"Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti", segir forseti kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein og vísar þar í þjóðkunn ummæli Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukku Halldórs Laxnes.
Síðan snéri forseti kirkjuþings sér að kostulegum fabúleringum að meintar og heiftarlegar deilur Stjórnlagaráðs um forseta lýðveldisins. Hvert er maður inn að fara? Hann er allavega staddur á einhverjum öðrum stað en ég. Það var forsetinn sjálfur sem setti fram sína túlkun á þessu, allir aðrir bentu honum á að þetta væri ekki rétt túlkun, engar deilur hafa staðið uppi um þetta mál.
Það er þekkt þjóðaríþrótt að vísa í orð nóbelshöfundar okkar, en oft fatast mönnum flugið illilega. T.d. eins og þegar menn nota Bjart í Sumarhúsum sem helsta baráttumann fyrir sjálfstæði einstaklingsins. Lesendur vita að Bjartur var einn mesti hrotti sem sem Laxnes skapaði og endaði einangraður lengst upp í heiði. Enginn fór jafnilla með sínar konur og börn, svo maður tali nú ekki um skynlausar skepnur bóndans.
Fyrir liggur þjóðarvilji til þess að fá að taka afstöðu til þess hvort við höfum Þjóðkirkju eður ei.
Ef menn lesa frumvarp að nýrri stjórnarskrá þá er ljóst að Stjórnlagaráð vildi ekki taka þann rétt af þjóðinni og ákvarða einhliða í þessu máli.
Á Pétur Kr. Hafstein hér við að Stjórnlagráð hefði átt að taka niðurstöður margra skoðanakannana um að ekki væru ákvæði um þjóðkirkju í Stjórnarskrá, reyndar eins og er í flestum nýrri Stjórnarskrám. Er það réttlæti?
Eða á Pétur Kr. Hafstein forseti að hið meinta réttlæti hans sé að Stjórnlagaráð hefði átt að taka allan ákvörðunarrétt af þjóðinni og ganga gegn vilja þjóðarinnar til þessa máls og setja inn í frumvarp sitt að hin Evangelísk-lúthersk kirkja sé þjóðkirkja Íslands?
Skelfing væri umræðan markvissari ef menn töluðu hreint úr og horfðust í augu við eigin vanda, það er ekki við Stjórnlagaráð að sakast hvernig er komið fyrir íslenskri Þjóðkirkju
2 ummæli:
Bjartur var einn mesti hrotti sem sem Laxnes skapaði og endaði einangraður lengst upp í heiði. Enginn fór jafnilla með sínar konur og börn, svo maður tali nú ekki um skynlausar skepnur bóndans.
Þannig las ég Halldór,þá ungur að árum
Ólafur Sveinsson
Já oft fatast mönnum flugið.
Ef ég man rétt er þessi tilvitnuðu orð Jóns Hreggviðssonar ekki að finna í Íslandsklukkunni heldur leikritinu Snæfríður Íslandssól.
Að bjartur hafi verið hrotti og illmenni er ekki það sem ég les úr texta HKL.
Það er satt að hann færði ekki konunni smurt í rúmið en lífsbaráttan var hörð og það sem við fordæmum sem barnaþrælkun í útlöndum var íslenskur raunveruleiki í bernsku minnar kynslóðar.
Víst flæmdist hann frá búi sínu upp í heiði því það voru engar innistæðutryggingar þegar kaupmaðurinn fór á hausinn en svona karlar bogna ekki svo glatt og best gæti ég trúað að hann hjari enn og sé áskrifandi að morgunblaðinu.
Bjartur var ekki vondur við neinn nema sjálfan sig.
kv. Trausti Þórðarson.
Skrifa ummæli