fimmtudagur, 10. desember 2009

Dubai = Ísland

Í framhaldi af þingi Evrópusambands byggingarmanna hófst þing Alþjóðasambandsins. Það tekur verulega á mann að hlusta á fulltrúa suður Ameríku landanna lýsa stöðu sinni. Fulltrúar þeirra segja að enn séu að störfum þar „hitmen“ frá stóru bandarísku fyrirtækjunum, sem beiti öllum brögðum til að hámarka arð og halda niðri kjörum og spara útgjöld vegna aðbúnaðar og öryggis.

Fyrirtækin gangi ákaflega hart fram í að fæla fólk frá stéttarfélögum og sameignlegri baráttu. Þetta hefur þó skánað nokkuð undanfarinn ár segja þeir, síðasta ár voru ekki nema 50 starfsmenn og trúnaðarmenn stéttarfélaganna skotnir, en fyrir 4 árum síðan voru það alltaf um 200 sem voru árlega skotnir. Bandarískir auðmenn óttist að þeir séu að missa tökin á ríkjum suður Ameríku og fjölgi hljóðlega herstöðvum sínum í mið Ameríku.

Fulltrúi samtaka skógarhöggsmanna upplýsti okkur um að það væru alltaf nokkrir sem slösuðust eða færust við störf, en það væru töluvert fleiri sem væru skotnir til bana af starfsmönnum eiturlyfjaflokkanna. En þeir skjóta á allt sem hreyfist, þegar þeir eru á flutningaferðum sínum um skógana.

Einnig er ömurlegt að hlusta á fulltrúa Asíu ríkjanna lýsa hvernig komið er fram við byggingarverkamenn sem hefðu verið að störfum í Dubai. Draumur olíufurstanna um að byggja upp stórborg í Dubai sem byði upp á allt sem ríka fólkið girntist, hefur kallað á tugþúsundir verkamanna víða að. Aðbúnaður þeirra hefur verið ömurlegur og mikið um alvarleg slys og dauðsföll og laun skelfilega lág. Nú er þetta fólk út á götu og á ekki fyrir fargjaldi heim til sín.

Nú blasir það við að það er ekki nóg að byggja glæsileg hús til þess að skapa samfélag, það þarf að byggja upp samfélag og hefði getað gerst ef þessum þúsundum manna hefði verið gert kleift að fá til sín fjölskyldur sínar og búa sér heimili í Dubai.

Það er ákaflega sárt fyrir íslending að sitja hér og hlusta á hvern manninn á fætur öðrum standa hér í pontu, ekki síst þeir hagfræðingar sem hér eru og tala um gjaldþrot Íslands í sömu andrá og Dubai og segja að þar séu tvö sambærileg dæmi, sem nýtt verði í skólum um gjaldþrot nýfrjálshyggju og hinnar blindu auðhyggju. Stjórnvöld Íslands hafi sveigt landið lengra til hægri en nokkurt annað ríki hafi farið. Nú sé áður eitt ríkasta land í heimi gjaldþrota og íslenskir stjórnmálamenn hafni eftir sem áður að fara að alþjóðlegum samskiptareglum.

12 ummæli:

Unknown sagði...

Sæll Guðmundur

Núna þegar það hefur loksins komið fram í fjölmiðlum hversu mikið skattbyrði lálaunafólks mun aukast við skattabreytingar ríkistjórnarinnar langar mig að spyrja þig hvort þú, sem verkalýðsforingi, styður þær heilshugar áfram. Í pistli þínum þann 20 nóvember varst þú að hrósa þeim en þá ritaði ég athugasemd þar sem ég benti á þessar auknu byrðar en þú svaraðir þeim ekki þá.

Þetta á kannski ekki heima hérna við þennann pistil en mig lagaði bara að forvitnast um þetta.

Kv
Ragnar

Nafnlaus sagði...

Enn og aftur hafa einhverjir vondir á íslandi pantað þessi álit. Allt gert til þess að eitra hugi sanntrúaðra Sjálfstæðismanna.

Samsæri óprúttinna útlendinga og vondra íslendinga...

Guðmundur sagði...

