miðvikudagur, 23. febrúar 2011

Ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífinu

Hvað eiga menn við þegar þeir segja að sé ástæðulaust að flýta sér að ljúka Icesave það skipti okkur engu? Lánshæfismat Íslands minnkaði sakir þess hvernig haldið hefur verið á Icesave málinu af hálfu Íslands og hefur fallið enn meir eftir síðasta útspil forseta. Það kostar íslenskt samfélag umtalsverða fjármuni, sakir mikilla skulda. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja landsins segja að þau lán sem þeim standi til boða séu á svo slökum kjörum að ekki sé hægt að taka þau. Það hefur stöðvað margar framkvæmdir.

Atvinnuleysi hefur aukist og heildarvinnuaflsnotkun hefur minnkað um 12% og landsframleiðsla hefur þar af leiðandi dregist saman um að óþörfu. Staða krónunnar er í lægstu hæðum og skuldastaða heimilanna þar af leiðandi óyfirstíganleg. Heimilin í landinu búa við minni tekjur og minni kaupmátt. Hagfræðingar hafa bent á að þessi samdráttur í í hagkerfinu muni hafa þær afleiðingar að það muni taka lengri tíma að vinna sig upp úr lægðinni, það geti leitt til þess að tap okkar vegna þessa muni, þegar upp er staðið, nema um einni landsframleiðslu.

Í sumar rennur samningurinn út við AGS, vonir stóðu til að við myndum losna að einhverju leiti undan viðjum gjaldeyrishafta og skuldatryggingarálag myndi batna. Ísland hefur notið velvildar, en sé litið til ummæla erlendis frá þá er sá tími liðinn. Það er því ótrúlegt ábyrgðarleysi að halda því fram að ekkert muni gerast þau afgreiðsla Icesave muni dragast. Það er áframhaldandi lítilsvirðing við atvinnulaust fólk og heimilin í landinu.

Atvinnuuppbyggingu hér á landi hefur staðið í stað sakir þess að ekki hefur verið hægt að fjármagna stór verkefni, það er forsenda eigi að takast minnka atvinnuleysið og auka verðmæta sköpun og tekjur í landinu. Þeir sem standa í kjaraviðræðum óttast að nú muni þær stöðvast sakir þess að öll umræða stjórnmálamanna muni beinast enn eina ferðin að Icesave. En eins margoft hefur komið fram þá verður ekki hægt að leysa þá hnúta sem kjaraviðræður eru í án aðkomu stjórnvalda.

Ég er þeirrar skoðunar að tiltekið hlutfall kjósenda eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál, en það þarf að vera ljóst hvaða mál það eru. Ég hef gagnrýnt þær aðferðir sem notaðar eru til þess að safna saman undirskriftum, það kerfi verður að vera trúverðugara. Ég hef stutt málskotsrétt forseta, en er nú þeirrar skoðunar að þennan rétt þurfi að skýra betur.

Ég átta mig ekki á endurtekinni klisju alþingismanna um að treysta þjóðinni, en ekki Alþingi, þá með tilliti til þess að við upplifum stjórnmálamenn skipta um skoðanir, á þjóðaratkvæðagreiðslu eftir því hvort þeir séu í stjórn eða ekki. Í félagslegu starfi verða menn að hafa dug í sér að taka óvinsælar ákvarðanir, ef við blasi að það sé hagaur fjöldans. Það að elta sérstæða hagsmuni hagsmuni háværra hópa getur ekki leitt annars en enn meiri vandræða. Ef við lítum til stjórnarhátta áratuginn fyrir Hrun þá var nú ekki mikill áhugi á því að bera hlutina undir þjóðina, eða yfirleitt nokkurn utan nokkurra embættismanna handvöldum á grundvelli fylgispektar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Afar góð grein,

Mat á Icesave er fyrst og fremst heildrænt áhættumat, sem tekur mið af hagsmunum þjóðarinnar á öllum stigum, en um það hefur verið lítil umræða.

Þegar hagsmunir þjóðarinnar eru metnir koma til ótal atriði - miklu fleiri en almennt er talað um og miklu fleiri en „bara“ samningar um Icesave.

Það eru ekki bara samningarnir sem slíkir, heldur önnur áhrif sem geta verið miklu mun skaðlegri.

Fyrst um Icesave.

1. Þjóðin var búin að samþykkja að leysa málið með samingum, með þeim viðræðum sem voru í gangi og enduðu með góðum og miklu betri samingum. Þess vegna fékk m.a. stjórnarandstaðan fulltrúa í samninganefnd.

2. Með samþykkt samninganna kann að vera að eignir standi alfarið undir skuldurm og þjóðin þurfi ekkert að borga – eða í versta falli að skuldin verði um 50 milljarðar, sem telja verðu afar ólíklegt.

3. Verði ekki samningar, fer málið í dómsmál sem kann að kosta miklu hærri fjárhæðir, eða eins og einn samningamaður sagði huglsanlega 500 milljarðar eða meira.

Þessi atriði eru bara samanburður á samningunum í þröngri merkingu, þ.e. eingöngu er horft til samninganna og engra annarra atriða.

Önnur mikilvæg atriði en samningarnir.

