Missti af þessari sýningu í vor vegna anna og dreif mig í gærkvöldi, sé svo sannarlega ekki eftir því. Arthur Miller er þekktasta leikskáld tuttugustu aldarinnar.
Allir synir mínir er verkið sem gerði hann frægan. Í sýningunni eru dregnir fram þættir í sálarlífi samfélagsins sem eru okkur svo hugleikin í dag, þegar græðgi og stundarhagsmunir ráða ferðinni.
Það er ekki veikur hlekkur í þessari sýningu, hún heldur manni vel við efnið allan tímann, með jöfnum stíganda. Aðalhlutverkin eru í höndum Jóhanns Sigurðarsonar og Guðrúnar S. Gísladóttur. Bæði frábærir leikarar og fara hér á kostum. Björn Thors fer einnig með burðarhlutverk og stendur sig vel. Í aukahlutverkum eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Hannes Óli Ágústsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli