Hanna Birna var í þættinum Sprengisandi í gær. Þar sem hún hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins um allangt skeið og sækist eftir því að verða formaður flokksins fylgist maður með því sem hún er að segja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft flokka mest áhrif á líf almennings hér á landi.
Í viðtalinu kom fram að Hanna Birna væri þeirrar skoðunar að við ættum að halda áfram í krónuna. Næstu 3 - 5 árin ætti að skoða hvort aðrir kostir séu betri, en miðað núverandi aðstæður finnst henni krónan sé besti kosturinn. Er Hanna Birna virkilega ekki betur að sér um þessi mál?
Ég hélt að allir landsmenn vissu að viðræður við ESB taka a.m.k. 2 ár og að því loknu er reiknað með að þjóðin taka afstöðu til fyrirliggjandi samningsdraga. Það hefur einnig komið fram að íslendingar komist ekki hjá því að taka til í sínu. Við komumst einfaldlega ekki lengra á þessari braut. Nóg sé komið af óstjórn og spillingu og vinnan við viðræðurnar snúist að mestu um mál sem við þyrftum hvort eð er að gera í okkar málum, sama hvort við göngum í ESB eða ekki.
Nei sinnar klifa sífellt á því að ESB sé engin skyndlilausn og telja sig þar með vera lausir undan því að vera þátttakendur í þessari umræðu um umbætur á því sem keyrði hér allt í kaf. Það eru nefnilega engir aðrir en Nei sinnar sem segja að ESB sé skyndilausn. Allir aðrir vilja taka á vandanum með vönduðum hætti.
Ef þau drög sem hugsanlega verða klár eftir 2 ár verða samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, taka við a.m.k. önnur tvö ár þar til búið verði að ganga frá gjaldmiðilsmálum og aðlögun. Allir geri sér grein fyrir að það sé eðlilegt að nýta þennan tíma. Þegar væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram lægi fyrir hvort ESB hefði tekist að lagfæra þau vandamál sem menn glíma við þessa dagana.
Það er hvort við tækjum upp Evru, eða færum samskonar leið og Danir og Færeyingar gerðu að halda í sína krónu studda af Seðlabanka ESB með 15% vikmörkum, sem mér hefur alltaf þótt líklegasta lendingin, merð öðrum orðum tengja íslensku krónuna við þá færeysku.
En það var annað sem dró til sín athygli mína. Hanna Birna sagði að menn tali um krónuna eins og hún væri ástæðan fyrir ástandinu, en gjaldmiðillinn sé í raun eins og hitamælir. Hann sé ekki brotinn þótt illa gangi. Þá minnti Hanna Birna á að Grikkir kenni evrunni um sína stöðu, en við krónunni um okkar stöðu.
Þetta er rangt ég hef allavega ekki heyrt annað en að menn tali um að það sé léleg efnahagsstjórn og mikil spilling meðal ráðandi stjórnmálamanna sem hafi verið aðalorsök þess að Grikkir og Íslendingar lentu í þessari stöðu.
Ítrekað hefur komið fram að við gætum haldið krónunni áfram. Það kallaði aftur á móti á mun harkalegri efnahagsstjórn, en ef við tækjum upp Evru með Seðlabanka ESB sem bakhjarl. Auk þess að ef við héldum í krónuna, þá muni það alltaf kalla aukalega á 2,5 – 3% hærra vaxtastig hér á landi vegna kostnaðar við rekstur örgjaldmiðils, með miklum og dýrum gjaldeyrisvarasjóðum.
Og svo kemur athyglisverðasti hluti innleggs Hönnu Birnu. Hún sagði að sumir séu með þau rök að upptaka evru myndi aga okkur. „Við getum bara agað okkur sjálf. Ef við getum það ekki þá ráðum við heldur ekki við það að skipta um gjaldmiðil,“ sagði Hanna Birna. „Fólk upplifir líka bara á hverjum einasta degi þegar það horfir á reikningana sína þá upplifir það ekki bara þessar tölur sem eru svo stórar heldur óréttlætið sem er fólgið í því. Ef að við nálgumst það ekki, segjum við þetta fólk, við ætlum að tryggja einhvers konar réttlæti með þjóðarsátt um það að leysa þessi mál þá komumst við ofsalega lítið áfram. Óháð krónu og ekki krónu þá er þetta veruleikinn sem að fólk býr við.“
Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað efnahagsmálum á Ísland nánast einhendis frá lýðveldisstofnun. Hanna Birna sakar hér Sjálfstæðisflokkinn réttilega um hvernig komið sé fyrir íslendingum. Flokkurinn hafi með slakri efnahagsstjórn eyðilagt möguleika á nauðsynlegum stöðugleika og nýtt sér krónuna með reglulegum gengisfellingum til eignaupptöku hjá íslenskum almenning og tilfærslum á launum frá verkafólki til fyrirtækjanna. Þeir ríku ríkari og bilið jókst sífellt.
Á þetta hafa margir árangurslaust bent árum saman og nú kemur loks fram á sjónarsviðið einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og viðurkennir þetta. + fyrir Hönnu Birnu, en þetta er reyndar í dálítilli mótsögn við það sem hún sagði í fyrri hluta viðtalsins.
3 ummæli:
Ef við getum ekki haft agaða efnahagsstjórn með krónu þá höfum við ekkert við Evru að gera. Hún einsog aðrir gjaldmiðlar þurfa agaða efnahagsstjórn. Svo meiga menn ekki gleyma því að þó að aðilarviræður gangi nokkuð vel og við kominn inn 2013-2014 þá náum við ekki að taka upp Evru fyrr enn 2017. Hvað ætlum við að gera í stjórn efnahagsmála á meðan? Kveðja Sigmundur.
við verðum þá allavega kominn með agaða efnahagsstjórn ca, 2017 ekki satt? hættu að svífa um í efnahagslimbóinu
Með Evru eða hvaða gjaldmiðil sem við kjósum að vera með þá verðum við sjálf að vera með agaða efnahgsstjórn. Það hefur verið vandamál okkar sem þjóðar að vera öguð. Kveðja Sigmundur
Skrifa ummæli