Farið málið í dómstóla erlendis kunna nokkur önnur atriði að gerast sem gætu haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland. Þau atrið þarf að meta jafn mikið og áhrif samninganna í þröngri merkingu. Þessi atriði eru m.a:

1. Dómsmál getur tekið mörg ár.
2. Mat alþjóðlegra matsfyrirtækja á Íslandi og Ísl. fyrirtækjum lækkar enn frekar og er það þó þegar í ruslflokki, sem þýðir á mannamáli að ekki er aðgangur að erlendum lánamörkuðum, nema þá kannski á himinháum ökurvöxtum, sem ekki er hægt að borga. Þetta hefur þegar komið fram.
3. Mat alþjóðlegra matsfyrirtækja var þegar lækkað við fyrri neitanir á Icesave samingum.
4. Traust á Íslandi og Ísl. fyritækjum minnkar frekar erlendis.
5. Á meðan hefur Ísland ekki aðgagn að erlendum lánamörkuðum.
6. Ekki hefur verið hægt að fjármagna stórar framkvæmdir vegna Icesave, sem þegar hefur kostað mikið verðmætatap, aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt.
7. Líklega mun fjármagnskostnaður hækka verulega á Íslandi, þar sem ekki verður aðgagnur að erl. lánsfé, sem mun skella á fyrirtækjum og almenningi og er þó nóg fyriri.
8. Ekki verður hægt að fjármagna stórar framkvæmdir hér á landi.
9. Stór fyrirtæki og ríkissjóður munu líklega eiga mjög erfitt með að endurfjármagna afborganir af stórum erl. lánum. Þetta mun auka líkur á greiðslufalli þessara aðila.
10. Ísland einangrast á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
11. Atvinnuleysi mun líklega aukast verulega, og tekjur dragast saman, og kreppan aukast.
12. Greiðsuerfiðleikar fyritækja og almennings aukast, fjármagnskostnaður eykst, gjaldþrot aukast.
13. Með auknum erfiðleikum í fjármálum fyrirtækja og heimila eykst vandi bankanna, sem er nægur fyrir.
14. Standi málaferli í langan tíma, aukst líkur á nýju bankahruni og þar með greiðluþroti ríkissjóðs.
15. Landfótti eykst.

Þeir aðilar sem telja þeta hugarburð, ættu að hugleiða umræður um stöðu Íslnads fyrir hrun, s.s. 2005-8, þar sem allt var talið í himnalagi. Raunin var sú að aðstæður fóru sífellt versnandi, sem endaði með mesta bankahruni og gjaldmiðlahruni í nokkru þjóðfélagi.

Öll þessi atrið þarf að taka inn í heildræna áhættustjórnun fyrir Ísland í þessu máli. Það sem helst fór úrskeiðis í hruninu var að fjölmargir í aðilar á mörgum stöðum gerðu afar mikil mistök í áhættustjórnun, og töldu allt í lagi, keyrðu fulla ferð út í óvissuna, þó að þolendurnir væri heil þjoð,,,,,

Vonandi hafa aðilar lært af mistökum hrunsins 2008, og að ekki verði aftur sett á fulla ferð út í óvissuna með heila þjóð,,,, þrátt fyrir varnaðarorð margra,,,, afleiðingar af því gætu orðið skelfilegar,,,,,

Niels Hermannsson sagði...

Finnst engum fjölmiðlum það efni til vandaðrar umræðu að á sama tíma og hæstiréttur sendir þjóðkjörna fulltrúa á stjórnlagaþing heim með innihaldslausum lagarökum geti einstaklingur sem kjörin var til forseta með 10 af hundraði atkvæða framyfir næsta keppinaut og það fyrir 12 árum, numið stjórnarskrána úr gildi sjálfum sér til tímabundinnar upphefðar í þröngum hópi? Laxnes bað forðum um að umræðan kæmist á hærra plan. Ég bið nú bara um að það verði einhver umræða. Því oft var þörf en nú er nauðsyn.

Niels Hermannsson sagði...

Finnst engum fjölmiðlum það efni til vandaðrar umræðu að á sama tíma og hæstiréttur sendir þjóðkjörna fulltrúa á stjórnlagaþing heim með innihaldslausum lagarökum geti einstaklingur sem kjörin var til forseta með 10 af hundraði atkvæða framyfir næsta keppinaut og það fyrir 12 árum, numið stjórnarskrána úr gildi sjálfum sér til tímabundinnar upphefðar í þröngum hópi? Laxnes bað forðum um að umræðan kæmist á hærra plan. Ég bið nú bara um að það verði einhver umræða. Því oft var þörf en nú er nauðsyn.

Friðrik Hansen Guðmundsson sagði...

við verðum að gera okkur grein fyrir því að kröfuhafar í þrotabú gömlu bankana sem eru öll helstu fjármálafyrirtæki heims eru nú með í gangi málaferli sem ætlað er að hnekkja neyðarlögunum.

Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt þá eignast þessir kröfuhafar þrotabúið. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.

Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana.

Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave.

Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave og neyðarlögunum verður hnekkt og við fáum ekki krónu úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesasve þá þarf ríkissjóður samt að borga þessar 1.200 ma.

Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt og ef það gerist þá verður að vera ríkisábyrgð á Icesave þannig að við neyðumst til að taka fé úr ríkissjóði til að borga Icesave.

Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 1.200 milljarðar á ríkisjóð.

Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð.