fimmtudagur, 22. nóvember 2007

Upphlaup á félagsfundi málmiðnaðarmanna

Forstöðumaður fyrirtækis mætti á fund stéttarfélags málmiðnaðarmanna í vikunni og krafðist þess að starfsmenn hans vikju af fundinum. Starfsmenn hans höfðu sjálfir tekið þá ákvörðun að mæta á opinn fund í stéttarfélaginu, sem var haldin utan vinnutíma.

Forstöðumaðurinn fór mikinn á fundinum og upplýsti meðal annars að hann hefði tekið þá ákvörðun að starfsmenn sínir þeir ættu ekki að vera í stéttarfélagi, það væri félagafrelsi í landinu. Hvers vegna jú vegna þess að þá þyrfti hannað greiða óþarflega há laun að sínu mati og eins að fara eftir umsömdum frítíma og yfirvinnugreiðslum. Frágangi á launaseðlum og tryggingum.

Forsvarsmenn frelsis hér á hafa ætíð túlkað félagafrelsi með þeim hætti að það sé fólgið í því að fyrirtækin geti ákveðið hvort starfsmenn þeirra séu í stéttarfélagi eða ekki. Ég hefði einhverra hluta vegna ætíð túlkað félagafrelsi þannig að það væri starfsmannsins að ákveða hvort hann væri í stéttarfélagi eða ekki.

Okkur er það minniststætt hvernig forgöngumenn frelsisins hér á landi brugðist við þegar stéttarfélögin fóru að skipta sér að ömurlegum aðbúnaði erlendra launamanna á Kárahnjúkum og slökum launum. Þeir fóru hamförum í fjölmiðlum og úthrópuðu starfssmenn stéttarfélaganna sem rasista!! Hverjir voru hinir raunverulegu rasistar og eru það enn????

Engin ummæli: