Hef undanfarin misseri setið allnokkra fundi með helstu framamönnum úr atvinnulífinu, allt XD menn, og hlustað á afstöðu þeirra til íslensks samfélags og hvað þurfi að gera. Hef birt hér á þessari síðu allnokkra pistla þar sem vitnað er í ummæli þeirra.
Sé litið til þessa þá kemur umræðan á landsfundi XD mér í opna skjöldu. Hún einkennist af aulabröndurum og barnalegri fávisku öfgafulls hóps sérhyggjumanna, sem eru lengst til hægri á stjórnmálavængnum.
Hvað veldur því að þessir félagar mínir úr atvinnulífinu láta þetta yfir sig ganga?
Hvers vegna láta menn bjóða sér að aðalstjörnur Landsfundarins séu fyrrv. ráðherrar Flokksins, þeir voru í þeirri ríkisstjórn sem lagði grunninn að Hruninu, eins og kemur glögglega fram í skýrslu Rannsóknarnefndar, sem Valhöll vill að gleymist. Þar eru mennirnir sem vissu hvert stefndi þegar í árslok 2006 og hefðu þá geta komið í veg fyrir þær miklu hörmungar sem riðu yfir okkur öll, ein sog ég hef komið að nokkrum sinnum áður.
Flokkurinn er pikkfastur í fortíðinni og menn láta sig hafa það að sitja þar. Hafa ekki burði til þess að reka af sér gamlar vofur, horfast í augu við sjálfa sig og viðurkenna að Flokkurinn átti stærstan þátt í því hvernig fór. Viðurkenna það og skilja við þennan sérhyggjuhóp.
10 ummæli:
Kannski láta þeir þetta yfir sig ganga vegna þess að þeir eru í fasistaflokk sem setti þá í trúnaðarstöður. Á meðan þið fattið þetta ekki, þá verður allt óbreytt. Flokkarnir hafa skipt á milli sín valda- og hagsmunastólunum áratugum saman. Einn og einn jaxl eins og þú kemur fyrir eigin verðleika. En það breytir ekki því að leikritið er skrifað af 4-flokk og þar er orðið samkomulag. Sjáðu bara stjórnsýsluna: Þar ráða embættismenn því sem þeir vilja en þeir voru þó ekki kosnir!
Þeir hefðu ekki verið í trúnaðarstöðunum nema vegna flokksaðildar.
Svarið er einfalt: ÓTTI!
Ótti við "brandarakarlinn" í Hádegismóum sem útgerðin í Eyjum borgar laun. Óendanlegar milljónir til halda uppi áróðri sínum í sökkvandi skipi úr dagblaðapappír.
Sammála þessu.
Ræða Davíðs var barnaleg og bjálfaleg í senn. Brandararnir aulalegri en áður!
Svo aðhyllist þetta fólk frjálshyggjuróttækni sem sómir sér lengst til hægri í Texas!
Þú spyrð,hvers vegna félagar þínir í stétt atvinnurekenda láti þetta yfir sig ganga?
Það er alveg laukrétt hjá þér Guðmundur,hvað veldur? Ég hallast að því að gamla harðlínuforustan með brandarakallinn í brúnni stjórni FLokknum. Bjarni Ben hefur verið endurkjörinn með 55% atkvæða. Minni gat munurinn vart orðið.
Hreðjatök DO á FLokknum eru augljós,það fer enginn gegn hans vilja, annars er voðinn vís. Menn hafa verið bannfærðir fyrir minni afglöp.
Villi Egils var tekinn niður á síðasta landsfundi af ,,Píslavættinum". Það eitt að vera tekinn fyrir af honum, er útaf fyrir sig næg afsökun til að hafa sig hægan.
Þú kemur ekki á landsfund með einhverja skýrslu sem ekki er búin að fá samþykki ,,skuggaformanns" FLokksins.
Tök DO og hans fylgisveina á FLokknum og stefnu, eru ískyggileg mikil og hamlar allri eðlilegri umræðu innan hans.
Vera DO á ritstjórastóli Moggans er einn liður í því að verja skoðanabræður hans og LÍÚ styrktaraðila FLokksins.
Flott samkoma tekur á málum þjóðarinnar sem skiptir máli.
Svarið liggur í augum uppi.
Þeir vilja ekki vera skildir útundan þegar gæðum landsins verður úthlutað.
Vel mælt orð í tíma töluð.
kv. Björn Jörundur.
Ég þekki því miður fólk sem ekkert hefur grætt á þessu kerfi sem sjálfstæðisflokkurinn hefur búið til hér á landi og kýs samt FLokkinn, í algjörlega blindri trú á yfirburði FLokksins og þá sérstaklega ótrúlegri persónudýrkun á Davíð Oddssyni.
Svo satt, Guðmundur
Guðrún Kr.
Guðmundur, komdu með stuðning við frjálsar handfæraveiðar,
þær leysa byggða, mannréttinda, fátæktar og atvinnuvanda
gjaldþrota þjóðar.
Íslenska þjóðin er eins og þorskur á þurru landi, getur ekki bjargað
sér. Mörghundruðþúsund tonn vantar upp á, að fiskimiðin skili þjóðinni þeim fiskafla sem eðlilegt er, dregin veiðarfæri og Loðnuveiðar valda því. Afléttum oki banka og líú af þjóðinni,
komum með nýja hugsun við fiskveiðarnar og umgengnina um fiskimiðin.
Komdu þessum mönnum á óvart Guðmundur, fátækir Íslendingar gætu
auðveldlega bjargað sér, fengist þetta frelsi.
Skrifa ummæli