fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Blótgælur - Mátunarklefinn

Blótgælur
Undanfarna daga hafa Blótgælur ásamt nokkrum öðrum bókum legið á borðinu í þægilegri griplengd frá sjónvarpsstólnum og hafa oft leitt lesgleraugun á nefið. Hef áður minnst á Sjónvillur Óskars Árna. Blótgælur er fyrsta ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur hún hefur réttilega vakið sterk viðbrögð, og m.a. verið kölluð besta frumraun í langan tíma. Mæli hiklaust með henni.



Mátunarklefinn
Ég hef alltaf verið hrifinn af Braga Ólafssyni, fundist hann sífellt ná lengra. Íbyggin kímnin skín vel útspekúleruð úr hverri setningu. Mátunarklefinn fer vel í hendi og textin vel í huga. Myndir Einars Arnar fósturbróðurs Braga úr Sykurmolunum gera bókina enn skemmtilegri.

Engin ummæli: