fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Ávinningur fyrir heimilin að ganga í ESB


Illugi Gunnarsson hefur tamið sér málefnanlega nálgun í umræðum. Þessvegna kom það manni í opna skjöldu þegar hann fór að rugla saman lífskjaravísitölu SÞ saman við umræðu um inngöngu í ESB, þetta eru tveir óskildir hlutir og ég hélt að Illugi færi ekki ekki nn á svona ómáefnanlegar brautir.

Það blasir við að Norðurlöndin standa þarna efst vegna þess þjóðskipulags sem við höfum búið okkur. Við nýtum stóran hluta af beinum og óbeinum skattekjum til þess að byggja upp það þjóðfélags sem við viljum búa í. Með ESB aðild hafa fjölmörg ríki komist inn í það eftisótta umhverfi sem norræna módelið veitir. ESB er viðskiptabandalag til þess að tryggja þá stöðu sem við höfum náð og verja hana í vaxandi samkeppni.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI hafa fjallað um þetta og segja m.a. ,,Ekkert eitt atriði getur haft jafn mikil áhrif á lífskjör almennings og starfsskilyrði fyrirtækja og upptaka evru. Það skiptir því miklu máli að hér fari fram upplýst og fordómalaus umræða um kosti og galla evru. Þeir sem hafna slíkri umræðu, hljóta að skulda okkur skýringar á afstöðu sinni í ljósi þess sem hve mikið er í húfi,” segja þeir kollegar og halda því fram að skýring á vaxtamunur við útlönd, sem er sérstaklega mikill, ,,megi rekja til áhættuálags í viðskiptum með krónuna vegna þess hversu lítil og óstöðug hún er.” Miðað við skuldir heimilanna um síðustu áramót, sé vaxtamunurinn við útlönd, sem heimilin greiða, um 37 milljarðar eða sem svarar 500 þúsund krónum á hverja fjölskyldu.

Inganga í Evrópusambandi mun leiða til þess vaxtastig lækkar og við fáun hagstæðari kjör á íbúðalánamarkaði. Í öðru lagi lækkar neysluverð því að evran mun lækka viðskiptakostnað fyrirtækjanna og samkeppni myndast. Í Evrópusambandinu verðum við hluti af sameiginlegri landbúnaðarstefnu og það hefði klárlega áhrif á matvælaverð hér á landi. Matvælaverð er hvergi hærra en í löndum sem liggja utan þessa markaðar það er Íslandi, Noregi og Sviss.

Spurningin um hvort sækja eigi um aðild er veigamesta úrlausnarefni stjórnmálamanna í dag. Við eigum rétt á að umræðan um slíka aðild sé upplýst. Hún á ekki eingöngu að snúast um verð á innfluttri skinku, stjórn fiskveiða og mögulegri greiðslubyrði húsnæðislána. Það er komið að því að taka ESB aðildina og evrumálin til málefnanlegrar umræðu í þjóðfélaginu. Alþingi verður að komast að niðurstöðu á þessu kjörtímabili. Það á að láta reyna á aðildarumsókn á grundvelli skilgreindra samningsmarkmiða. Atvinnulífið og verkalýðshreyfingin virðist vera því fylgjandi að láta til skarar skríða fyrr en seinna.

Engin ummæli: