mánudagur, 21. nóvember 2011

JóJó Steinunnar Sigurðardóttur

Nýjasta bók Steinunnar Sigurðardóttur; JóJó, hefst á atviki sem verður til þess að krabbameinslæknir staldrar við og fram streyma minningarbrot. Sársaukafull, dulin og bæld.

Bókin verður spennandi og rífur stundum í. Ástir, vinir og samskipti læknis við sjúklinga sem berjast við krabbamein. Minningarbrotin raðast upp og dregin er óþægilega raunsönn mynd af hryllilegum afleiðingum kynferðisofbeldis gegn börnum.

Steinunn er mikill stílisti og texti bókarinnar er þaulhugsaður, fágaður og glæsilega unninn. Ég las bókina í einum rykk, gat ekki lagt hana frá mér. Sat hljóður allnokkurn tíma eftir að hafa lokið lestrinum og fór í gegnum sum minningarbrotin aftur.

Bókin er góð, virkilega góð. Beinskeytt og kröfuhörð við lesandann.

Engin ummæli: