Við erum með flesta þingmenn í heimi, sé miðað við höfðatölu. Umboðsmaður Alþingis hefur ásamt fleirum bent á að þessir menn skili ekki vandaðri vinnu, því fer fjarri. Ástæða þess er hversu fáir eru á þingi sem koma úr atvinnulífinu. Það er nú svo að það er atvinnulífið sem stendur straum af rekstrarkostnaði þjóðfélagsins.
Nýliðun á Alþingi fer fram með þeim hætti að í gegnum prófkjör, sem stjórnað er af klíkum sem hafa aðgang umfram aðra að flokksskrifstofum, koma ungir háskólamenntaðir menn sem hafa aldrei stigið fæti út í atvinnulífið. Á meðan háskólanáminu stóð tóku viðkomandi þátt í Morfískeppnum og voru svo að því loknu settir í þjálfun í skjóli stjórnmálaflokkana oftast inn í ráðuneytum. Umræða stjórnmálamanna einkennist umfram annað af útúrsnúningakeppni „Morfísstæl“.
Störf alþingismanna umfram annað snýst um að setja lög og reglur um atvinnulífið, og æði oft er það svo að það er gert í andstöðu við atvinnulífið. Má þar benda nokkur nýleg dæmi eins og t.d. eftirlaunafrumvarpið sem setti allt almenna lífeyrsjóðakerfið í uppnám, bráðabirgðalög þar sem öllum reglugerðum um rafmagnsöryggi er kippt úr sambandi á tilteknu svæði til þess að þjóna hagsmunum að því virðist fámenns hóps og svo umræða um jöfnun launa undanfarna daga.
Það sem við þurfum að fá eru færri alþingismenn, en menn sem koma með reynslu úr atvinnulífinu og hafa sýnt af sér getu til stjórnunar. Þessum mönnum þarf vitanlega að búa gott umhverfi m.a. með góðu aðstoðarfólki. Þetta þarf ekki að þýða fjölgun um 35 manns í hópnum eins og nú er verið að leggja til. Það ætti frekar að fækka alþingismönnum í 30 og gefa þeim hverjum og einum kost á að ráða sér aðstoðarmann. Ráðherrar ættu ekki að teljast með þingmannaliði.
Annað, við höfum oft orðið vitni af því þegar alþingismenn eru að renna í gegnum þingið lögum sem snerta þá sjálfa, þá miða þeir við kostnað sem er hreint út sagt bjánalegur og endurspeglar í raun tengslaleysi þeirra við atvinnulífið og vanþekkingu á praktískum atriðum. Hér má t.d. minna á kostnað sem þeir héldu að okkur þegar Eftirlaunafrumvarpinu var rennt í gegn. Það átti að þeirra sögn að kosta 6 millj. kr. Hagfræðingar í atvinnulífinu bentu á að það myndi aldrei kosta minna en 500 millj. kr. Það kom síðar í ljós, eins og reyndar alltaf, að atvinnulífið hafði rétt fyrir sér.
Það vita það allir sem hafa verið um nokkurn tíma í atvinnulífinu að rekstrar kostnaður 35 sérfræðinga sem væru aðstoðarmenn alþingismanna kosta ekki 90 millj. kr. Við mat á kostnaði verðum við vitanlega að telja allt með, lífeyrisréttindi líka og svo skrifstofur, tölvur, sími, ferðir og fleira. 10 millj. kr. á aðstoðarmann er algjört lágmark þegar heildarkostnaður er metinn. 35 aðstoðarmenn alþingismanna kosta amk 350 - 400 millj. kr. á ári. Ég er tilbúinn að leggja kassa af góðu rauðvíni að veði um það, Össur og fleiri ráðherrar.
2 ummæli:
Upphæðirnar eru ekki aðalatriði, heldur forréttindahyggjan, svo ömurlega austantjalds. En þannig að öllu sé samt til skila haldið, þá lítur dæmið svona út:
Davíð Oddson í sjónvarpsfréttum 11. desember 2003 (um eftirlaunafrumvarpið):
"Ja mér finnst það ágætt ef að það er svo að mönnum þykja þessar breytingar, sem munu kosta ríkissjóð væntanlega á næsta ári um 6 milljónir króna, ef að þær breytingar eru slíkar að það eigi að hafa áhrif á allar kjarakröfur í landinu, þá finnst mér gott að málið komi fyrir áður en það er farið í kjarasamninga heldur en málið komi fyrir eftir að öllum kjarasamningum er lokið."
Úr fréttum 15. október 2005:
"Aukinn kostnaður ríkisins vegna eftirlaunafrumvarpsins, sem tekur til alþingismanna, var um 650 milljónir króna árið 2004, samkvæmt fjársýslu ríkisins."
En nú verður óþverrinn spúlaður út fyrir jól, eða hvað, Steingrímur Joð og Vinstri græn, Össur og Samfylking, Guðjón Arnar og frjálslyndir, og Sjálfstæðisflokkur og framsóknarþingmenn?
Upphæðin skiptir máli! Vinnu-Brögð eru Aðalatriði! Þessir Aular komast upp með hvert málið af öðru, sem lykta af skíta-lykt.
Þetta er "Galið-Lið", Íslendingar þurfa að losa sig við!
Ég vil sjá Guðmund á Alþingi!
Skrifa ummæli