fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Blótgælur - Mátunarklefinn

Blótgælur
Undanfarna daga hafa Blótgælur ásamt nokkrum öðrum bókum legið á borðinu í þægilegri griplengd frá sjónvarpsstólnum og hafa oft leitt lesgleraugun á nefið. Hef áður minnst á Sjónvillur Óskars Árna. Blótgælur er fyrsta ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur hún hefur réttilega vakið sterk viðbrögð, og m.a. verið kölluð besta frumraun í langan tíma. Mæli hiklaust með henni.Mátunarklefinn
Ég hef alltaf verið hrifinn af Braga Ólafssyni, fundist hann sífellt ná lengra. Íbyggin kímnin skín vel útspekúleruð úr hverri setningu. Mátunarklefinn fer vel í hendi og textin vel í huga. Myndir Einars Arnar fósturbróðurs Braga úr Sykurmolunum gera bókina enn skemmtilegri.

Engin ummæli: