Það er svo dæmigert fyrir alla umræðu um þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi að umræðan fer fram í píslarhætti. Þetta blasir við þegar rætt er um hugsanlega þátttöku Íslands í ESB. Þeir sem ekki eru sammála þessari nauðhyggju; eru á móti öllu sem íslenskt er, svo ég vitni til orða öskurræðumanna við Austurvöll.
Þessi menn taka vart til máls öðruvísi en segja : Við eigum engra kosta völ, nauðsyn krefur, nauðsynlegt er, við neyðumst til, það er óhjákvæmilegt = ef við ætlum að eiga samstarf við hið erlenda samfélag. Eða gera andstæðingum sínum upp skoðanir og skjóta svo. T.d. hin kostulegu ummæli Guðna; um ESB fólkið og Fréttablaðið.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði um Schengen „Ísland átti ekki nema tvo kosti, að taka þátt í samstarfinu eða ekki. (Björn alltaf nokkuð rökfastur) Að gera það ekki þýddi jafnframt að hin nánu og góðu tengsl við hin Norðurlöndin myndu byrja að gliðna með ófyrirsjáanlegum áhrifum.“
Davíð Oddsson sagði „Með nýjum lögum um málefni útlendinga og atvinnuréttindi þeirra, aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, hygg ég nær sanni vera að Ísland sé – þegar á allt er litið – meðal opnustu ríkja Vestur-Evrópu. Meira að segja svo að menn velta því fyrir sér hvort of langt hafi verið gengið.“
Þessir menn og skoðanabræður þeirra bera sig aumlega og biðjast nánast afsökunar á að fólk frá Evrópu megi nú ferðast til Íslands hindranalaust. Það hafi bara þurft að gera þetta, Norðurlandasamstarfsins vegna. Okkur langaði ekki en nauðsyn krafði. Kannski gengum við of langt, en það var óhjákvæmilegt.
Innan ESB eru veidd 7 millj. tonna af 225 þús. sjómönnum, sem er 31 tonn á sjómann. Ísland veiðir 1.8 millj. tonna með 4.500 sjómönnum, sem 400 tonn á sjómann. Hagræðing mjög mikil innan íslensks sjávarútvegs. Innan ESB eru alltof margir veiðimenn að veiða alltof fáa fiska. Á sama tíma eru lífskjör að batna í öðrum starfsgeirum og sjómenn dragast aftur úr og vitanlega vex óánægja meðal þeirra. Fiskveiðistefna ESB hefur ekki virkað og þeim er það ljóst. Þar má m.a. benda á að 88% stofna þeirra eru ofnýttir.
Íslenskir útgerðarmenn eiga umfangsmikil fiskvinnslufyrirtæki innan ESB svæðisins, þeir selja sjálfum sér óunninn fisk í þúsunda tonna vís og þeirra hagur að hafa verðið eins lágt og kostur er til þess að losna undan háum tollum. Það er verið að flytja alla þessa vinnu frá Íslandi. T.d. vinna um 800 manns hjá íslensku fiskvinnslufyrirtæki á Humbersvæðinu. Eigendur stórra íslenskra útgerðarfyrirtækja eiga enn stærri fiskveiðifyrirtæki innan ESB og þeirra hagsmunir í viðræðum við Ísland eru í raun meira þar en hér heima.
Umræðan hér heima snýst í raun um eignarhald íslenska kvótans, ekki þá fisksveiðistjórnun sem framkvæmd er með kvótasstjórnun. Það getur orðið íslendingum hættulegt að fara í þessar viðræður, eins og eignarhaldinu er fyrirkomið hjá okkurí dag. Hvaða viðhorfum munum við mæta í viðræðum við ESB? Er svo víst að þau verði okkur óhagstæð?
Sé litið til stöðunar hljóta vera töluverðar líkur á því að það verði keppikefli ESB að sveigja sitt kerfi að íslenska kerfinu og nýta tækifærið um leið til þess að taka til í sínu kerfi. ESB hefur ekkert um það að segja hvernig aðildarríkin úthluta kvóta. Kvótakerfið er og verður á forræði íslendinga einna. ESB á engar auðlyndir, það eru hin fullvalda aðildarríki sem eiga þær.
Hækkandi orkuverð og mengunarskattar eiga eftir að hafa umtalsverð áhrif á sjávarútveg, ekki bara sókn skipanna, heldur einnig það sem tíðkast í dag. Óunninn fiskur er frystur og svo fluttur um langa leið milli staða, jafnvel alla leið til Kína, þar sem hann er affrystur og unninn og svo frystur aftur og fluttur tilbaka.
Umræða um kvótakerfið okkar snýst alltaf yfir í umræðu um eignarhald. Þar er svo oft í hinni löskuðu íslensku umræðu, að tveim óskyldum hlutum blandað saman og nauðhyggjan er við völd í orðræðunni. Veiðistjórn Íslands er framkvæmd með kvóta og það gengur vel. Eignarhald á kvótakerfinu er allt annað og algjörlega óskyldur hlutur. En það er aftur á móti hagur útgerðarmanna að tengja þessa umræðu saman og hún snýst síðan ætíð upp í fáránlega endaleysu sem vitanlega gengur ekki upp.
Það blasir við að styrkjaleið við fátækustu lönd þriðja heimsins gengur ekki upp. Stuðningur við fátæk ríki í þriðja heiminum verður fyrst raunsær, þegar farið verður að styðja atvinnulíf í þessum löndum. Mönnum miði ekkert áfram með styrkveitingum, eini raunhæfi kosturinn sé uppbyggingu atvinnulífs. Þar er einungis einn kostur; uppbygging landbúnaðar og matvælaframleiðslu heimamanna í þessum ríkjum.
Vaxandi fjöldi spáir þetta sjónarmið muni njóta vaxandi stuðnings og hafa gríðarlega mikil áhrif á aðgerðir í náinni framtíð hvað varðar stuðning við landbúnað og endurskoðun á stefnu ríku þjóðanna. Þannig að það er ekki víst að það sem við erum að ræða í dag um landbúnaðarstefnu ESB, verði endilega það sem menn ræði eftir nokkur ár.
15 ummæli:
"Frábær pistill hjá þér Guðmundur!"
Kv Anna
Ég vísa í ákveðna málsgrein GG:
"Íslenskir útgerðarmenn eiga umfangsmikil fiskvinnslufyrirtæki innan ESB svæðisins, þeir selja sjálfum sér óunnin fisk í þúsunda tonna vís og þeirra hagur að verði eins lágt og kostur er til þess að losna undan háum tollum. Þeir eru með þessu flytja alla þessa vinnu frá Íslandi. T.d. vinn um 800 manns hjá íslensku fiskvinnufyrirtæki í Humber. Eigendur stórra íslenskar útgerðarfyrirtækja hér eiga enn stærri fiskveiðifyrirtæki innan ESB og þeirra hagsmunir í viðræðum við Ísland eru í raun meira þar en hér heima."
Sem áhugasömum lesanda um málefni fiskveiðistjórnunar og EB aðildar finnst mér þurfa koma frekari ábending um raunveruleg dæmi ef maður á að taka mark á þessum skrifum. JE
Góður pistill Guðmundur. Eins og alltaf. Það hentar útgerðarmönnum og kónginum í Hádegismóum að blanda fiskveiðistjórnunarkerfi og eignarhaldi saman.
Annars er þetta eignarhald nú með sölukerfi á fiski, endurtekið efni frá því að við höfðum SH. og SÍS.
Kv / Árni
Annars ágætur pistill er nokkuð þjakaður af stafsetningar- og málvillum.
Hér er talað á skýru mannalmáli að venju. Góður og þarfur pistill
Úlfur
JE. Ég var á 3ja daga námstefnu um ESB og stöðu Íslands gagnvart ESB. Þar voru m.a. nokkrir fulltrúar sjómanna og vélstjóra. Þeim var tíðrætt um þetta atriði og eignaraðildina. Tek ummæli þeirra fyllilega trúanleg
kv gg
Um stafsetningar- og málvillur. Já mér hættir til að lesa ekki nægilega vel yfir í fyrstu umferð.
Les pistlana alltaf ítarlega aftur eftir smátíma og lagfæri þá texta og laga rennsli og eins innsláttarvillur.
Vona að þetta sé betra núna
kv gg
Er ekki bara verið að reyna að draga athyglina frá þessum eldfimu punktum sem þú ert með. Smjörklípa.
