Nú höfum við fengið staðfestingu á því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætla ekki að axla neina ábyrgð á þeim óförum sem íslenskt efnahagslíf lenti í undir þeirra stjórn.
Þeir ætla að ríghalda í þær skýringar sem þeir hafa tönglast á að það hafi verið heimskreppa, ekki íslensk kreppa sem olli efnahagslegum hamförum hér á landi. Hafna því að lesa Rannsóknarskýrsluna, og ætla eins og svo oft áður að endurskrifa söguna eins og þeir vilja hafa hana. Forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að horfast í augu við þá staðreynd að hér varð meira hrun en annarsstaðar. Það varð fullkomið kerfishrun á Íslandi.
Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki burði í að takast á við og horfast í augu við að það var efnahagsstjórn þeirra sem lagði 25 þús. heimili í rúst. Það var íslenskt kerfishrun sem varð til þess að kaupmáttur hrapaði og kjör færðust 4 ára aftur í tímann. Skuldir einstaklinga og fyrirtækja tóku stökkbreytingum og Seðlabankinn varð gjaldþrota allt undir stjórn „farsælasta forystumanns“ Íslands. Sú efnahagsstefna sem Davíð Oddsson og meðreiðarsveinar mótuðu, lagði nánast allt í rúst.
Það gerðist ekki í öðrum löndum, það gerðist einungis hér og er sannarlega afleiðing stefnu þeirra. Það voru forystumenn Flokksins sem höfnuðu alfarið að taka tillit til aðvarana vina okkar á hinum Norðurlöndunum um að grípa í taumana í árslok 2006. Þá var ljóst hvert stefndi. Það vissu Geir Haarde forsætisráðherra, Árni Matt fjármálaráðherra og Davíð Oddsson Seðlabankastjóri, þeir menn sem fóru með mesta vald í efnahagsmálum þessa lands.
Ráðherrar allra nágrannaríkja höfðu ítrekað samband við þá, en þeir höfnuðu því algjörlega að víkja af sinni helfararleið. En fóru í ferðir erlendis og lýstu hina Íslenska efnahagsundri sem þeir hefðu skapað og gerðu gys af þeim sem vildu meina að þetta væri ekkert undur, bara ómerkileg froða.
Þetta kemur allt fram í fyrirliggjandi skýrlsum sem hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Ef koma hefði átt í veg fyrir Hrunið hefði þurft að grípa til alvarlegra aðgerða á árinu 2006 of fylgja þeim eftir með harkalegum efnahagslegum samdráttar aðgerðum kosningaárið 2007. Bankarnir voru of stórir fyrir hið örsmá hagkerfi Íslands og viðskiptahallinn alltof mikill. Í stað þess að gríða til aðgerða til þess að draga úr þennslunni, fara þessir stjórendur efnahagsmála í gagnstæða átt. Sumir halda því fram að Hrunið hafi orðið til árið 2008, þeir sem þannig tala eru með sterkt pólitísk gleraugu. Árið 2008 var staðan orðin það ískyggileg að ekki varð hjá Hruni komist.
Ákvarðanir sem teknar voru í Seðlabankanum þetta ár hafa verið gagnrýndar svo ekki sé meira sagt. Ingibjörg Sólrún endaði sinn pólitíska feril líklega án þess að gera sér grein fyrir því þegar hún ákvað að fara í ríkisstjórn, enda er hún farinn af vettvagni og baðst afsökunar á sínum þætti. Meir en aðrir hafa dug í sér að gera.
Ákvarðanir sem teknar voru að ríkisstjórnarforystunni á árinu 2007 voru þvert á það sem ráðherrar okkar helstu vinalönd höfðu lagt til, það varð til þess að engin vildi koma nálægt Íslandi með hjálp nema í gegnum AGS. Ef Geir Haarde og ríkisstjórn hans hefðu tekið að vandanum þá hefði fallið ekki orðið svona mikið. Það voru kosningar sem voru framundan og settu voru upp veggspjöld um land og birtar heilsíðu auglýsingar um að hér væri allt svo gott undir traustri efnahagsstjórn.
Það er sorglegt að hlusta á ummæli núverandi formanns flokksins um stöðuna við stetningu landsfundar, ömurlegt. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins kom fram að það væri fólkinu í landinu að kenna hvernig fór, ekki þeirra sem mótuðu og stjórnuðu efnahagsstefnunni. Ekki þeirra sem settu allt í kaldakol.
Ef marka má afstöðu fólks í skoðanakönnunum þá styðja 38% þeirra sem tóku afstöðu þennan flokk. Um 50% tóku afstöðu, þannig að hér er um að ræða um 20% landsmanna. Þessi hópur varð efnaðri við Hrunið og það byggist á því kerfi sem þetta sama fólk hefur komið á hér á landi.
Við vitum að það er sami hópur sem berst með öllum ráðum gegn því að tekið verði á þessu kerfi. Þetta fólk virðist skipta engu þó það kosta almenning aleiguna og upptöku þriðjungs launa í landinu. Það er þetta fólk sem mun kjósa XD sama á hverju gengur, því þetta fólk hugsar einvörðungu um eigin hag.
Í nýrri könnum á vegum hagdeilda SA kom fram að á undanförnum árum hefur fjöldi íslendinga sem fer héðan umfram það erlenda fólk sem hingað flytur vaxið með hverju ári. Sé litið til þess hverjir það eru sem eru að flytja burt þá er það vel menntað fólk sem er að fara og hingað er að flytjast erlent láglaunafólk sem sættir sig við að vinna störf þar sem laun og aðbúnaður er við eða fyrir neðan leyfileg lágmörk. Neðanjarðarhagkerfið vex, ójöfnuður vex.
Landsfundur Sjálfstæðismanna virðist vilja halda áfram þar sem frá var horfið og þvertekur að horfast i augu við sína skelfilegu fortíð.
12 ummæli:
Guðmundur, þú skautar "snyrtilega" frá þætti Samfylkingarinnar í hruninu, en vilt alfarið kenna Geir Haarde og Sjálfstæðisflokknum um atburðarrásina árið 2008 fram að hruni. Hvers vegna?
Hvað gátu menn gert annað á þessum tíma?
Og hverjar hefðu afleiðingarnar orðið af slíkum aðgerðum?
Var það Sjálfstæðisflokknum að kenna að eigendur bankanna tæmdu þá fram að hruni?
Gaf Sjálfstæðisflokkurinn þessum mönnum eitthvað sérstakt leyfi til þess? Útskýrðu?
Og setti Davíð Seðlabankann á hausinn með vilja? Útskýrðu?
Ég vænti svars frá þér við þessum spurningum og vinsamlegast svaraðu svona upp á trúverðugleika þinn.
Þú skokkar yfir þátt lífeyrissjóðannaí hruninu, að vanda liggur manni við að segja í þessum ömurlegu pistlum þínum.
Hvað með fyrirsjáanlega skerðingu á lífeyrisgreiðslum í framtíðinni til þeirra sem hafa stritað og puðað alla sína ævi, greitt í lífeyrissjóði, bara til þess eins að horfa upp á jöfrana sem sitja í stjórnum sjóðanna sólunda fénu eins og þeim sé slétt sama um hvort féð beri einhverja ávöxtun eður ei.
Það vantar tugi milljarða upp á að stærstu lífeyrissjóðirnir geti uppfyllt skyldu sína. Hverjum er það að kenna? Landsfundi Sjálfstæðisflokkins?
Hrunið er Baugmeðreiðarsveinum Samfylkingar að kenna.Davíð varaði við þessu.
Minni á að almennu lífeyrissjóðirinir voru einu fjármálastofnanirnar sem komu standandi út úr Hruninu og eiga fyrir skuldbindingum, enda voru stjórnmálamenn ekki þar að verki.
Þeir lífeyrissjóðir sem stjórnmálamálamenn koma að eru allir með ríkisábyrgð og vantar um það bil 80% til þess að eiga fyrir skuldbindingum.
Greinlegt að þessi pistill fer yndislega í taugarnar á sumum, en þeir hafa þó ekki burði til þess að skrifa undir nafni.
Ítrekað komast tilteknir fastagestir í fjölmiðlum upp með að fullyrða að það hafi verið skúrkar sem starfa hjá í lífeyriskerfinu sem skópu Hrunið og nýttu fjármuni lífeyrissjóðanna til þess að keyra hér allt í þrot.
Þessu er haldið blákalt fram þrátt fyrir að það liggi fyrir að tapið í Hruninu varð um 15 falt hærra en samanlagðar heildareignir allra íslensku lífeyrissjóðanna og 75 falt meira en samanlagt heildartap lífeyrissjóðanna.
Öll vitum við hvaðan þetta fjármagn kom, það kom ekki ein króna af þessum peningum inn á borð starfsmanna stéttarfélaga eða lífeyrissjóða og þeir spiluðu ekki með þetta erlenda fjármagn.
Af hverju leggja sumir mikla áherslu á að beina umræðunni inn á villigötur? Af hverju spyrja þeir ekki stjórnmálamenn og stjórnendur þeirra sjóða og banka sem hrundu til grunna og vísa kostnaði vegna þess á skattborgarana þessara spurningar : „Hvers vegna tókst starfsmönnum og stjórnum lífeyrissjóðanna að forða almennu sjóðunum frá falli á meðan allt sem þið komuð nálægt fór til fjandans?“ Hvaða hagsmuni eru þessir menn að verja?
Vill benda á að alla vega í mínum lífeyrissjóð eru allir stjórnarmenn sjóðsfélagar og eiga allir mikla hagsmuni af því að sjóðirnir standi sig í lögbundnu hlutverki sínu.
Ef Davíð vissi af þessu afhverju keypti hann öll ástarbréfin? Af hverju setti hann Seðlabankann á hausinn, ef hann hafi vitað af þessu þá hefur hann semsagt gert það vísvitandi.
Hvers lags bull er þetta.
Kristinn Þór
Takk fyrir þessa og aðrar góðar greinar.
Ég held að það sé ofmat að 20% landsmanna hafi hagnast á hruninu. Það eru sennilega ekki nema 5 til 10% og þá meðtalið afturhaldshluti LÍÚ og aðrir fámennir hópar sem hagnast á sérhagsmunastefnu Sjálfstæðisflokksins. Það er hinsvegar ráðgáta af hverju hin 10% kjósenda nefna Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur ekki sýnt neina iðrun eða auðmýkt og forherðist nú mjög í afneitun á sinni ábyrgð á hruninu. Ég held að ástæðan sé eingöngu sú að það vantar valkost fyrir frjálslynt skynsamt fólk, sem ekki getur hugsað sér að kjósa Samfylkinguna með sína merði, kvennalista kverúlanta, og hrunverja. Guðmundur, þarft þú ekki að fara að vinna í því að boðið verið uppá fleiri valkosti? Nýr gjaldmiðill, burt með sérréttindi allra opinberra starfsmanna í lífeyrismálum og opin stjórnsýsla. Ég mun mjög líklega styðja nýjan þannig valkost. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það má ekki gerast að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir 10% í næstu kosningum.
Kveðja
Þorbergur Leifsson
Þetta er mjög góð grein hjá Guðmundi.
Það er greinilegt að sumir lesa með pólitískum gleraugum, og vilja svo bregða sér í útúrsnúningakeppni.
Öllum sem fylgjast með af einhverju raunsæi vita að það var á árunum 2004 - 2007 sem grunnurinn var lagður að hinu myndarlega Hruni.
Þetta kemur glögglega fram í skýrslum um þessi mál. Það sem gerðist 2008 og eftir það er bein og óhjákvæmileg afleiðing þeirrar geggjunar sem einkenndi íslenskt samfélag á þessum árum. Gengið var 20% yfirskráð, gjaldeyrir á útsölu, erlent lánsfé streymdi inni í landið. Allar yfirlýsingar forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins voru byggðar á innistæðulausri froðu.
Í þessu pistli er nákvæmlega ekki gerð nein tilraun til þess að skauta framhjá einu eða neinu. Það er verið að draga fram þá skelfilegu staðreynd að þeir sem fóru með völdin og þeir sem voru mest tengdir spillingunni, hafna því alfarið að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og vilja halda áfram á sömu braut
Það er óhugnanlegt
Ég þekki því miður fólk sem ekkert hefur grætt á þessu kerfi sem sjálfstæðisflokkurinn hefur búið til hér á landi og kýs samt FLokkinn, í algjörlega blindri trú á yfirburði FLokksins og þá sérstaklega ótrúlegri persónudýrkun á Davíð Oddssyni.
Vel mælt Guðmundur, og orð í tíma töluð.
kv. Björn Jörundur.
Vel mælt orð í tíma töluð.
kv. Björn Jörundur.
Skrifa ummæli