fimmtudagur, 24. desember 2009

Rafskólp

Skyndilega rataði umfjöllun um svokallað rafskólp inn í fréttatímana. Það er búið í alllangan tíma að gera margskonar tilraunir til þess vekja athygli á því hvernig óprúttnir skottulæknar hafa verið að spila með trúgirni saklaus fólks og nýta það til þess að hafa af því stórfé. En því miður hefur það ekki tekist sem skildi að koma því á framfæri.

Öll þekkjum við þá staðreynd að í rannsóknum hefur ítrekað komið fram að sunt fólk læknast fullkomlega á því að borða hveitipillur. Fyrir um 20 árum eða svo læknaðist margt fólk af allskonar kvillum með því að kaupa sér og ganga með svokölluð segularmbönd, svo maður tali nu ekki um fótanuddstækin sem voru flutt hingað í flugvélum fólki lá svo á að laga heilsuna. Það hafa farið fram gríðarlega miklar rannsóknir t.d. á hinum norðurlöndunum á rafseguláhrifum t.d. hvort spennustöðvar og raflínur nálægt húsum geti valdið sjúkdómum. Það hefur ekkert komið fram sem sýnir með afgerandi eða sannanlegum hætti að svo sé.

Í þessu sambandi má t.d. benda á kerskálana í álverunum. Um þá fara gríðarlegir rafstraumar við álbræðsluna. Ég vann í kerskálum Ísal nokkur ár, armbandsúr skemmast á svipstundu ef farið er með þau um skálana. Öllum starfsmönnum álverana er gert að vera í öryggisskóm með stáltám, og þegar gengið er um gólf skálanna leita fæturnir út og suður vegna hinna miklu segulsviða sem eru vegna rafleiðarana milli álbræðslukerjanna. Þarna hafa margir unnið áratugum saman án þess að fram hafi komið nokkrir sjúkdómar og eða nokkur önnur merki um neikvæð áhrif rafsegulbylgjanna. Sama mætti segja um orkuverin og þá sem þar starfa.

Inn á skrifstofur Rafiðnaðarsambandsins berast reglulega kvartanir og spurningar vegna starfsemi aðila sem bjóða upp á þjónustu við mælingar á rafbylgjum, sem eiga að streyma fram úr tenglum og ljósum og valda margskonar kvillum hjá mannfólki og skepnum.

Þessir aðila bjóða til sölu margskonar búnað, eins og t.d. plaströrsbúta þar sem búið er að vefja vír um nokkra hringi og hengt er upp bak við gluggatjöld eða sett undir rúm, eða stillt upp með miklum leikrænum athöfnum skottulæknanna í ákveðið horn gripahúsa eða bak við gardínur í hjónaherberginu. Við það eiga samfarir hjóna að snarbatna, giktin að hverfa og þunglyndið að gufa upp.

Einnig er fólki selt fyrir tugi þúsunda króna eitthvað koparskraut sem á að breyta farvegi rafbylgna. Þessi fáránleiki á að breyta stefnu óvinveittra rafbylgna sem streyma um híbýli fólks, fjós og fjárhús. Spyrja má hvort ekki væri þá allt eins hægt að nýta kertastjakann til þessara athafna eða hvort hann upphefji áhrif töfradraslsins.

Það er ábyrgðarhluti að ala á ótta hjá saklausu fólki, sem ekki þekkir til hegðan og eðli rafmagns og nýta þann ótta til þess að selja margskonar þjónustu og mælingar svo ekki sé talað um sölu á rándýrum einkennilegum búnaði.

Þessir fánýtu hlutir skipta ekki miklu um öryggi fólks en það er aftur á móti grafalvarlegur hlutur þegar fólk er hvatt til þess að rjúfa jarðtengingar húsa sinna eða rjúfa jarðtengingar í rafklóm. Þarna er reyndar hin mikla mótsögn, því góðar og vel frágegnar jarðtengingar vinna einmitt gegn „óvinveittri“ hegðan rafmagns. T.d. getur léleg og engin jarðtenging leitt til þess að rafbúnaður hegði sér ekki eins og hann á að gera og einnig getur myndast mikill spennumunur milli rafhluta og annarra málmhluta í gripahúsum og íbúðarhúsum, sem verður svo lífshættulegur fólki og gripum, Þetta getur einnig leitt til hitamyndunar og íkveikju.

Það er nauðsynlegt að markviss kynning verði sett af stað á þessum athöfnum og almenning gerð grein fyrir þeim staðreyndum sem liggi fyrir um „skólp í raflögnum“ – „rafbylgjum sem streymi út úr tenglum og raflögnum“ og fleiru.