Pistlar þínir eru mjög vel skrifaðir, læsilegir.
Öll vitum við að einhverjar innsláttarvillur eru bloggpistlum, en það er efnið og framsetningin sem skiptir öllu
Takk fyrir frábæra pistla Guðmundur og þessi er með þeim betri og þá er það orðið toppbloggefni
Nafnlaus 11:04 og aðrir sem telja sig þurfa stöðugt að benda á stafsetningarvillur. Hættið þessu helvítis rausi og minnimáttarkend.
Það er ekki okkur öllum gefið að geta lært að stafsetja rétt, en erum þá í staðinn ágæt í einhverju öðru.
Kv / Árni
Einmitt
Þetta er markvist og gott
GÓP
"Umræðan snýst í raun um eignarhaldið, ekki fisksveiðistjórnun kvótans"
Þetta er bara ekki rétt, því hvernig geturu þá útskýrt ofveiði ESB þar sem þorskur sem er veiddur í ESB er aðeins 1.6 ára og þar af hefur ekki þroskast til að fjölga sér og er aðeins um eitt kíló þegar hann er veiddur. Að auki má benda þér á það að það er ákveðin fiskveiðistjórn innan ESB en hún er meingölluð sbr. það að stjórnun stærsta flota ESB, spánverja, fer fram í Madrid, borg sem er lengst frá hafi á Spáni.
"Hækkandi orkuverð og mengunarskattar..."
Hérna kemur sú gífurlega kunnátta íslendinga inn í frystingu fisks og flutnings. Ef þetta gengur ekki fyrir okkur, hvernig getur þetta þá gengið fyrir Noreg, Canada og Nýja Sjáland? Strax í dag ættum við að byrja að styrkja fyrirtæki sem koma að þróun tækja og tóla til frystinu og varðveitingu fisksins.
"Veiðistjórn Íslands er framkvæmd með kvóta og það gengur vel..."
ESB er í rauninni líka með kvótakerfi (svokallað TAC´s Total Allowable Catches) og það hefur heldur betur ekki virkað, þar sem smáfiskadráp og lélegt eftirlit með veiðum hefur valdið ofveiðum. Spánverjar hafa reynt að bæta kvótaleysis með því að kaupa kvóta frá öðrum löndum þar á meðal Bretum sem reyndu að sporna við þessu með sameiginlegri löggjöf, en þeim var hafnað af Evrópudómsstólum og þurftu að borga spænskum veiðimönnum 150 milljónir evra á bætur.
"Stuðningur við fátæk ríki í þriðja heiminum verður fyrst raunsær..."
Þekki þetta ekki mikið, enda er flestum sannleikurinn falinn. Fyrsta lagi er ég sammála um að uppbygging sé rétta skrefið en t.d. í sjávarútvegi, vissuru þá að ESB hefur borgað mörgum af þessum þriðja heims ríkjum sem þú talar um fyrir að veiða inn á þeirra lögsögu. Það hefur gerst í mörgum tilfellum að ofveiði og þessi stóri floti ESB hefur algjörlega komið veiðimönnum frá þessum löndum á hausinn. Þetta kalla ég ekki uppbyggingu en svona virkar ESB. Sama ef ekki verra er að gerast í landbúnaði þar sem ESB bætir sínum eigin bændum upp og leggur mikla innflutningsskatta á vörur frá þessum þriðja heims ríkjum. Í þessu máli getum við sem sjálfstæð þjóð UTAN ESB gert betri hluti en ESB.
Takk annars fyrir ágætis pistil
Daniel Frimannsson
Lestu aðeins betur Meistari:
„Umræðan snýst í raun um eignarhaldið, ekki fisksveiðistjórnun kvótans"
Ég er að tala um íslenska kerfið ekki það sem er innan ESB
"Hækkandi orkuverð og mengunarskattar..."
Ég er að tala um að það verður svo dýrt að flytja t.d. fisk til Kína og svo tilbaka að það mun falla niður og öll fiskvinnslan færast nær veiðistöð, eftir að jarðorkan hefur hækkað um helming og mengunarskatta komnir.
"Veiðistjórn Íslands er framkvæmd með kvóta og það gengur vel..."
ESB er ekki með kvótakerfi það eru aðildarlöndin sem eru með kvótakerfin og þau eru misjöfn.
"Stuðningur við fátæk ríki í þriðja heiminum verður fyrst raunsær..."
Ég er að tala um raunverulega stuðning við uppbyggingu landbúnaðar og stóraukinn innflutning þaðan. Það mun leiða til þess að breyta verði tollakerfum og stuðning við landbúnað inn á ESB svæðinu.
Kv GG
Mér leiðist ekkert meira en svona skoðana"rifrildi" á netinu en ég las þennan pistil nokkrum sinnum yfir og er samt ekki að skilja það sem þú nefnir þér til rökstuðnings.
Þó að aðildarlöndin séu sögð vera með kvótakerfi þá hefur þessi dómur um að öllum sé heimilt að kaupa kvóta frá öðrum löndum gert það að verkum að það lögsagan sé öllum opin sérstaklega þeir sem eiga peninga. Hvað eiga Íslendingar ekki núna? Það eru einmitt peningar, þú hlýtur að sjá hversu hættulegt þetta getur orðið fyrir Ísland. Margir tala um fiskveiðistjórn ESB og við verðum í forsvari, þetta er ekkert nema einskær óskhyggja evrópusinna, spyrjið bara hvern þann Íra sem er á sjó í dag, ef hann þá finnst. Mér finnst furðulegt að fullvaxta menn skuli halda það að 225 þús. manna floti ætli að beygja sig af óskum 4500 manns.
Því miður Guðmundur þá neita ég að verða svo barnalegur að halda það að við innkomu Íslands í ESB þá mun stuðningur við þriðjaheims ríki aukast-þú nefnir að tollareglur muni breytast og stuðningur við landbúnað aukist. Hefuru kannski ekki verið var við mótmæli flestra bænda í ESB þegar að þeirra hagur skerðist? Hvort helduru að ESB muni hlusta á; þeirra eigin þegna eða Afríkubúa og Bono?
Ég tel að mun meiri umræðu sé þörf um Evrópumál Íslands og að hulinni sé svipt af innanherjamálum ESB. En ég viðurkenni algjörlega að ég er á móti ESB eins og að þú sért með því og því gætum við hnakkrifist yfir á næstu öld.
Annars takk fyrir svarið
DOF
Eitt af því sem er óþolandi í umræðu er þegar menn gera öðrum upp skoðanir og lesa á haus það sem sett er fram.
T.d. að ég hafa sagt að við inngöngu Íslands í ESB muni stuðningur vup þriðja heims ríki aukast hverslags bull er þetta.
Ég segi í greininni að það sé nokkuð víst að á næstu árum muni það hafa mikil áhrif á þá styrkjastefnu sem fylgt hefur verið að hún er ekki að ganga upp og menn muni leita annarra leiða og þá líklega reyna að byggja upp atvinnulíf og þá byrja á landbúnaði því þá slái menn tvær flugur í einu höggi auka atvinnutækifæri og auka matvælaframleiðslu. Það hefur nákvæmlega ekkert með inngöngu Íslands að gera, það sjá allir sem vilja sjá.
Það hefur margoft komið fram að veiðireynsla ræður aðkomu að veiðum. Nema þá um flökkustofna eins og t.d. síld og makríl um það semja þau ríku sem eiga lögsögu þar sem flökkustofnar fara um. Um þetta hefur mikið rætt og ég reikna með að þeir sem hafa teklið þátt í ESB umræðu þekki það mjög vel.
Það sem ég er að benda á er að það sölukerfi sem hefur ríkt með íslenskan kvóta er okkur hættulegt. Það kmeur mjög glögglega fram í pistlinum og þarf mikinn vilja til þess að lesa eitthvað annað.
Annars þakkir fyrir ákaflega mikil viðbrögð við þessum pistli, margir sem hafa sent póst um rætt þetta án þess að vera hér í athugasemdadálki
gg
Þetta er með skýrustu og best skrifuðu pistlum sem ég hef seð um þessi mál.
Þessvegna er svo einkennilegt að lesa athugasemdir Meistarans, sem snýr út úr og gerir þér upp skoðanir. Hann er síðan með hroka og kallar þig barnalegan.
Svör eru enn skiljanlegri og eru þér til sóma
Haltu áfram á þessari braut
Kv KÞG
Skrifa ummæli