Félag vélstjóra og málmtæknimanna hélt í gærkvöld kynningarfund á Grand Hótel í Reykjavík með 80 Pólverjum sem hér starfa. Eigandi fyrirtækisins Stál í stál kom á fundinn og krafðist þess að pólskir starfsmenn sínir yfirgæfu fundinn, þeir ættu ekkert með að mæta á svona fundi.
Stéttarfélagið hefur að undanförnu gert athugasemdir við kjör þessara manna en atvinnurekandinn segir að þeir séu ekki lengur í félaginu. Starfsmennirnir svöruðu þessu hins vegar engu og sátu sem fastast. Starfsmen stéttarfélagsins voru að spjalla við þá ásamt öðrum fundargestum og svara spurningum sem þeir voru með. Þessu lauk með því að atvinnurekandum var vísað á dyr. Hver maður hefur frelsi til þess að sækja þá fundi sem að þeir vilja og það á á engan hátt að reyna að hafa áhrif á aðild starfsmanna að stéttarfélagi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli