„En það er algjörlega fráleitt og samræmist engum lýðræðishugsunum að menn geri hvað þeir geti til að beita hreinlega ofbeldi til að koma í veg fyrir að mál sem þeir eru ósammála og eru í minnihluta komist í gegn. Það er fyrir neðan allar hellur og ég hvet stjórnarandstöðuna til að hugsa málið til enda í stærra samhengi því hér er um að ræða hvort lýðræðislegur vilji nái fram að ganga eða ekki.
Þetta snýst ekki um efni máls. Þetta snýst um það hvort lýðræðislegur vilji eigi að ná fram að ganga eða ekki. Hvað sem mönnum finnst um umdeild frumvörp þá er óeðlilegt að Alþingi geti ekki afgreitt þannig mál með eðlilegum hætti, jafnvel þó einhverjir séu svakalega ósammála þeim.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór þegar hann var stjórnarþingmaður, og ég var honum algjörlega sammála. Og er enn sammála þessari skoðun.
Réttarhugtak pólitísks nútíma grundvallast í fyrstu málsgrein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“
Afstaða stjórnarandstöðunnar mótast af mótsagnarkenndri og oft barnalegri sjálfsupphafningu. Of stór skammtur af raunveruleikafirringu og efnishyggju. Sannarlega niðurlægjandi eftir það sem á undan er gengið og endurspeglar í margræðni sinni þann tvískinnung sem við stöndum frammi fyrir.
Surprising twistið er að nú standa í pontu sömu menn sem hafa verið þjakaðir af forræðishyggju með hlerunum og eftirliti með pólitískum andstæðingum sínum og reynt að stjórna umræðunni.
Þeir sem bjuggu okkur það ástand að sagnfræðingum stóð ekki til boða fjármagn og vinnufrelsi nema frá sjóðum stýrt af stjórnmálamönnum sem voru hlynntir ráðandi stjórnvöldum. Þetta hefur leitt sagnfræðingana bjargarlausa að fótskör þeirra sem telja sig vera mikilmenni þessa lands. Gagnrýnishlutverk fræða og vísinda múlbundið hagsmunabandalagi valdhafanna. Aðrir voru úr vinstra liðinu og voru æsingafólk.
Þetta samsamar við orð sem höfð voru um baráttuna gegn þeim óþarfa að gefa konum aukið frelsi. „Góðir íslendingar. Ég hygg að það sé þarft verk að halda konum frá því að taka þátt í pólitísku skítkasti. Þeirra hlutverk er að vera móðir og á að halda sér við heimilisstörfin.“
Ég tek undir með nafna mínum Steingrímssyni; „Ég tek ekki þátt í þessu. .... Einhverntíma vil ég fá að ýta á bjölluna og láta afstöðu mína í ljós og hinir láta sína afstöðu í ljós. Þannig virkar lýðræðið."
Þingmenn stjórnarandstöðunnar (utan Guðmundar) hafa niðurlægt störf Alþingis og eins lítilsvirt vilja meirihluta kjósenda.
2 ummæli:
Málþóf er viðurkennt vopn minnihluta á þjóðþingum margra þingræðisríkja. Gúgglaðu "filibuster" og þá sérðu að þetta hefur tíðkast út um allan heim áratugum jafnvel öldum saman, og skiptir í því samhengi engu hvað Guðlaugur Þór sagði um málið fyrir einhverjum árum síðan.
Þetta er frábær pistill.
Takk GÖ
Skrifa ummæli