Það er margt sem maður furðar sig á málefnum landins okkar fagra. T.d. að við séum ekki innan ELC Evrópska landlagssamningsins. Við sem eigum sannarlega landslag sem þarf að vernda.
Það eru í dag um 43 þjóðir innan þessa samnings en ekki Ísland. Hvers vegna?
Þessi samningur felur margt í sér sem er vert að skoða hér á landi og sendi ég ykkur þýðingu á honum sem viðhengi, en samningurinn inniheldur t.d.;
- Tilgangur þessa samnings er að stuðla að verndun landslags, stjórnun þess og skipulagi og skipuleggja samvinnu milli Evrópuríkja í málum sem varða landslag.
- hafa í huga mikilvægi landslags fyrir almannahagsmuni á sviði menningarstarfsemi, náttúruverndar, umhverfis- og félagsmála, sem og að landslag myndar góð skilyrði fyrir efnahagslega starfsemi og að verndun þess, stjórnun og skipulag getur skapað ný störf.
- hafa í huga að þróun á sviði landbúnaðar, skógræktar og tækni í iðnaðar- og jarðefnaframleiðslu, auk svæðisskipulags, borgarskipulags, samgangna, grunnvirkis, ferðamennsku og afþreyingar og breytinga á efnahagsumhverfi á heimsvísu, hraða á margan hátt breytingum á landslagi.
- vilja verða við óskum almennings um að fá að njóta gæðalandslags og taka virkan þátt í þróun landslags;
- að viðurkenna í lögum að landslag sé nauðsynlegur þáttur í umhverfi fólks, birtingarmynd fjölbreyttrar menningarlegrar og náttúrulegrar arfleifðar og grundvöllur að sjálfsmynd þess;
Ísland hefur ekki sett lög á umhverfismörk fyrir leyfinlegum hámarksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmsloftið hérlendis þrátt fyrir að mengun í andrúmsloftið eru kominn yfir hámark, ef marka má rannsóknir sem hafa verið gerðar og þá sérstaklega eftir að Hellisheiðarvirkjun var byggð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli