þriðjudagur, 15. nóvember 2011

Konan við 1000°

Hef undanfarna viku verið að lesa nýja bók Hallgríms Helgasonar Konan við 1000°.

Hallgrímur er fanta góður stílisti og skrifar virkilega skemmtilegan texta, eins og allir vita. Í bókinni eru verulega skemmtilegir sprettir, en svo koma á milli langir kaflar, jú það er gaman að lesa þá en ég átti stundum í erfiðleikum að halda einbeitingunni.

Herbjörg eða Herra er sögumaðurinn í þessari bók, hún á eftir að lifa með okkur enda sérstaklega eftirminnileg. En bókin er bara of löng og það á örugglega eftir að verða til þess að of fáir leggja í hana, því miður.

Engin ummæli: