar skoðað er afstaða nokkurra samtaka sem í gegnum tíðina hafa verið höll undir flokkinn en þau eru m.a.;
Samtök iðnaðarins, samtök atvinnulífsins, samtök ferðaþjónustunnar, samtök verslunar og þjónustu, samtök stórkaupmanna og að ég held öll samtök nema LÍÚ.

Skýrslan sem þú vitnaðir til og kom út í mars 2007 undir forystu Björns Bjarnasonar er mjög góð lesning og svarar öllum helstu áleitnu spurningum um esb og ekki síst sjávarútvegsmálum. Sjálfur var ég skeptískur á inngöngu í esb þar til ég las þessa skýrslu. Það er hins vegar eins og enginn trúi efni skýrslunnar, allavega vitnar engin til hennar, efni hennar fæst ekki rætt og jafnvel þeir sem sömdu skýrsluna halda nú fram hlutum sem eru augljóslega hraktir í umræddri skýrslu.

Ég er jafn hissa og þú á þessum viðbrögðum. Eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt í öllum þessum makalausu umræðum um esb var um daginn þegar ég heyrði harðan andstæðing inngöngu í esb segja við mig að ef ísland gengi í esb þá væri hann farinn. Ég spurði kurteislega hvert hann myndi fara og það stóð ekki á svarinu: til Danmerkur!

Kær kveðja og takk fyrir góða grein, Þórður Áskell Magnússon

Jon Frimann sagði...

Smá leiðrétting, íslendingar mundu fá 6 evrópuþingmenn eins og Malta.