Afleiðingar skattabreytinga hafa alltaf legið fyrir. Svör við spurningu þinni eru að finna í pistlum hér á síðunni

Unknown sagði...

Dubai var, og líklega er, ómanneskjulegt land. Þar fengu verkamennirnir sem byggja glæsihýsin laun sem varla duga fyrir mat og eina vatnið sem þeir komast í er slæmt. Hef fylgst með umfjöllun um þessi mál síðasta árið eða tvö og það er öllum ljóst sem það vilja vita að þetta er ekkert annað en þrælakista.

Unknown sagði...

Sæll aftur.

Í pistli þínum þar sem þú fórst yfir skattabreytingarnar þá sagðir þú eftirfarandi

"Með þessum aðgerðum er sannarlega verið að ganga mjög nálægt heimilunum, en staðið er við kjarasamninga um persónuaflsátt og tryggja verðtryggingu á hann."

En það er verið að fella niður verðtrygginguna á persónuafsláttinn og þar með eru útreikningar þínir á skattabreytingunum ekki réttir. Í óbreyttu skattkerfi hefðu skattleysismörkin verið mun hærri og þaraf leiðandi mun betra fyrir lálaunafólk. Þannig að afleyðingar skattabreytinganna hafa ekki alltaf legið fyrir í pistlunum.

Það er ótrúlegt að svokölluð norræn velferðarstjórn aftengi verðtrygginguna á persónuafsláttinn sem verkalýðsforustan var búin að berjast fyrir og var loks sett á af Sjálfstæðisflokknum. Svo lýgur þessi ríkisstjórn að fólkinu og segir að þeir með lægstu tekjurnar komi betur út í nýja kerfinu en því gamla. Og það hefur ekki heyrt neitt frá ykkur í ASÍ. Meira að segja Stefán Ólafsson hrósar þessu framtaki þrátt fyrir að hafa gagnrýnt fyrri stjórnir fyrir að hafa aukið skattbyrði á látekjufólk með því að verðtryggja ekki persónuafsláttinn. Það skiftir greinilega máli hverjir eru í stjórn því ekki er hann samkvæmur sjálfum sér prófessorinn.

Kv
Ragnar

Guðmundur sagði...

Her er pistillinn sem eg visa til
Pessir utreikningar eru gerdir af hagdeild ASI og sina mjog glogglega ad pessi leid er mun betri fyrir laglaunafolk og serstaklega millitekjufolk, en su leid sem sumir vildu fara um ad haekka skatta flatt upp i 39,5%

Sumir vilji snua ut ur pessu pa er peirra mal

http://gudmundur.eyjan.is/2009/11/skattbreytingarnar.html

Nafnlaus sagði...

Já Guðmundur þeir eru þekktir í aths.dálkunum sjallarnir þegar þeim finnst málin verða óþægileg, þá er gripið smjörklípna og reynt að beina sjónum annað eins og þessi rugludallur Ragnar er að gera

Þessi skattapistill þinn er frábær skýring á því hvernig kerfið kemur til með að virka.

Það er augljóst að sumir geta ekki horfst í augu við eigin gerðir eins og þú dregur fram í þessum pistli um afleiðingar efnahagstjórnunar frjálshyggjunnar á Íslandi undanfarna áratugi.

Sem kallar yfir okkur óhjákvæmilegar aðgerðir til þess að hreinsa upp eftir þessa menn sem hafa eyðilagt íslenskt samfélag.

Þeir eru reyndar sárgrætilega litlir karlar þessir menn sem eru með allt niðrum sig en hamast við að beina sjónum fólks annað.

Haltu áfram með þessa frábæru greiningar þínar. Þær eru með því besta sem maður sér í netheimum
Úlfur

Nafnlaus sagði...

Tek undir hvert orð hjá Úlfi
HSK

Nafnlaus sagði...

Þetta er skelfilegur lestur um afleiðingar stjórnunar hægri manna

Nafnlaus sagði...

Góð grein hjá þér Guðmudur.

Þræll #83

Nafnlaus sagði...

Virkilega góð grein, svo sem ekki einkennilegt að sumir vilja beina sjónum frá henni
Gummi

Nafnlaus sagði...

já ég held að það þurfi að senda þessa í sandakassaleiknum til dubai
Halla