Það er rétt að sumstaðar hefur ekki verið gengið nægilega vel frá jarðtengingum oftast vegna þess að ekki eru rekinn niður nægilega góð jarðskaut. Fólk á að leita til fagfólks þegar átt er við raflagnir. Dettur einhverjum að leita t.d. til fisksala með hjartauppskurð, vegna þess að hann á beitta hnífa til flökunnar?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stefán Benediktsson!
Það verður alltaf erfitt að uppræta vitleysur. Fyndnasta vitleysan sem ég man eftir var þegar tannkrem, tyggjó, sápur og annað varð grænt af því að menn höfuð áttað sig á að græna efnið Klórófýl var þáttakandi í ljóstillífun. Áherslan var á tillífun þ.e. þegar ljósið breytist í grunnefni lífsins kolefni.Síðar kom í ljós að Klórófýl var litarefni sem gleypir ljóseindir og beinir orku þeirra að niðurbroti vatns til framleiðlu sykra með aðstoð um 100 mismunandi próteina. Það sýndi sig að það að éta og nota Klórófýl hafði engin áhrif á heilsu manna en litaði munnvik og þvott við ofnotkun. Huggun er að þessi vitleysa er horfin þá einu leið sem drepur viteysur i móðu gleymskunnar

Unknown sagði...

Kæri Guðmundur, óhreit rafmagn i kringum t.d. spennistöðvar er staðreynd, jarðára er líka staðreynd, hana er auðvelt að mæla með prjónum og avo mæli. En jarð ára er segulsvið sem stefnir í eina átt og kemur gjarnan upp frá sprunginni jörð. t.d. er ekki hægt að nota áttavita víða á landinu sökum jarðsegulsviðs en það kemst upp þar sem vatsgangur og sprungur eru neðajnjarðar og leytar gjarnan í byggingar þar sem járnabynding er og vatnslagnir. Hitt er sveiflandi rafsegulsvið eins og frá sterkum útvarpssendum og spennistöðvum. Óhreint rafmagn er það þegar háir stundum yfirtónar eru á spennu, það hafa menn glímt við víða bæði í landkerfum og í rafkerfum skipa.
Rannsóknir erlendis hafa sýnt að það er til fólk sem er ofurnæmt fyrir rafsegulsviði (ég hef þekkt þæmi þess hér á landi) og jarðára er hlutur sem hægt er að losna við. Það er eðlilegt að þeir sem ekki þekkja rafmagn nema lítilega eins og margir rafvirkjar sem vinna bæra við húsarafmagn hlæji að þessu, en menn hlæja oft að hlutum sem eru utan þekkingar þeirra. Hér á landi hefur verið unnið talsvert í því að betrumbæta jarðbyndingar húsa sem ekki voru beisnar lengi framanaf, einnig hefur aðili norðan af landi séð um að koma upp búnaði til að fást við jarðáru með góðum árangri og ég gæti nefnt þér dæmi um það, þau dæmi eru akkurat á stað þar sem jarðáru er að vænta. þ.e. í Mývatnssveit.
Spákvisturinn, sem notaður var til að fynna vatn, þú mátt hlæja að honum, en hann er í raun frumstætt tæki sem fynnur jarðáru sem fylgir yfirleitt neðangangi af vatni.
Ég hef gert nokkrar einfaldar tilraunir með prjóna og avo mæli tengdan millli þeirra, þegar þeir spana upp nokkra volta spennu, þá segir það eitt, það er rafsegulsvið á staðnum, en til að greina jarðáru þarf að vera með prjónana á hreifingu.
svona einföld græja gagnast líka vel til að fynna fluorperustæði sem eru farin að leka rafseguelsviði.

Hinsvegar, þá ætla ég ekki að mæla með því að menn séu að fikta í jarðsamböndum húsa, það er alvarlegt mál, eins og nokkuð sem ég komst að í húsi systur minnar fyrir skömmu. En þar var ég þess áskynja að 0-llið vantaði inn í húsið. Það er kallaður til rafvirki og hann fór eftir stutta ehimsókn og trúði ekki fólkinu sem staðhæfði við manninn að núllið vantaði, það kviknaði jú á ljósum í húsinu, en þannig hafði verið genið frá að núllið kom inni í húsið eftir því sem átti að vera jarðbyndingin í gegnum neysluvatnslagnirnar, já það eru líka rafvirkjar sem eiga það til að gera axarsköft hvað varðar jarðbyndingar. Eftir að hafa fengið rafveituna á staðinn, þá kom í ljós það sem ég var að segja að 0-llið vantaði og var búið að vanta í sennilega 30 ár. 0-llið hafði verið lagt í heintauginni að töflunni en bara ekki tengt, þ.a. 0 og jörð voru eitt og hið sama, þetta tók ekki nema 5 mínútur að laga, en þetta hefði getað kostað einhvern tóruna.

Guðmundur sagði...

Þegar menn þora ekki að standa við orð sín með því að skrifa undir nafni verða ummæli þeirra ómerk. Það að reyna að verja ómerkilega sölustarfsemi byggða á uppspunnum hræðsluáróðri er ákaflega lágt plan

Stend við það sem stendur í pistlinum ekkert hefur komið fram í rannsóknum sem sýnir að plaströrsbútur með vírspotta eða málmfígúra hafi þau áhrif sem logið er að fólki.