fimmtudagur, 24. febrúar 2011

Hagvöxtur og ný störf

Við þurfum að skapa um 20 þús. störf hér á landi á næstu árum, þau störf verða einungis til á almennum vinnumarkaði og þá helst í tæknifyrirtækjum. ekki í sjáverútvegi eða landbúnaði.

Tæknifyrirtæki hafa margoft látið koma fram að aðild að myntsamstarfi við Evruna muni draga úr kostnaði félaganna við að verja sig gagnvart hinum gríðarlegu miklu gengissveiflum krónunnar. Nýsköpunarfélög verða að geta aflað fjár til rekstrar frá alþjóðlegum fjárfestum með sölu hlutabréfa og aðgengi að hagstæðum lánum. Hrun efnahagskerfisins og gjaldeyrishöft koma í veg fyrir að erlendir fjárfestar geti selt fjárfestingu sína aftur og það torveldar félögunum að sækja slíkt fjármagn.

Tilvist krónunnar hefur leitt til þess að hér á landi hafa stjórnvöld ekki tileinkað sér þann aga og stefnufestu sem þarf að ríkja við efnahagsstjórn. Hér tíðkast ákvarðanir sem miða við misseri á meðan þau lönd sem búa við stöðugleika gera áætlanir til áratuga, myntsamstarf sem fylgir aðild að ESB myndi skapa þann stöðugleika sem svo mikið skortir hér á landi.

Þetta snertir ekki síður stöðu launamanna. Kjarasamningar myndu þá halda og kaupmáttur ekki hrynja í hvert skipti sem íslensk stjórnvöld grípa til gengisfellinga til þess að leiðrétta efnahagsmistök og flytja þann kostnað yfir á launamenn með því að lækka laun í landinu. Ak þess að skuldastaða heimila og fyrirtækja taka stökkbreytingum í hvert skipti til hins verra.

Á það er einni bent af aðilum vinnumarkaðs að Ísland hefur í dag ekki aðkomu að stefnumótun og framkvæmd ýmissa reglna, svo sem hugverkarétt og umhverfi rafrænna viðskipta. Við höfum orðið var við að íslensk tæknifyrirtæki eru að flytja höfuðstöðvar sínar frá Íslandi vegna þessa atriða. Þau eru að keppa á alþjóðamarkaði og verða að búa við samskonar umhverfi til þess að vera samkeppnishæf.

Hagvöxtur er eina leiðin úr þeirri stöðu sem Ísland er í. Ef það tækist að ná 2% árlegum hagvexti til ársins 2020, verða lífskjör orðin svipuð og þau voru 2008. En atvinnuleysi verður enn svipað og það er nú og velferðarkerfið verður umtalsvert laskað.

Ef hagvöxtur verður 3,5% fram til 2020 verða lífskjör svipuð og 2008, en atvinnuleysi verður um það bil helmingi minna en það er í dag, eða um 5%, sem er samt töluvert lakara en það var 2008 og verðferðarkerfið verður í sömu stöðu og það er í dag.

Það þarf 5% hagvöxt til ársins 2020 til þess að losna við atvinnuleysið bæta lífskjör og ná velferðakerfinu úr því falli sem það hefur verið undanfarin 2 ár.

Ef gengið hefði verið frá Icesave vorið 2009 þá hefðum við þurft 3,5% hagvöxt í stað 5% til þess að ná viðunandi stöðu árið 2020. Fjölgun starfa er eina leiðin til þess að auka hagvöxt. Það þarf að skapa um 30 þús. störf á næstu árum. Ef það á að vera hægt þarf atvinnulífinu að standa til boða nægt lánsfé á ásættanlegum kjörum.

Það samfélag sem viljum hafa er dýrt í rekstri. Það verður ekki gengið lengra í að auka skatta. En augljóslega verður að ná jöfnuði í opinberum rekstri. Fyrir lok þessa árs verður að minnka rekstrarkostnað hins opinbera ekki bara verulega, heldur umtalsvert. Það kallar á að skapa verði enn fleiri störf hjá fyrirtækjunum.

Við komumst ekki hjá því að skipta um gjaldmiðil og skapa stöðugt umhverfi og ná vöxtum umtalsvert niður. Ef það á að takast verðum við að auka traust á íslensku samfélagi, og ekki síður meðal okkur sjálfra. Virðing fyrir reglum og lögum er hér á því plani, að það sem ekki er bannað er framkvæmt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll,
takk fyrir þarfan pistil.
Mig langar til að nefna annan kost en að taka upp annarra þjóða gjaldmiðil.
Setjum íslenska krónu á gullfót og ákvæði um hallalausan rekstur ríkissjóðs.