þriðjudagur, 8. nóvember 2011

Meistaraverkið

Hef undanfarið verið að grípa í Meistaraverkið nýtt smásagnasafn Ólafs Gunnarssonar. Hef alltaf verið hrifin af smásögurforminu. Ólafur er án nokkurs vafa með betri sögumönnum okkar og það er staðfest í þessari bók.

Sögurnar eru misjafnar, sumar mætti vinna aðeins betur, sumar eru reyndar efni í heila skáldsögu. Við lestur á „dagsform“ lesandans stóran þátt í mati lesandans, eins og menn segja í íþróttunum. Við aðrar aðstæður og annað dagsform getur saga sem var ekkert sérstök þegar hún er fyrst lesinn orðið að bestu sögunni þegar hún er endurlesinn.

Ólafur kemur víða við, sögurnar taka á vandamálum, samskiptum fólks og þeim átökum sem við könnumst öll við með einum eða öðrum hætti.

Ég mæli með þessari bók.

Engin ummæli: